Körfubolti

Ómar Örn: Þurfum að skoða okkar mál

Rafnar Orri Gunnarsson skrifar
Ómar Örn Sævarsson í leiknum í kvöld.
Ómar Örn Sævarsson í leiknum í kvöld. Mynd/Stefán

„Þetta er rosalega sárt og er líka örugglega sárara fyrir strákana sem töpuðu titlinum hérna í fyrra, þetta átti að vera leikurinn sem átti að þjappa okkur saman", sagði Ómar Örn Sævarsson Grindvíkingur eftir ósigur gegn KR í Iceland Express deildinni í kvöld sem endaði, 84-42 KR í vil.

Grindavík var að elta heimamenn stóra hluta leiksins og var sóknarleikur liðsins ósannfærandi.

„Það sem er að er aðallega sóknarleikurinn sem er eitthvað að hiksta hjá okkur. Halda liði í 84 stigum á að duga Grindavík, við eigum að skora hundrað stig sem oftast held ég. Við þurfum að fara skoða okkar mál aðeins betur og fara aðeins yfir þetta hvað við erum að gera."










Fleiri fréttir

Sjá meira


×