Fannar: Ungu pungarnir eru að spila eins og englar 18. október 2009 22:12 Fannar Ólafsson átti fínan leik með KR í kvöld, skoraði 17 stig og hirti 11 fráköst Mynd/Vilhelm "Ég held að það hafi verið vörnin sem kláraði þetta hjá okkur í kvöld. Við þurfum að vinna aðeins í sóknarleiknum en höfum í sjálfu sér engar áhyggjur af því," sagði Fannar Ólafsson fyrirliði KR eftir að hans menn lögðu ÍR 82-73 í Iceland Express deildinni í kvöld. Leikurinn var nokkuð stíft spilaður og bæði lið grimm í vörninni. Þetta gerði það að verkum að lítið fór fyrir fallegum sóknartilþrifum nema ef til vill á stuttum kafla í síðari hálfleiknum. "Við ætlum að koma vörninni á þann stall að við séum að halda liðum undir 70 stigum og frákasta vel. Við erum að leita meira inn í teiginn en áður og erum fyrir vikið ekki að skora eins mikið fyrir utan. Það er bara október og aðalatriðið er að verja heimavöllinn og vinna okkur hægt og rólega á þann stað sem við viljum vera. Það er líka að gerast," sagði Fannar og hrósaði ungu strákunum í liðinu. "Strákar eins og Brynjar og Darri og Finnur eru bara ungir pungar sem eru að spila eins og englar og það á eftir að skila sér þegar á líður," sagði fyrirliðinn. Vísir náði einmitt tali af Finni Magnússyni eftir leikinn en hann er nýkominn í raðir KR-inga eftir nokkur ár í skóla í Bandaríkjunum. Þessi hávaxni leikmaður átti sinn þátt í yfirburðum KR í fráköstunum í kvöld og hirti sjö stykki sjálfur. "Það er mjög gott að vera kominn heim aftur. Það er miklu meiri stemming hérna. Nú þarf ég ekki að dekka einhverja litla leikmenn sem geta hoppað yfir mig, heldur fæ að henda mönnum til undir körfunni í baráttunni þar," sagði Finnur brosandi. Stigaskorarar í leik KR og ÍR í kvöld: Stig KR: Semaj Inge 19, Fannar Ólafsson 17, Brynjar Björnsson 16, Finnur Magnússon 14, Tommy Johnson 8, Skarphéðinn Ingason 5, Darri Hilmarsson 3 Stig ÍR: Nemanja Sovic 21, Steinar Arason 14, Sveinbjörn Claessen 13, Vilhjálmur Steinarsson 9, Hreggviður Magnússon 8, Gunnlaugur Elsuson 4, Kristinn Jónasson 4. Dominos-deild karla Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Sjá meira
"Ég held að það hafi verið vörnin sem kláraði þetta hjá okkur í kvöld. Við þurfum að vinna aðeins í sóknarleiknum en höfum í sjálfu sér engar áhyggjur af því," sagði Fannar Ólafsson fyrirliði KR eftir að hans menn lögðu ÍR 82-73 í Iceland Express deildinni í kvöld. Leikurinn var nokkuð stíft spilaður og bæði lið grimm í vörninni. Þetta gerði það að verkum að lítið fór fyrir fallegum sóknartilþrifum nema ef til vill á stuttum kafla í síðari hálfleiknum. "Við ætlum að koma vörninni á þann stall að við séum að halda liðum undir 70 stigum og frákasta vel. Við erum að leita meira inn í teiginn en áður og erum fyrir vikið ekki að skora eins mikið fyrir utan. Það er bara október og aðalatriðið er að verja heimavöllinn og vinna okkur hægt og rólega á þann stað sem við viljum vera. Það er líka að gerast," sagði Fannar og hrósaði ungu strákunum í liðinu. "Strákar eins og Brynjar og Darri og Finnur eru bara ungir pungar sem eru að spila eins og englar og það á eftir að skila sér þegar á líður," sagði fyrirliðinn. Vísir náði einmitt tali af Finni Magnússyni eftir leikinn en hann er nýkominn í raðir KR-inga eftir nokkur ár í skóla í Bandaríkjunum. Þessi hávaxni leikmaður átti sinn þátt í yfirburðum KR í fráköstunum í kvöld og hirti sjö stykki sjálfur. "Það er mjög gott að vera kominn heim aftur. Það er miklu meiri stemming hérna. Nú þarf ég ekki að dekka einhverja litla leikmenn sem geta hoppað yfir mig, heldur fæ að henda mönnum til undir körfunni í baráttunni þar," sagði Finnur brosandi. Stigaskorarar í leik KR og ÍR í kvöld: Stig KR: Semaj Inge 19, Fannar Ólafsson 17, Brynjar Björnsson 16, Finnur Magnússon 14, Tommy Johnson 8, Skarphéðinn Ingason 5, Darri Hilmarsson 3 Stig ÍR: Nemanja Sovic 21, Steinar Arason 14, Sveinbjörn Claessen 13, Vilhjálmur Steinarsson 9, Hreggviður Magnússon 8, Gunnlaugur Elsuson 4, Kristinn Jónasson 4.
Dominos-deild karla Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Sjá meira