Landsbankinn hjálpar deCode 22. janúar 2009 03:15 DeCode, móðurfélag Íslenskrar erfðagreiningar, hefur leyst úr skammtímavanda með sölu á safni skuldabréfa. Nýi Landsbankinn (NBI) hefur keypt skuldabréf deCode fyrir 1,4 milljarða króna. Kári Stefánsson segir um skammtímalausn að ræða. Leitað var til allra stóru bankanna. „Nú gefst okkur nægilegt ráðrými til að semja á yfirvegaðan hátt um framtíð fyrirtækisins. Þetta hefur engin úrslitaáhrif á það hverjir koma til með að fjármagna það til framtíðar," segir Kári Stefánsson, forstjóri deCode, móðurfélags Íslenskrar erfðagreiningar. Fyrirtækið tilkynnti í gær að það hafi selt Landsbankanum skuldabréf fyrir ellefu milljónir Bandaríkjadala. Þetta jafngildir um 1,4 milljörðum íslenskra króna. Skuldabréfin eru safn bréfa, útgefin að ýmsum aðilum í Bandaríkjunum, og deCode hefur átt um nokkurra ára skeið. Með sölunni fylgdu þeir skilmálar að deCode skuldbindur sig til að kaupa bréfin aftur fyrir árslok auk þess sem Landsbankinn getur krafist þess að fyrirtækið kaupi þau aftur á sama tíma. DeCode hefur glímt við erfiða lausafjárstöðu síðustu misseri og var ráðist í uppstokkun, sölu eigna sem ekki tengjast kjarnastarfsemi og uppsögnum starfsfólks á seinni hluta nýliðins árs. Illa hefur gengið að selja eignir í núverandi árferði. Samkvæmt skilmálum skuldabréfasölunnar mun stefnt að því fyrir lok árs. Kári segir viðræður við evrópska og bandaríska fjárfesta langt komnar og sé hann bjartsýnn á að þeim ljúki innan þriggja mánaða og muni þá kröftugir og fjársterkir aðilar bætast við eigendahóp deCode. Eftir því sem næst verður komist leitaði deCode til Landsbankans, Glitnis og Kaupþings um að koma fyrirtækinu til aðstoðar með kaupum á skuldabréfum þess. Heimildir blaðsins herma að bönkunum hafi ekki þótt það fýsilegur kostur, en nokkur pólitískur þrýstingur hafi verið á að einhver bankanna tæki það að sér. Fyrirtækið hefur áður notið nokkurrar velvildar stjórnvalda hér, samanber lög sem samþykkt voru 2002 um ríkisábyrgð á skuldabréf útgefnum af DeCode. Kári segir deCode hafa vissulega leitað eftir því að selja skuldabréfin öðrum fjármálafyrirtækjum áður en gengið var til samninga við Landsbankann. Ekkert sé við slíkt að athuga, að hans sögn. jonab@markadurinn.is Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Sjá meira
Nýi Landsbankinn (NBI) hefur keypt skuldabréf deCode fyrir 1,4 milljarða króna. Kári Stefánsson segir um skammtímalausn að ræða. Leitað var til allra stóru bankanna. „Nú gefst okkur nægilegt ráðrými til að semja á yfirvegaðan hátt um framtíð fyrirtækisins. Þetta hefur engin úrslitaáhrif á það hverjir koma til með að fjármagna það til framtíðar," segir Kári Stefánsson, forstjóri deCode, móðurfélags Íslenskrar erfðagreiningar. Fyrirtækið tilkynnti í gær að það hafi selt Landsbankanum skuldabréf fyrir ellefu milljónir Bandaríkjadala. Þetta jafngildir um 1,4 milljörðum íslenskra króna. Skuldabréfin eru safn bréfa, útgefin að ýmsum aðilum í Bandaríkjunum, og deCode hefur átt um nokkurra ára skeið. Með sölunni fylgdu þeir skilmálar að deCode skuldbindur sig til að kaupa bréfin aftur fyrir árslok auk þess sem Landsbankinn getur krafist þess að fyrirtækið kaupi þau aftur á sama tíma. DeCode hefur glímt við erfiða lausafjárstöðu síðustu misseri og var ráðist í uppstokkun, sölu eigna sem ekki tengjast kjarnastarfsemi og uppsögnum starfsfólks á seinni hluta nýliðins árs. Illa hefur gengið að selja eignir í núverandi árferði. Samkvæmt skilmálum skuldabréfasölunnar mun stefnt að því fyrir lok árs. Kári segir viðræður við evrópska og bandaríska fjárfesta langt komnar og sé hann bjartsýnn á að þeim ljúki innan þriggja mánaða og muni þá kröftugir og fjársterkir aðilar bætast við eigendahóp deCode. Eftir því sem næst verður komist leitaði deCode til Landsbankans, Glitnis og Kaupþings um að koma fyrirtækinu til aðstoðar með kaupum á skuldabréfum þess. Heimildir blaðsins herma að bönkunum hafi ekki þótt það fýsilegur kostur, en nokkur pólitískur þrýstingur hafi verið á að einhver bankanna tæki það að sér. Fyrirtækið hefur áður notið nokkurrar velvildar stjórnvalda hér, samanber lög sem samþykkt voru 2002 um ríkisábyrgð á skuldabréf útgefnum af DeCode. Kári segir deCode hafa vissulega leitað eftir því að selja skuldabréfin öðrum fjármálafyrirtækjum áður en gengið var til samninga við Landsbankann. Ekkert sé við slíkt að athuga, að hans sögn. jonab@markadurinn.is
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Sjá meira