Grindavík í úrslitin 31. mars 2009 18:58 Helgi Jónas Guðfinnsson átti fínan leik hjá Grindavík í kvöld Það verða KR og Grindavík sem leika til úrslita í Iceland Express deild karla í körfubolta. Þetta varð ljóst í kvöld þegar Grindavík skellti Snæfelli 85-75 í fjórða leik liðanna í undanúrslitunum. Leikurinn var í járnum í fyrri hálfleik en í þriðja leikhlutanum skildu leiðir og gestirnir voru sterkari á lokasprettinum. Fylgst var með leiknum í beinni textalýsingu hér á Vísi.20:49 - Leik lokið. Snæfell 75 - Grindavík 85.20:44 - Bradford skorar tvær körfur í röð og er að klára leikinn fyrir Grindavík. Gestirnir hafa yfir 85-70 þegar innan við tvær mínútur eru eftir.20:38 - Þorleifur Ólafsson flottur hjá Grindavík með tvær körfur í röð. Kominn með 18 stig. Grindavík 13 stigum yfir þegar fjórar mínútur eru til leiksloka.20:35 - Leikhlé. Grindavík hefur yfir 74-66 þegar 6:11 eru eftir af leiknum. Hlynur Bæringsson með frábær varnartilþrif gegn Nick Bradford. Fínn leikur hjá Hlyni (15 stig, 13 fráköst) en slæm vítanýting (4/10).20:31 - Hlynur Bæringsson og Sigurður Þorvaldsson báðir með fjórar villur þegar átta mínútur eru eftir af leiknum.20:29 - Helgi Jónas setur niður annað erfitt skot og Grindavík leiðir 70-62. Gestirnir virðast á góðri siglingu núna og enginn er heitari en Helgi Jónas. Hann er með 14 stig.20:27 - Fjórði leikhluti hefst. Páll Axel setur stóran þrist og Grindavík hefur yfir 68-60. Snæfell í vandræðum gegn pressu Grindavíkur um allan völl.20:25 - "Þetta er fáááránlegt!" segir Svali Björgvinsson og það er rétt hjá honum. Helgi Jónas Guðfinnsson kastar boltanum frá miðju og ofan í körfuna úr vonlausu færi um leið og lokaflautið heyrist í þriðja leikhluta. Þvílíkt borgarskot hjá drengnum og Grindavík leiðir 60-65.20:23 - Gamli refurinn Helgi Jónas Guðfinnsson fær á sig ruðning, en stelur boltanum í næstu sókn Snæfells, skorar og fær víti að auki. Toppmaður. Nokkur hiti kominn í leikinn. Snæfell 57 - Grindavík 60. Mínúta eftir af þriðja leikhluta.20:18 - Grindavík yfir 54-55. Leikurinn í járnum sem fyrr. Þrjár mínútur eftir af þriðja leikhluta.20:12 - Nick Bradford ber Grindavíkurliðið á herðum sér þessa stundina. Skorar og fær víti að auki. Minnkar muninn í 51-50. Bradford er með 17 stig og 6 fráköst. Hlynur með 12 stig og 12 fráköst hjá Snæfelli og Sigurður Þorvaldsson sömuleiðis með 12 stig.20:09 - Snæfell 47 - Grindavík 43 þegar þriðji leikhluti er að verða hálfnaður. Baráttan gríðarleg og lítið skorað.20:03 - Síðari hálfleikur hefst. Sigurður Þorvaldsson skorar fjögur stig í röð í upphafi síðari hálfleiks. Tæknivíti og þristur. Snæfell leiðir 47-41. Tæknivítið var dæmt á Friðrik Ragnarsson þjálfara Grindavíkur fyrir skoðanir hans á dómgæslu í lok fyrri hálfleiks.19:51 - Hálfleikur. Snæfell 43 - Grindavík 41.Baráttan hefur verið í fyrirrúmi í fyrri hálfleiknum í Hólminum. Stigaskorið er alveg eins og heimamenn vilja hafa það og Grindvíkingar verða að gjöra svo vel að taka sig saman í andlitinu ef þeir ætla ekki að þurfa í oddaleik. Snæfell hefur yfir 20-8 í fráköstunum.Atkvæðamestir hjá Snæfelli: Hlynur Bæringsson 10 stig (9 frák), Sigurður Þorvaldsson 8 stig, Jón Jónsson 8 stig, Lucius Wagner 7 stig (4 frák, 3 stoðs), Magni Hafsteinsson 5 stig.Atkvæðamestir hjá Grindavík: Nick Bradford 10 stig, Páll Kristinsson 8 stig, Helgi Jónas 6 stig, Guðlaugur Eyjólfsson 6 stig, Þorleifur Ólafsson 5 stig, Brenton Birmingham 4 stig (3 frák).19:45 - Magni með þrist. Snæfell yfir 41-35 þegar rúmar tvær eru eftir af hálfleiknum.19:40 - Snæfell yfir 37-35. Leikurinn í járnum þessar mínútur og gæðin lúta í lægra haldi fyrir baráttunni. Í þeim töluðu orðum setur Sigurður Þorvaldsson niður fáránlegan þrist þegar hann er að detta út af vellinum. Góður.19:36 - Snæfell yfir 32-28. Nonni Mæju kominn með 8 stig hjá Snæfelli.19:32 - Páll Axel með fyrsta langskotið sitt í seríunni. Það er svokallaður loftbolti. Staðan 23-25 fyrir Grindavík.19:30 - Fyrsta leikhluta lokið. Snæfell 19 - Grindavík 25Grindvíkingar ljúka hlutanum með stæl. Nick Bradford með 8 stig, Helgi Jónas 6, Páll Kristins 4. Hjá Snæfelli er Wagner með 7 stig, Jón Jóns 6 og Hlynur Bærings 6 stig og 4 fráköst.19:24 - Leikhlé. Grindavík hefur yfir 14-11 eftir góða rispu. Friðrik Ragnarsson heimtar að hans menn stigi betur út í fráköstunum. Páll Axel Vilbergsson mættur til leiks hjá Grindavík í fyrsta skipti í einvíginu.19:21 - Snæfell kemst yfir 9-8. Heimamenn eru eitraðir í sóknarfráköstunum í byrjun, enda með fullt lið af tveggja metra mönnum.19:18 - Grindavík byrjar vel og hefur yfir 6-4. Páll Kristinsson með 4 stig í byrjun.19:15 - Leikur hefst.Byrjunarliðin:Grindavík: Arnar Freyr Jónsson, Þorleifur Ólafsson, Nick Bradford, Brenton Birmingham og Páll Kristinsson.Snæfell: Hlynur Bæringsson, Jón Jónsson, Sigurður Þorvaldsson, Lucius Wagner og Atli Hreinsson.19:10 - "Heilsan er fín - þetta er ekkert til að væla yfir," sagði Hlynur Bæringsson, spilandi þjálfari Snæfells, þegar hann var spurður út í líkamlegt ástand sitt fyrir leikinn. Hlynur á við meiðsli að stríða líkt og Sigurður Þorvaldsson félagi hans og það er auðvitað slæmt fyrir Hólmara.19:09 - Páll Axel Vilbergsson mun líklega koma eitthvað við sögu hjá liði Grindavíkur í kvöld, en hann hefur ekki komið við sögu í einvíginu vegna hnémeiðsla.19:08 - Guðjón Guðmundsson og Svali Björgvinsson lýsa leiknum beint á Stöð 2 Sport og létu storminn ekki aftra sér að mæta í Hólminn.19:05 - Heilir og sælir lesendur og velkomnir til leiks. Nú eru tíu mínútur í fjórða leik Snæfells og Grindavíkur í undanúrslitunum og ljóst að ekkert má út af bera hjá heimamönnum, sem eru komnir í sumarfrí ef þeir tapa leiknum. Dominos-deild karla Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira
Það verða KR og Grindavík sem leika til úrslita í Iceland Express deild karla í körfubolta. Þetta varð ljóst í kvöld þegar Grindavík skellti Snæfelli 85-75 í fjórða leik liðanna í undanúrslitunum. Leikurinn var í járnum í fyrri hálfleik en í þriðja leikhlutanum skildu leiðir og gestirnir voru sterkari á lokasprettinum. Fylgst var með leiknum í beinni textalýsingu hér á Vísi.20:49 - Leik lokið. Snæfell 75 - Grindavík 85.20:44 - Bradford skorar tvær körfur í röð og er að klára leikinn fyrir Grindavík. Gestirnir hafa yfir 85-70 þegar innan við tvær mínútur eru eftir.20:38 - Þorleifur Ólafsson flottur hjá Grindavík með tvær körfur í röð. Kominn með 18 stig. Grindavík 13 stigum yfir þegar fjórar mínútur eru til leiksloka.20:35 - Leikhlé. Grindavík hefur yfir 74-66 þegar 6:11 eru eftir af leiknum. Hlynur Bæringsson með frábær varnartilþrif gegn Nick Bradford. Fínn leikur hjá Hlyni (15 stig, 13 fráköst) en slæm vítanýting (4/10).20:31 - Hlynur Bæringsson og Sigurður Þorvaldsson báðir með fjórar villur þegar átta mínútur eru eftir af leiknum.20:29 - Helgi Jónas setur niður annað erfitt skot og Grindavík leiðir 70-62. Gestirnir virðast á góðri siglingu núna og enginn er heitari en Helgi Jónas. Hann er með 14 stig.20:27 - Fjórði leikhluti hefst. Páll Axel setur stóran þrist og Grindavík hefur yfir 68-60. Snæfell í vandræðum gegn pressu Grindavíkur um allan völl.20:25 - "Þetta er fáááránlegt!" segir Svali Björgvinsson og það er rétt hjá honum. Helgi Jónas Guðfinnsson kastar boltanum frá miðju og ofan í körfuna úr vonlausu færi um leið og lokaflautið heyrist í þriðja leikhluta. Þvílíkt borgarskot hjá drengnum og Grindavík leiðir 60-65.20:23 - Gamli refurinn Helgi Jónas Guðfinnsson fær á sig ruðning, en stelur boltanum í næstu sókn Snæfells, skorar og fær víti að auki. Toppmaður. Nokkur hiti kominn í leikinn. Snæfell 57 - Grindavík 60. Mínúta eftir af þriðja leikhluta.20:18 - Grindavík yfir 54-55. Leikurinn í járnum sem fyrr. Þrjár mínútur eftir af þriðja leikhluta.20:12 - Nick Bradford ber Grindavíkurliðið á herðum sér þessa stundina. Skorar og fær víti að auki. Minnkar muninn í 51-50. Bradford er með 17 stig og 6 fráköst. Hlynur með 12 stig og 12 fráköst hjá Snæfelli og Sigurður Þorvaldsson sömuleiðis með 12 stig.20:09 - Snæfell 47 - Grindavík 43 þegar þriðji leikhluti er að verða hálfnaður. Baráttan gríðarleg og lítið skorað.20:03 - Síðari hálfleikur hefst. Sigurður Þorvaldsson skorar fjögur stig í röð í upphafi síðari hálfleiks. Tæknivíti og þristur. Snæfell leiðir 47-41. Tæknivítið var dæmt á Friðrik Ragnarsson þjálfara Grindavíkur fyrir skoðanir hans á dómgæslu í lok fyrri hálfleiks.19:51 - Hálfleikur. Snæfell 43 - Grindavík 41.Baráttan hefur verið í fyrirrúmi í fyrri hálfleiknum í Hólminum. Stigaskorið er alveg eins og heimamenn vilja hafa það og Grindvíkingar verða að gjöra svo vel að taka sig saman í andlitinu ef þeir ætla ekki að þurfa í oddaleik. Snæfell hefur yfir 20-8 í fráköstunum.Atkvæðamestir hjá Snæfelli: Hlynur Bæringsson 10 stig (9 frák), Sigurður Þorvaldsson 8 stig, Jón Jónsson 8 stig, Lucius Wagner 7 stig (4 frák, 3 stoðs), Magni Hafsteinsson 5 stig.Atkvæðamestir hjá Grindavík: Nick Bradford 10 stig, Páll Kristinsson 8 stig, Helgi Jónas 6 stig, Guðlaugur Eyjólfsson 6 stig, Þorleifur Ólafsson 5 stig, Brenton Birmingham 4 stig (3 frák).19:45 - Magni með þrist. Snæfell yfir 41-35 þegar rúmar tvær eru eftir af hálfleiknum.19:40 - Snæfell yfir 37-35. Leikurinn í járnum þessar mínútur og gæðin lúta í lægra haldi fyrir baráttunni. Í þeim töluðu orðum setur Sigurður Þorvaldsson niður fáránlegan þrist þegar hann er að detta út af vellinum. Góður.19:36 - Snæfell yfir 32-28. Nonni Mæju kominn með 8 stig hjá Snæfelli.19:32 - Páll Axel með fyrsta langskotið sitt í seríunni. Það er svokallaður loftbolti. Staðan 23-25 fyrir Grindavík.19:30 - Fyrsta leikhluta lokið. Snæfell 19 - Grindavík 25Grindvíkingar ljúka hlutanum með stæl. Nick Bradford með 8 stig, Helgi Jónas 6, Páll Kristins 4. Hjá Snæfelli er Wagner með 7 stig, Jón Jóns 6 og Hlynur Bærings 6 stig og 4 fráköst.19:24 - Leikhlé. Grindavík hefur yfir 14-11 eftir góða rispu. Friðrik Ragnarsson heimtar að hans menn stigi betur út í fráköstunum. Páll Axel Vilbergsson mættur til leiks hjá Grindavík í fyrsta skipti í einvíginu.19:21 - Snæfell kemst yfir 9-8. Heimamenn eru eitraðir í sóknarfráköstunum í byrjun, enda með fullt lið af tveggja metra mönnum.19:18 - Grindavík byrjar vel og hefur yfir 6-4. Páll Kristinsson með 4 stig í byrjun.19:15 - Leikur hefst.Byrjunarliðin:Grindavík: Arnar Freyr Jónsson, Þorleifur Ólafsson, Nick Bradford, Brenton Birmingham og Páll Kristinsson.Snæfell: Hlynur Bæringsson, Jón Jónsson, Sigurður Þorvaldsson, Lucius Wagner og Atli Hreinsson.19:10 - "Heilsan er fín - þetta er ekkert til að væla yfir," sagði Hlynur Bæringsson, spilandi þjálfari Snæfells, þegar hann var spurður út í líkamlegt ástand sitt fyrir leikinn. Hlynur á við meiðsli að stríða líkt og Sigurður Þorvaldsson félagi hans og það er auðvitað slæmt fyrir Hólmara.19:09 - Páll Axel Vilbergsson mun líklega koma eitthvað við sögu hjá liði Grindavíkur í kvöld, en hann hefur ekki komið við sögu í einvíginu vegna hnémeiðsla.19:08 - Guðjón Guðmundsson og Svali Björgvinsson lýsa leiknum beint á Stöð 2 Sport og létu storminn ekki aftra sér að mæta í Hólminn.19:05 - Heilir og sælir lesendur og velkomnir til leiks. Nú eru tíu mínútur í fjórða leik Snæfells og Grindavíkur í undanúrslitunum og ljóst að ekkert má út af bera hjá heimamönnum, sem eru komnir í sumarfrí ef þeir tapa leiknum.
Dominos-deild karla Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira