Ráðstefnan á íslenskum stól 10. desember 2009 04:15 Hönnunargripurinn íslenski stendur í röðum í ráðstefnusalnum. Hann var valinn með tilliti til útlits, þæginda, verðs og þess hve umhverfisvænn hann þykir.Nordicphotos / afp Íslenskur stóll eftir Erlu Sólveigu Gísladóttur er það húsgagn sem hvað mest ber á í blöðum og fréttatímum um heim allan um þessar mundir. Vel á þriðja þúsund eintaka af stólnum, sem kallast Bessi, prýða nefnilega ráðstefnusalinn þar sem loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna fer fram í Kaupmannahöfn. „Það var mjög gaman að sjá hann þarna,“ segir Erla Sólveig, sem hannaði stólinn fyrir um sex árum. Stólarnir í Bella Center-ráðstefnuhöllinni eru framleiddir í Danmörku, en Bessinn er einnig framleiddur á Íslandi og í Bandaríkjunum. Danski framleiðandinn ákvað að bjóða í uppsetningu húsgagna í ráðstefnuhöllinni í aðdraganda loftslagsráðstefnunnar. „Allir danskir húsgagnaframleiðendur fengu að bjóða í þetta. Stóllinn var margprófaður og síðan eftir margra mánaða streð var hann valinn,“ segir Erla Sólveig. Samkeppnin hafi verið afar hörð og eðlilega margir sem bitust um samning um sölu á vel á þriðja þúsund hönnunargripum. Stóllinn var upphaflega með trésetu og trébaki á stálgrind en í fyrra var byrjað að framleiða hann með plastbaki og -setu. Ráðstefnustólarnir eru úr plasti með bólstraðri setu. „Hann er svolítið kameljón, hann getur litið mjög misjafnlega út eftir efnisvali og hvort þú bólstrar setuna eða bakið eða bara annaðhvort,“ segir Erla. Erla telur að þessi eiginleiki hafi haft mikið að segja þegar kom að valinu í ráðstefnusalinn. „Þeir seldu hann þannig – af því að þetta er nú loftslagsráðstefna – að hann væri umhverfisvænn, vegna þess að það væri ódýrt að skipta til dæmis bakinu út fyrir trébak sem er dýrara. Þá er ekki allur stóllinn ónýtur.“ Erla hefur ekki nákvæma tölu á stólunum í salnum, né því hversu stóran samning var um að ræða. „En þetta hjálpar auðvitað eitthvað,“ segir hún. Stóllinn er víðar en bara í Kaupmannahöfn, til dæmis má sjá hann í Alþingisskálanum og Viðeyjarstofu, auk þess sem hægt er að kaupa hann hjá Sóló-húsgögnum á Íslandi og í Epal. En hvaðan kemur nafnið? „Það er nú það. Bessastöðum? Eitthvað varð gripurinn að heita og þetta nafn er líka þjált á dönsku,“ segir Erla.stigur@frettabladid.id Loftslagsmál Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira
Íslenskur stóll eftir Erlu Sólveigu Gísladóttur er það húsgagn sem hvað mest ber á í blöðum og fréttatímum um heim allan um þessar mundir. Vel á þriðja þúsund eintaka af stólnum, sem kallast Bessi, prýða nefnilega ráðstefnusalinn þar sem loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna fer fram í Kaupmannahöfn. „Það var mjög gaman að sjá hann þarna,“ segir Erla Sólveig, sem hannaði stólinn fyrir um sex árum. Stólarnir í Bella Center-ráðstefnuhöllinni eru framleiddir í Danmörku, en Bessinn er einnig framleiddur á Íslandi og í Bandaríkjunum. Danski framleiðandinn ákvað að bjóða í uppsetningu húsgagna í ráðstefnuhöllinni í aðdraganda loftslagsráðstefnunnar. „Allir danskir húsgagnaframleiðendur fengu að bjóða í þetta. Stóllinn var margprófaður og síðan eftir margra mánaða streð var hann valinn,“ segir Erla Sólveig. Samkeppnin hafi verið afar hörð og eðlilega margir sem bitust um samning um sölu á vel á þriðja þúsund hönnunargripum. Stóllinn var upphaflega með trésetu og trébaki á stálgrind en í fyrra var byrjað að framleiða hann með plastbaki og -setu. Ráðstefnustólarnir eru úr plasti með bólstraðri setu. „Hann er svolítið kameljón, hann getur litið mjög misjafnlega út eftir efnisvali og hvort þú bólstrar setuna eða bakið eða bara annaðhvort,“ segir Erla. Erla telur að þessi eiginleiki hafi haft mikið að segja þegar kom að valinu í ráðstefnusalinn. „Þeir seldu hann þannig – af því að þetta er nú loftslagsráðstefna – að hann væri umhverfisvænn, vegna þess að það væri ódýrt að skipta til dæmis bakinu út fyrir trébak sem er dýrara. Þá er ekki allur stóllinn ónýtur.“ Erla hefur ekki nákvæma tölu á stólunum í salnum, né því hversu stóran samning var um að ræða. „En þetta hjálpar auðvitað eitthvað,“ segir hún. Stóllinn er víðar en bara í Kaupmannahöfn, til dæmis má sjá hann í Alþingisskálanum og Viðeyjarstofu, auk þess sem hægt er að kaupa hann hjá Sóló-húsgögnum á Íslandi og í Epal. En hvaðan kemur nafnið? „Það er nú það. Bessastöðum? Eitthvað varð gripurinn að heita og þetta nafn er líka þjált á dönsku,“ segir Erla.stigur@frettabladid.id
Loftslagsmál Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira