Ráðstefnan á íslenskum stól 10. desember 2009 04:15 Hönnunargripurinn íslenski stendur í röðum í ráðstefnusalnum. Hann var valinn með tilliti til útlits, þæginda, verðs og þess hve umhverfisvænn hann þykir.Nordicphotos / afp Íslenskur stóll eftir Erlu Sólveigu Gísladóttur er það húsgagn sem hvað mest ber á í blöðum og fréttatímum um heim allan um þessar mundir. Vel á þriðja þúsund eintaka af stólnum, sem kallast Bessi, prýða nefnilega ráðstefnusalinn þar sem loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna fer fram í Kaupmannahöfn. „Það var mjög gaman að sjá hann þarna,“ segir Erla Sólveig, sem hannaði stólinn fyrir um sex árum. Stólarnir í Bella Center-ráðstefnuhöllinni eru framleiddir í Danmörku, en Bessinn er einnig framleiddur á Íslandi og í Bandaríkjunum. Danski framleiðandinn ákvað að bjóða í uppsetningu húsgagna í ráðstefnuhöllinni í aðdraganda loftslagsráðstefnunnar. „Allir danskir húsgagnaframleiðendur fengu að bjóða í þetta. Stóllinn var margprófaður og síðan eftir margra mánaða streð var hann valinn,“ segir Erla Sólveig. Samkeppnin hafi verið afar hörð og eðlilega margir sem bitust um samning um sölu á vel á þriðja þúsund hönnunargripum. Stóllinn var upphaflega með trésetu og trébaki á stálgrind en í fyrra var byrjað að framleiða hann með plastbaki og -setu. Ráðstefnustólarnir eru úr plasti með bólstraðri setu. „Hann er svolítið kameljón, hann getur litið mjög misjafnlega út eftir efnisvali og hvort þú bólstrar setuna eða bakið eða bara annaðhvort,“ segir Erla. Erla telur að þessi eiginleiki hafi haft mikið að segja þegar kom að valinu í ráðstefnusalinn. „Þeir seldu hann þannig – af því að þetta er nú loftslagsráðstefna – að hann væri umhverfisvænn, vegna þess að það væri ódýrt að skipta til dæmis bakinu út fyrir trébak sem er dýrara. Þá er ekki allur stóllinn ónýtur.“ Erla hefur ekki nákvæma tölu á stólunum í salnum, né því hversu stóran samning var um að ræða. „En þetta hjálpar auðvitað eitthvað,“ segir hún. Stóllinn er víðar en bara í Kaupmannahöfn, til dæmis má sjá hann í Alþingisskálanum og Viðeyjarstofu, auk þess sem hægt er að kaupa hann hjá Sóló-húsgögnum á Íslandi og í Epal. En hvaðan kemur nafnið? „Það er nú það. Bessastöðum? Eitthvað varð gripurinn að heita og þetta nafn er líka þjált á dönsku,“ segir Erla.stigur@frettabladid.id Loftslagsmál Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Íslenskur stóll eftir Erlu Sólveigu Gísladóttur er það húsgagn sem hvað mest ber á í blöðum og fréttatímum um heim allan um þessar mundir. Vel á þriðja þúsund eintaka af stólnum, sem kallast Bessi, prýða nefnilega ráðstefnusalinn þar sem loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna fer fram í Kaupmannahöfn. „Það var mjög gaman að sjá hann þarna,“ segir Erla Sólveig, sem hannaði stólinn fyrir um sex árum. Stólarnir í Bella Center-ráðstefnuhöllinni eru framleiddir í Danmörku, en Bessinn er einnig framleiddur á Íslandi og í Bandaríkjunum. Danski framleiðandinn ákvað að bjóða í uppsetningu húsgagna í ráðstefnuhöllinni í aðdraganda loftslagsráðstefnunnar. „Allir danskir húsgagnaframleiðendur fengu að bjóða í þetta. Stóllinn var margprófaður og síðan eftir margra mánaða streð var hann valinn,“ segir Erla Sólveig. Samkeppnin hafi verið afar hörð og eðlilega margir sem bitust um samning um sölu á vel á þriðja þúsund hönnunargripum. Stóllinn var upphaflega með trésetu og trébaki á stálgrind en í fyrra var byrjað að framleiða hann með plastbaki og -setu. Ráðstefnustólarnir eru úr plasti með bólstraðri setu. „Hann er svolítið kameljón, hann getur litið mjög misjafnlega út eftir efnisvali og hvort þú bólstrar setuna eða bakið eða bara annaðhvort,“ segir Erla. Erla telur að þessi eiginleiki hafi haft mikið að segja þegar kom að valinu í ráðstefnusalinn. „Þeir seldu hann þannig – af því að þetta er nú loftslagsráðstefna – að hann væri umhverfisvænn, vegna þess að það væri ódýrt að skipta til dæmis bakinu út fyrir trébak sem er dýrara. Þá er ekki allur stóllinn ónýtur.“ Erla hefur ekki nákvæma tölu á stólunum í salnum, né því hversu stóran samning var um að ræða. „En þetta hjálpar auðvitað eitthvað,“ segir hún. Stóllinn er víðar en bara í Kaupmannahöfn, til dæmis má sjá hann í Alþingisskálanum og Viðeyjarstofu, auk þess sem hægt er að kaupa hann hjá Sóló-húsgögnum á Íslandi og í Epal. En hvaðan kemur nafnið? „Það er nú það. Bessastöðum? Eitthvað varð gripurinn að heita og þetta nafn er líka þjált á dönsku,“ segir Erla.stigur@frettabladid.id
Loftslagsmál Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira