Kynjamyndir nýfrjálshyggjunnar 9. febrúar 2009 06:00 Þorgerður Einarsdóttir og Sigríður Þorgeirsdóttir skrifa Tími hins óhefta nýfrjálshyggjukapítalisma er liðinn, hinni dýrkeyptu tilraun lauk með hruni sem nálgast þjóðargjaldþrot. Hvað við tekur er algjörlega háð því hvaða skilning við leggjum í það sem gerðist og hvernig okkur tekst að gera það upp. Eitt af því sem nauðsynlegt er að kryfja er hugmyndafræði nýfrjálshyggjunnar um konur og karla og afleiðingar hennar. Hið alþjóðlega fjármálakerfi sem nú er í rúst var leikvöllur karla. Konur eiga 1% eigna í heiminum, vinna 2/3 hluta allra vinnustunda en fá aðeins 10% af tekjum heims. Hér á landi eru ranglætið ekki jafnstórbrotið. Launamunur kynja er 16%, langt umfram Evrópumeðaltal og hefur staðið í stað um árabil. Erfiðara er að meta eignamun kynjanna því hann er reiknaður út frá skattframtölum þar sem hjón telja fram saman. Konur geta því átt talsverðan auð á pappírnum eins og fréttir undanafarið um „afsöl“ eigna til eiginkvenna sýna. Karlar er hins vegar í meirihluta þeirra sem hafa ráðstöfunarvald yfir auðnum. Það voru einsleitir karlahópar sem rústuðu fjármálakerfinu. En þegar upp er staðið axla þeir ekki ábyrgð; þeir eru ekki „persónulega ábyrgir.“ Föðurlegri ábyrgð og umhyggju er greinilega ábótavant í karlímynd nýfrjálshyggjunnar. Karlar eru um 82% þingmanna í heiminum. Á Íslandi, sem talið er í fremstu röð heimsins í kynjajafnrétti, eru karlar um tveir þriðju þingmanna, ráðherra, sveitarstjórnarmanna, 71% stjórnenda og embættismanna, 80% stjórnarmanna og stjórnarformanna fyrirtækja, í miklum meirihluta í stjórnum samtaka atvinnulífsins og nær einráðir í fjölmiðlum. Nýlegar rannsóknir á viðhorfum unglinga til jafnréttis sýna mikið afturhvarf síðastliðinn áratug. Þetta rímar illa við staðhæfingar um að allt sé á réttri leið en hins vegar í góðu samræmi við kennisetningar nýfrjálshyggjunnar sem afneitar því að félagsleg kerfi og mynstur viðhaldi karlveldi. Það heitir gjarnan að kyn skipti ekki máli heldur hæfni einstaklingsins þótt samfélagið sé órækur vitnisburður um annað. Konur áttu litla hlutdeild í „íslenska efnahagsundrinu“. Þær voru ekki taldar búa yfir þeirri áhættusækni og „snilld“ sem til þurfti. Þá sjaldan þeim var boðið til leiks var það á forsendum ráðandi afla. Fræðimenn hafa bent á að hnattvæðing viðskipta- og fjármálakerfisins var ekki kynhlutlaus heldur nærðist á óorðuðum karlmennskuhugmyndum um áræðni, djörfung og arðsemi. „Það er mikilvægt að vera óhræddur“ sagði Hannes Smárason í viðtali við Morgunblaðið 10/3 2006, það væri lykilatriði „að útiloka allar tilfinningar gagnvart fyrirtækjum sem slíkum, með því móti væri hægt að taka hagkvæmar ákvarðanir...“. Þetta er skólabókardæmi um tungutak nýfrjálshyggjunnar. Köld rökhyggja, skilvirkni og samkeppni kallast á við hugmyndir um vinnusemi, iðni og fingrafimi sem leiða hugann að hlýðnum konum við færiband: Karlmennska í stjórnun, kvenleiki við framleiðslu. Með forseta landsins og ráðamenn í fylkingarbrjósti var þessi hugmyndafræði tekin út á ystu nöf. Í gagnrýnislausri upphafningu á „viðskiptasnillingunum“ var Íslandi útrásarinnar líkt við gullaldir Feneyja endurreisnartímans og Róm og Aþenu til forna. Eftir að margir þeirra hafa verið afhjúpaðir sem fjármála-ólígarkar verðum við að sætta okkur við samlíkingar við spillingargreni fyrrum Austantjaldslanda. Önnur birtingarmynd á hinni kynjuðu hugmyndafræði nýfrjálshyggjunnar er sú ýkta og mótsagnakennda kvenímynd sem birtist okkur í varaforsetaefni repúblikana. Sarah Palin bræðir saman andstæða póla kvenleikans; margra barna móðir með fortíð sem klappstýra og fegurðardrottning, móðir og kynvera í senn, en sem slík þjónandi og fylgispök við kerfið. Hugmyndafræðilega var hún dygg gæslukona kerfisins, hlynnt stríðsrekstri, byssueign og dauðarefsingum, á móti fóstureyðingum og hjónaböndum samkynhneigðra – í hrópandi mótsögn við allt sem kvennahreyfingin hefur staðið fyrir í áratugi. En þótt nýfrjálshyggjukapítalisminn hafi brotlent er ekki sjálfgefið að nýtt og betra rísi á rústum hans. Við þurfum að gera upp við þá pólitík, gildismat og hagstjórn sem skapaði hér grundvöll fyrir óhefta gróðahyggju, blekkingar og rányrkju náttúruauðlinda. Við þurfum að hafna kvótum sem færa körlum meirihluta auðs og valda, og tryggja jafna aðkomu kynjanna að endurreisninni. En höfðatölujafnrétti er ekki nóg, því ekki er nóg að fjölga einungis konum í áhrifastöðum. Við þurfum að takast á við kynjapólitískt inntak hugmyndanna, hvernig menningarbundnar hugmyndir um karlmennsku og kvenleika geta viðhaldið valdatengslum og ranglátu kerfi. Kvenímynd nýfrjálshyggjunnar kallast á við hinn gjaldþrota útrásarvíking, þau eru birtingarform á sömu hugmyndafræði. Það sýnir að jöfn höfðatala er ekki nóg því konur geta þjónað mikilvægu hlutverki í að viðhalda kerfi sem heldur þeim niðri. Við þurfum uppgjör við allt þetta til að get byggt upp hið nýja Ísland í þágu okkar allra. Höfundar eru dósentar við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Einarsdóttir Mest lesið Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Þorgerður Einarsdóttir og Sigríður Þorgeirsdóttir skrifa Tími hins óhefta nýfrjálshyggjukapítalisma er liðinn, hinni dýrkeyptu tilraun lauk með hruni sem nálgast þjóðargjaldþrot. Hvað við tekur er algjörlega háð því hvaða skilning við leggjum í það sem gerðist og hvernig okkur tekst að gera það upp. Eitt af því sem nauðsynlegt er að kryfja er hugmyndafræði nýfrjálshyggjunnar um konur og karla og afleiðingar hennar. Hið alþjóðlega fjármálakerfi sem nú er í rúst var leikvöllur karla. Konur eiga 1% eigna í heiminum, vinna 2/3 hluta allra vinnustunda en fá aðeins 10% af tekjum heims. Hér á landi eru ranglætið ekki jafnstórbrotið. Launamunur kynja er 16%, langt umfram Evrópumeðaltal og hefur staðið í stað um árabil. Erfiðara er að meta eignamun kynjanna því hann er reiknaður út frá skattframtölum þar sem hjón telja fram saman. Konur geta því átt talsverðan auð á pappírnum eins og fréttir undanafarið um „afsöl“ eigna til eiginkvenna sýna. Karlar er hins vegar í meirihluta þeirra sem hafa ráðstöfunarvald yfir auðnum. Það voru einsleitir karlahópar sem rústuðu fjármálakerfinu. En þegar upp er staðið axla þeir ekki ábyrgð; þeir eru ekki „persónulega ábyrgir.