Körfubolti

Oddaleikur um titilinn: KR-ingar hafa söguna með sér í leiknum í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jón Arnór Stefánsson og félagar í KR hafa söguna með sér í kvöld
Jón Arnór Stefánsson og félagar í KR hafa söguna með sér í kvöld Mynd/Arnþór

KR-ingar hafa söguna með sér í oddaleiknum um Íslandsmeistaratitilinn sem fram fer í DHL-Höllinni í kvöld. 5 af 7 heimaliðum hafa unnið oddaleik um titilinn sem og 5 af 7 liðum sem hafa jafnað einvígið í leiknum á undan. Í báðum tilfellum á þetta við KR-liðið í úrslitaeinvíginu núna.

KR-ingar eru á heimavelli í leik kvöldsins og það eru aðeins tvö lið sem hefur ekki tekist að nýta sér það, Njarðvík 1988 og Grindavík 1994.

KR-ingar tryggðu sér oddaleik með 11 stiga sigri í Grindavík. Það hefur aðeins tveimur liðum, sem hafa jafnað einvígið og tryggt sér oddaleik, ekki tekist að hampa titlinum í næsta leik. Það eru lið KR 1989 og Njarðvík 1999.

Í raun hefur það aldrei gerst að lið hafi orðið Íslandsmeistari sem er á útivelli í oddaleik eftir að hafa mistekist að tryggja sér titilinn á heimavelli í leiknum á undan. Grindvíkingar geta breytt því í kvöld.

Lið sem hafa verið á heimavelli í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn:

Njarðvík 1985 (Íslandsmeistari, vann Hauka 67-61)

Njarðvík 1988 (Silfur, tapaði fyrir Haukum 91-92)

Keflavík 1989 (Íslandsmeistari, vann KR 89-72)

Njarðvík 1991 (Íslandsmeistari, vann Keflavík 84-75)

Keflavík 1992 (Íslandsmeistari, vann Val 77-68)

Grindavík 1994 (Silfur, tapaði fyrir Njarðvík 67-68)

Keflavík 1999 (Íslandsmeistari, vann Njarðvík 88-82)

KR 2009 (???)

Lið sem tryggðu sér oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn:

Njarðvík 1985 (Íslandsmeistari, vann Hauka 67-61)

Haukar 1988 (Íslandsmeistari, vann Njarðvík 92-91)

KR 1989 (Silfur, tapaði fyrir Keflavík 72-89)

Njarðvík 1991 (Íslandsmeistari, vann Keflavík 84-75)

Keflavík 1992 (Íslandsmeistari, vann Val 77-68)

Njarðvík 1994 (Íslandsmeistari, vann Grindavík 68-67)

Njarðvík 1999 (Silfur, tapaði fyrir Keflavík 82-88)

KR 2009 (???)






Fleiri fréttir

Sjá meira


×