Körfubolti

Iceland Express-deild karla: KR aftur á sigurbraut

Ómar Þorgeirsson skrifar
Semaj Inge átti fínan leik fyrir KR í kvöld.
Semaj Inge átti fínan leik fyrir KR í kvöld. Mynd//Stefán

Þrír leikir fóru fram í Iceland Express-deild karla í kvöld þar sem KR, Keflavík og Snæfell fóru með sigra af hólmi.

KR-ingar komust aftur á sigurbraut eftir tvö töp gegn Njarðvík með skömmu millibili í deild og bikar þegar þeir unnu 71-100 sigur gegn Fjölni í Grafarvoginum í kvöld.

Semaj Inge var stigahæstur hjá KR með 30 stig og Tommy Johnson skoraði 18 stig en Christopher Smith skoraði 24 stig fyrir Fjölni.

Keflavík hélt sigurgöngu sinni áfram með sannfærandi 107-81 sigri gegn ÍR í Keflavík en Keflvíkingar hafa nú unnið fimm af fyrstu sex leikjum sínum líkt og KR og Stjarnan. Hörður Axel Vilhjálmsson var stigahæstur hjá Keflavík með 22 stig en Nemanja Sovic skoraði 24 stig fyrir ÍR.

Leikmenn FSu áttu aldrei möguleika gegn Snæfelli í Stykkishólmi en staðan var 24-10 eftir fyrsta leikhlutann og 49-27 í hálfleik.

Snæfellingar héldu uppteknum hætti í þriðja og fjórða leikhluta og unnu að lokum öruggan 107-74 sigur.

Pálmi Freyr Sigurgeirsson var stigahæstur hjá Snæfelli með 19 stig en Hlynur Bæringsson kom næstur með 16 stig og 13 fráköst.

Brynjar Karl Sigurðsson var stigahæstur hjá FSu með 20 stig en FSu er búið að tapa öllum sex leikjum sínum til þessa í deildinni.

Úrslit kvöldsins:

Fjölnir-KR 71-100

Snæfell-FSu 107-74

Keflavík-ÍR 107-81








Fleiri fréttir

Sjá meira


×