“ Föðurlegri ábyrgð og umhyggju er greinilega ábótavant í karlímynd nýfrjálshyggjunnar. Karlar eru um 82% þingmanna í heiminum. Á Íslandi, sem talið er í fremstu röð heimsins í kynjajafnrétti, eru karlar um tveir þriðju þingmanna, ráðherra, sveitarstjórnarmanna, 71% stjórnenda og embættismanna, 80% stjórnarmanna og stjórnarformanna fyrirtækja, í miklum meirihluta í stjórnum samtaka atvinnulífsins og nær einráðir í fjölmiðlum. Nýlegar rannsóknir á viðhorfum unglinga til jafnréttis sýna mikið afturhvarf síðastliðinn áratug. Þetta rímar illa við staðhæfingar um að allt sé á réttri leið en hins vegar í góðu samræmi við kennisetningar nýfrjálshyggjunnar sem afneitar því að félagsleg kerfi og mynstur viðhaldi karlveldi. Það heitir gjarnan að kyn skipti ekki máli heldur hæfni einstaklingsins þótt samfélagið sé órækur vitnisburður um annað. Konur áttu litla hlutdeild í „íslenska efnahagsundrinu“. Þær voru ekki taldar búa yfir þeirri áhættusækni og „snilld“ sem til þurfti. Þá sjaldan þeim var boðið til leiks var það á forsendum ráðandi afla. Fræðimenn hafa bent á að hnattvæðing viðskipta- og fjármálakerfisins var ekki kynhlutlaus heldur nærðist á óorðuðum karlmennskuhugmyndum um áræðni, djörfung og arðsemi. „Það er mikilvægt að vera óhræddur“ sagði Hannes Smárason í viðtali við Morgunblaðið 10/3 2006, það væri lykilatriði „að útiloka allar tilfinningar gagnvart fyrirtækjum sem slíkum, með því móti væri hægt að taka hagkvæmar ákvarðanir...“. Þetta er skólabókardæmi um tungutak nýfrjálshyggjunnar. Köld rökhyggja, skilvirkni og samkeppni kallast á við hugmyndir um vinnusemi, iðni og fingrafimi sem leiða hugann að hlýðnum konum við færiband: Karlmennska í stjórnun, kvenleiki við framleiðslu. Með forseta landsins og ráðamenn í fylkingarbrjósti var þessi hugmyndafræði tekin út á ystu nöf. Í gagnrýnislausri upphafningu á „viðskiptasnillingunum“ var Íslandi útrásarinnar líkt við gullaldir Feneyja endurreisnartímans og Róm og Aþenu til forna. Eftir að margir þeirra hafa verið afhjúpaðir sem fjármála-ólígarkar verðum við að sætta okkur við samlíkingar við spillingargreni fyrrum Austantjaldslanda. Önnur birtingarmynd á hinni kynjuðu hugmyndafræði nýfrjálshyggjunnar er sú ýkta og mótsagnakennda kvenímynd sem birtist okkur í varaforsetaefni repúblikana. Sarah Palin bræðir saman andstæða póla kvenleikans; margra barna móðir með fortíð sem klappstýra og fegurðardrottning, móðir og kynvera í senn, en sem slík þjónandi og fylgispök við kerfið. Hugmyndafræðilega var hún dygg gæslukona kerfisins, hlynnt stríðsrekstri, byssueign og dauðarefsingum, á móti fóstureyðingum og hjónaböndum samkynhneigðra – í hrópandi mótsögn við allt sem kvennahreyfingin hefur staðið fyrir í áratugi. En þótt nýfrjálshyggjukapítalisminn hafi brotlent er ekki sjálfgefið að nýtt og betra rísi á rústum hans. Við þurfum að gera upp við þá pólitík, gildismat og hagstjórn sem skapaði hér grundvöll fyrir óhefta gróðahyggju, blekkingar og rányrkju náttúruauðlinda. Við þurfum að hafna kvótum sem færa körlum meirihluta auðs og valda, og tryggja jafna aðkomu kynjanna að endurreisninni. En höfðatölujafnrétti er ekki nóg, því ekki er nóg að fjölga einungis konum í áhrifastöðum. Við þurfum að takast á við kynjapólitískt inntak hugmyndanna, hvernig menningarbundnar hugmyndir um karlmennsku og kvenleika geta viðhaldið valdatengslum og ranglátu kerfi. Kvenímynd nýfrjálshyggjunnar kallast á við hinn gjaldþrota útrásarvíking, þau eru birtingarform á sömu hugmyndafræði. Það sýnir að jöfn höfðatala er ekki nóg því konur geta þjónað mikilvægu hlutverki í að viðhalda kerfi sem heldur þeim niðri. Við þurfum uppgjör við allt þetta til að get byggt upp hið nýja Ísland í þágu okkar allra. Höfundar eru dósentar við Háskóla Íslands.
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun