Umfjöllun: Tap gegn Austurríki Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 29. ágúst 2009 18:24 Sigurður þjálfari hefur ekki verið ánægður með leik Íslands í dag. Mynd/Stefán Ísland hafnaði í fjórða sæti A-riðils B-deildar Evrópukeppni landsliða í körfubolta eftir, 76-65, ósigur gegn Austurríki í úrslitaleik um þriðja sæti riðilsins. Íslenska liðið hóf leikinn afleitlega. Austurríkismenn gátu skorað af vild og ekkert datt í körfuna hinu megin á vellinum. Eftir þrjár og hálfa mínútu var Austurríki komið með ellefu stiga forystu, 13-2. Austurríki náði fimmtán stiga forskoti áður en Íslands skoraði aftur. Um leið og Ísland hætti að leita að þriggja stiga skoti í hverri sókn, liðið klikkaði úr sex slíkum skotum á fyrstu mínútum leiksins, fór leikur liðsins að ganga betur, bæði í vörn og sókn. Ísland minnkaði muninn í sex stig fyrir leikhlé, 23-17. Logi Gunnarsson bar íslenska liðið uppi í fjórðungnum með níu stigum og 100% skotnýtingu. Jón Arnór Stefánsson skoraði sex fyrstu stig annars leikhluta og jafnaði leikinn, 23-23. Jón Arnór skoraði alls ellefu fyrstu stig Íslands í fjórðungnum en hann hefði þurft mun meiri hjálp því Austurríska liðið beit frá sér á nýjan leik og náði átta stiga forystu, 38-30. Ísland endaði fyrri hálfleik á svipuðum nótum liðið hóf hann og gengu Austurríkismenn á lagið og náðu ellefu stiga forystu fyrir hálfleikinn, 45-34. Ísland hitti úr þrem af fjórtán þriggja stiga skotum sínum í hálfleikum en liðið þarf að nýta þau betur gegn liði eins og Austurríki. Jón Arnór skoraði 13 stig í hálfleiknum og Logi Gunnarsson 11 en aðrir leikmenn liðsins náðu sér engan vegin á strik. Ekkert gekk í sóknarleik íslenska liðsins í upphafi síðari hálfleiks og skoraði liðið aðeins tvö stig fyrstu mínútur hans. Það var til happs að sóknarleikur Austurríkis var ekki mikið skárri og því munaði aðeins fjórtán stigum, 52-38. Ísland náði að minnka muninn í sjö stig, 54-47, þegar tvær og hálf mínúta var eftir af þriðja leikhluta en þá hrundi leikur liðsins og Austurríki náði tólf stiga forystu fyrir síðasta leikhlutann, 60-48. Ísland hóf síðustu atlöguna að forystu Austurríkis þegar sex mínútur voru til leiksloka. Liðið var tíu stigum undir, 53-63. Þá setti Páll Axel Vilbergsson niður tvær þriggja stiga körfur, hans fyrstu stig í leiknum, og skyndilega munaði aðeins fjórum stigum á liðum og rétt innan við fimm mínútur eftir, 59-63. Sigurður Þorsteinsson minnkaðu muninn í tvö stig í næstu sókn en þá skoruðu gestirnir fimm stig í röð og munurinn var kominn í sjö stig, 68-61, og þrjár mínútur til leiksloka. Nær komst íslenska liðið ekki á lokasprettinum og Austurríki tryggði sér því þriðja sæti A-riðils B-deildar Evrópukeppninnar með ellefu stiga sigri, 65-76. Stig Íslands: Logi Gunnarsson 17, Jón Arnór Stefánsson 16, Pavel Ermolinskij 10, Páll Axel Vilbergsson 6, Sigurður Þorsteinsson 5, Hlynur Bæringsson 5, Helgi Már Magnússon 3, Hörður Axel Vilhjálmsson 3. Dominos-deild karla Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Þór Ak. - Keflavík | Einu liðin með fullkominn heimavöll Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Sjá meira
Ísland hafnaði í fjórða sæti A-riðils B-deildar Evrópukeppni landsliða í körfubolta eftir, 76-65, ósigur gegn Austurríki í úrslitaleik um þriðja sæti riðilsins. Íslenska liðið hóf leikinn afleitlega. Austurríkismenn gátu skorað af vild og ekkert datt í körfuna hinu megin á vellinum. Eftir þrjár og hálfa mínútu var Austurríki komið með ellefu stiga forystu, 13-2. Austurríki náði fimmtán stiga forskoti áður en Íslands skoraði aftur. Um leið og Ísland hætti að leita að þriggja stiga skoti í hverri sókn, liðið klikkaði úr sex slíkum skotum á fyrstu mínútum leiksins, fór leikur liðsins að ganga betur, bæði í vörn og sókn. Ísland minnkaði muninn í sex stig fyrir leikhlé, 23-17. Logi Gunnarsson bar íslenska liðið uppi í fjórðungnum með níu stigum og 100% skotnýtingu. Jón Arnór Stefánsson skoraði sex fyrstu stig annars leikhluta og jafnaði leikinn, 23-23. Jón Arnór skoraði alls ellefu fyrstu stig Íslands í fjórðungnum en hann hefði þurft mun meiri hjálp því Austurríska liðið beit frá sér á nýjan leik og náði átta stiga forystu, 38-30. Ísland endaði fyrri hálfleik á svipuðum nótum liðið hóf hann og gengu Austurríkismenn á lagið og náðu ellefu stiga forystu fyrir hálfleikinn, 45-34. Ísland hitti úr þrem af fjórtán þriggja stiga skotum sínum í hálfleikum en liðið þarf að nýta þau betur gegn liði eins og Austurríki. Jón Arnór skoraði 13 stig í hálfleiknum og Logi Gunnarsson 11 en aðrir leikmenn liðsins náðu sér engan vegin á strik. Ekkert gekk í sóknarleik íslenska liðsins í upphafi síðari hálfleiks og skoraði liðið aðeins tvö stig fyrstu mínútur hans. Það var til happs að sóknarleikur Austurríkis var ekki mikið skárri og því munaði aðeins fjórtán stigum, 52-38. Ísland náði að minnka muninn í sjö stig, 54-47, þegar tvær og hálf mínúta var eftir af þriðja leikhluta en þá hrundi leikur liðsins og Austurríki náði tólf stiga forystu fyrir síðasta leikhlutann, 60-48. Ísland hóf síðustu atlöguna að forystu Austurríkis þegar sex mínútur voru til leiksloka. Liðið var tíu stigum undir, 53-63. Þá setti Páll Axel Vilbergsson niður tvær þriggja stiga körfur, hans fyrstu stig í leiknum, og skyndilega munaði aðeins fjórum stigum á liðum og rétt innan við fimm mínútur eftir, 59-63. Sigurður Þorsteinsson minnkaðu muninn í tvö stig í næstu sókn en þá skoruðu gestirnir fimm stig í röð og munurinn var kominn í sjö stig, 68-61, og þrjár mínútur til leiksloka. Nær komst íslenska liðið ekki á lokasprettinum og Austurríki tryggði sér því þriðja sæti A-riðils B-deildar Evrópukeppninnar með ellefu stiga sigri, 65-76. Stig Íslands: Logi Gunnarsson 17, Jón Arnór Stefánsson 16, Pavel Ermolinskij 10, Páll Axel Vilbergsson 6, Sigurður Þorsteinsson 5, Hlynur Bæringsson 5, Helgi Már Magnússon 3, Hörður Axel Vilhjálmsson 3.
Dominos-deild karla Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Þór Ak. - Keflavík | Einu liðin með fullkominn heimavöll Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Sjá meira