Handbolti

Klárt hvaða lið mætast í úrslitakeppninni

Fram og HK höfðu sætaskipti í dag
Fram og HK höfðu sætaskipti í dag

Í dag fór fram lokaumferðin í N1 deild karla í handbolta og því er orðið ljóst hvaða lið mætast í úrslitakeppninni.

Deildarmeistarar Hauka mæta Fram í fyrstu umferðinni, en fram hafnaði í fjórða sæti deildarinnar. Þá mætast liðin í öðru og þriðja sæti, Valur og HK.

Haukar lögðu Stjörnumenn í dag 31-27, HK lagði Val í Digranesi 33-26 og Fram missti af þriðja sætinu eftir 28-28 jafntefli sitt við Akureyri fyrir norðan.

Víkingur fellur í 1. deild þar sem liðið hafnaði í langneðsta sæti N1 deildarinnar, en það kemur í hlut Stjörnunnar að fara í umspil um laust sæti í deildinni að ári.

Stjarnan mætir ÍR í umspili, en ÍR hafnaði í fjórða sæti 1. deildar. Þá mætast Selfoss og Afturelding í umspili eftir að hafa hafnað í 2. og 3. sæti 1. deildarinnar, en Grótta fer beint upp í N1 deildina eftir að hafa náð toppsætinu í 1. deildinni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×