Prófsteinn í orkunýtingarmálum Þorsteinn Pálsson skrifar 26. september 2009 06:00 Í þessari viku fengu landsmenn enn eina staðfestingu á að óbreytt peningastefna getur ekki verið undirstaða endurreisnarinnar. Í næstu viku verða síðan kynntar niðurstöður um þrjá aðra prófsteina endurreisnarinnar: Orkunýtingaráformin, eignarhald á bönkunum og ríkisfjármálin. Markviss og skýr orkunýtingarstefna mun ráða úrslitum um nýja verðmætasköpun og hagvöxt. Pólitíski vandinn er sá að innan stjórnarflokkanna er það aðeins annar hluti Samfylkingarinnar sem styður lífsnauðsynlega uppbyggingarstefnu á þessu sviði. Hinn hlutinn og VG gera allt sem í þeirra valdi stendur til að hindra þau áform. Í fyrra ákvað þáverandi umhverfisráðherra Samfylkingarinnar heildarumhverfismat vegna álvers við Húsavík og nauðsynlegra virkjana. Þetta var gert til að tefja framkvæmdir og byggja brú yfir til VG. Í þessari ríkisstjórn er það fjármálaráðherra sem leggur línurnar í orkunýtingarmálum með setu í sérstakri ráðherranefnd um þau mál. Nú dugar hugmyndin um sameiginlegt umhverfismat ekki lengur til að tefja. Þá er sett fram sú kenning að hefja þurfi að nýju leit að öðrum fjárfestingarkostum en þeim sem næst stendur og líklegastur er eins og sakir standa að leiði til athafna og heildarumhverfismatið gerir ráð fyrir. Iðnaðarráðherrann sem virðist hafa skilning á mikilvægi málsins á ekki annarra kosta völ en að bergmála nýjasta boðskap VG um tafaleiðir. Þegar línur eru ekki skýrar í máli af þessari stærðargráðu aðeins örfáum dögum áður en endurnýja þarf gildandi viljayfirlýsingu um framkvæmdir er það fyrst og fremst til marks um málefnalega stjórnarkreppu. Sú málamiðlun stjórnarflokkanna sem kynnt verður í næstu viku mun hafa afgerandi áhrif á endurreisnarmöguleikana. Það átakanlega er að í stað skýrrar stefnu skuli fólkið í landinu þurfa að horfa upp á langvarandi innbyrðis þref um jafn brýnt framfaramál. Þingmeirihlutinn fyrir framförum á þessu sviði virkar ekki vegna stjórnarmynstursins.Prófsteinn í bankamálumÍ næstu viku ræðst hvernig fer með framtíðareignarhald á tveimur þeirra banka sem féllu fyrir ári. Þeir fóru þá undir stjórn ríkisins en eignarhaldið hefur verið í lausu lofti. Kostirnir eru tveir: Að þeir verði eign kröfuhafanna eða ríkisins. Skilanefnd ríkis valdsins tekur endanlega ákvörðun þar um. Sagt er að þessir kostir eigi að vera jafn gildir gagnvart kröfuhöfunum. Það skal ekki vefengt. En þeir geta á hinn bóginn haft afar mismunandi áhrif á endurreisn efnahagslífsins.Yfirtaka ríkisins mun af mörgum ástæðum veikja endurreisnarmöguleikana. Fari svo verða bankarnir óhjákvæmilega tengdir lánshæfismati ríkissjóðs. Möguleikar þeirra til fjármagnsöflunar á alþjóðamörkuðum verða þrengri en ella. Geta þeirra til að þjónusta atvinnufyrirtækin og almenning verður að sama skapi minni. Hættan á nýju bankahruni vex ef þessi kostur verður ofan á.Í hinum kostinum er fólgin margvísleg óvissa. Til að mynda hefur ekki verið upplýst hverjir kröfuhafarnir eru. Trúlega er það vandkvæðum bundið vegna stöðugra breytinga. Hagsmunir kröfuhafanna eru hins vegar augljóslega þeir að atvinnulífið á Íslandi blómstri á ný og bankarnir verði vel reknir.Þessi leið er ekki áhættulaus. Því fer fjarri. Það eru hins vegar meiri líkur á að hún stuðli að skjótvirkari endurreisn fjármálastarfseminnar og atvinnulífsins en ríkisvæðingin.Fjármálaráðherra hefur ekki útilokað þennan kost. Skýrt markmið ríkisstjórnarinnar hefur þó ekki legið fyrir. Það er veikleiki. Niðurstaðan í næstu viku verður afdrifarík fyrir framhaldið. Það er þingmeirihluti fyrir eignaraðild kröfuhafanna.Prófsteinar í peninga- og ríkisfjármálumViðbrögð Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins við vaxtaákvörðun Seðlabankans sýna þá blindgötu sem peningamálastjórnin er í. Hún byggir nú á nákvæmlega sömu sjónarmiðum og þær ákvarðanir á þessu sviði sem með öðru leiddu til hrunsins. Það byrjaði með falli krónunnar. Kreppan stafar meir frá gengisfallinu en bankafallinu.Að því mun auðvitað koma að vextirnir lækka. Gallinn er sá að nú eins og fyrir hrun getur bankastjórn Seðlabankans ekki sýnt fram á að unnt sé að ná viðvarandi stöðugleika án hafta. Í því er engin framtíð. Endurreisn efnahagslífsins byggist á því að fyrirtæki og almenningur eigi kost á samkeppnishæfum lánskjörum og sambærilegum stöðugleika við það sem gerist og gengur í helstu viðskiptalöndunum.Á þetta hafa stjórnarflokkarnir í grundvallaratriðum ólíka framtíðarsýn. Báðir stjórnarandstöðuflokkarnir leika tveimur skjöldum. Að öllu óbreyttu er það því framtíðarsýn VG sem mun ráða þróun peningamálanna. Hlutleysi stjórnarandstöðunnar útilokar meirihlutamyndun um aðra kosti. Þannig styrkir hún peningamálastefnu VG.Niðurskurður og tekjuöflun eru óhjákvæmilegir fylgifiskar endurreisnar ríkisfjármálanna. Álitaefnið er bara hvort þær ráðstafanir verði gerðar með það að markmiði að draga sem minnst úr umsvifum einstaklinga og sóknarfærum atvinnulífsins. Fjárlagafrumvarpið sem fram kemur í næstu viku mun varða veginn í þeim efnum.Fróðlegt verður að sjá hvort stjórnarandstaðan teflir fram nýjum málefnalegum kostum í þessum efnum sem aukið gætu líkur á meiri miðjupólitík en vinstri stjórnin hefur kynnt fram til þessa. Samstaða á miðjunni er það sem þjóðin þarf núna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun
Í þessari viku fengu landsmenn enn eina staðfestingu á að óbreytt peningastefna getur ekki verið undirstaða endurreisnarinnar. Í næstu viku verða síðan kynntar niðurstöður um þrjá aðra prófsteina endurreisnarinnar: Orkunýtingaráformin, eignarhald á bönkunum og ríkisfjármálin. Markviss og skýr orkunýtingarstefna mun ráða úrslitum um nýja verðmætasköpun og hagvöxt. Pólitíski vandinn er sá að innan stjórnarflokkanna er það aðeins annar hluti Samfylkingarinnar sem styður lífsnauðsynlega uppbyggingarstefnu á þessu sviði. Hinn hlutinn og VG gera allt sem í þeirra valdi stendur til að hindra þau áform. Í fyrra ákvað þáverandi umhverfisráðherra Samfylkingarinnar heildarumhverfismat vegna álvers við Húsavík og nauðsynlegra virkjana. Þetta var gert til að tefja framkvæmdir og byggja brú yfir til VG. Í þessari ríkisstjórn er það fjármálaráðherra sem leggur línurnar í orkunýtingarmálum með setu í sérstakri ráðherranefnd um þau mál. Nú dugar hugmyndin um sameiginlegt umhverfismat ekki lengur til að tefja. Þá er sett fram sú kenning að hefja þurfi að nýju leit að öðrum fjárfestingarkostum en þeim sem næst stendur og líklegastur er eins og sakir standa að leiði til athafna og heildarumhverfismatið gerir ráð fyrir. Iðnaðarráðherrann sem virðist hafa skilning á mikilvægi málsins á ekki annarra kosta völ en að bergmála nýjasta boðskap VG um tafaleiðir. Þegar línur eru ekki skýrar í máli af þessari stærðargráðu aðeins örfáum dögum áður en endurnýja þarf gildandi viljayfirlýsingu um framkvæmdir er það fyrst og fremst til marks um málefnalega stjórnarkreppu. Sú málamiðlun stjórnarflokkanna sem kynnt verður í næstu viku mun hafa afgerandi áhrif á endurreisnarmöguleikana. Það átakanlega er að í stað skýrrar stefnu skuli fólkið í landinu þurfa að horfa upp á langvarandi innbyrðis þref um jafn brýnt framfaramál. Þingmeirihlutinn fyrir framförum á þessu sviði virkar ekki vegna stjórnarmynstursins.Prófsteinn í bankamálumÍ næstu viku ræðst hvernig fer með framtíðareignarhald á tveimur þeirra banka sem féllu fyrir ári. Þeir fóru þá undir stjórn ríkisins en eignarhaldið hefur verið í lausu lofti. Kostirnir eru tveir: Að þeir verði eign kröfuhafanna eða ríkisins. Skilanefnd ríkis valdsins tekur endanlega ákvörðun þar um. Sagt er að þessir kostir eigi að vera jafn gildir gagnvart kröfuhöfunum. Það skal ekki vefengt. En þeir geta á hinn bóginn haft afar mismunandi áhrif á endurreisn efnahagslífsins.Yfirtaka ríkisins mun af mörgum ástæðum veikja endurreisnarmöguleikana. Fari svo verða bankarnir óhjákvæmilega tengdir lánshæfismati ríkissjóðs. Möguleikar þeirra til fjármagnsöflunar á alþjóðamörkuðum verða þrengri en ella. Geta þeirra til að þjónusta atvinnufyrirtækin og almenning verður að sama skapi minni. Hættan á nýju bankahruni vex ef þessi kostur verður ofan á.Í hinum kostinum er fólgin margvísleg óvissa. Til að mynda hefur ekki verið upplýst hverjir kröfuhafarnir eru. Trúlega er það vandkvæðum bundið vegna stöðugra breytinga. Hagsmunir kröfuhafanna eru hins vegar augljóslega þeir að atvinnulífið á Íslandi blómstri á ný og bankarnir verði vel reknir.Þessi leið er ekki áhættulaus. Því fer fjarri. Það eru hins vegar meiri líkur á að hún stuðli að skjótvirkari endurreisn fjármálastarfseminnar og atvinnulífsins en ríkisvæðingin.Fjármálaráðherra hefur ekki útilokað þennan kost. Skýrt markmið ríkisstjórnarinnar hefur þó ekki legið fyrir. Það er veikleiki. Niðurstaðan í næstu viku verður afdrifarík fyrir framhaldið. Það er þingmeirihluti fyrir eignaraðild kröfuhafanna.Prófsteinar í peninga- og ríkisfjármálumViðbrögð Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins við vaxtaákvörðun Seðlabankans sýna þá blindgötu sem peningamálastjórnin er í. Hún byggir nú á nákvæmlega sömu sjónarmiðum og þær ákvarðanir á þessu sviði sem með öðru leiddu til hrunsins. Það byrjaði með falli krónunnar. Kreppan stafar meir frá gengisfallinu en bankafallinu.Að því mun auðvitað koma að vextirnir lækka. Gallinn er sá að nú eins og fyrir hrun getur bankastjórn Seðlabankans ekki sýnt fram á að unnt sé að ná viðvarandi stöðugleika án hafta. Í því er engin framtíð. Endurreisn efnahagslífsins byggist á því að fyrirtæki og almenningur eigi kost á samkeppnishæfum lánskjörum og sambærilegum stöðugleika við það sem gerist og gengur í helstu viðskiptalöndunum.Á þetta hafa stjórnarflokkarnir í grundvallaratriðum ólíka framtíðarsýn. Báðir stjórnarandstöðuflokkarnir leika tveimur skjöldum. Að öllu óbreyttu er það því framtíðarsýn VG sem mun ráða þróun peningamálanna. Hlutleysi stjórnarandstöðunnar útilokar meirihlutamyndun um aðra kosti. Þannig styrkir hún peningamálastefnu VG.Niðurskurður og tekjuöflun eru óhjákvæmilegir fylgifiskar endurreisnar ríkisfjármálanna. Álitaefnið er bara hvort þær ráðstafanir verði gerðar með það að markmiði að draga sem minnst úr umsvifum einstaklinga og sóknarfærum atvinnulífsins. Fjárlagafrumvarpið sem fram kemur í næstu viku mun varða veginn í þeim efnum.Fróðlegt verður að sjá hvort stjórnarandstaðan teflir fram nýjum málefnalegum kostum í þessum efnum sem aukið gætu líkur á meiri miðjupólitík en vinstri stjórnin hefur kynnt fram til þessa. Samstaða á miðjunni er það sem þjóðin þarf núna.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun