Nóbelsverðlaun í bókmenntum 9. október 2009 06:00 Herta Müller. Rúmenska skáldkonan Herta Müller hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels í gær. Müller er fædd í Nitchidorf í Rúmeníu árið 1953 og tilheyrir þýskumælandi minnihlutahóp þar í landi. Faðir hennar barðist með þýska hernum og móðirin var flutt nauðungarflutningum til Sovétríkjanna í stríðslok og vann þar í þrælabúðum í fimm ár. Herta nam þýskar og rúmenskar bókmenntir við háskólann í Timisoara og hóf upp úr því að skrifa smásögur, sem gefnar voru út á bók árið 1982. Hún var tæplega þrítug og sætti þegar ritskoðun rúmenskra stjórnvalda, var hluti af hóp þýskumælandi höfunda sem kallaði sig Aktionsgruppe Banat. Árið 1984 var bókin gefin út óritskoðuð í Þýskalandi. Þremur árum síðar flúðu Müller og eiginmaður hennar síðan land árið 1987 af ótta við aðgerðir rúmensku leynilögreglunnar. Hennar höfuðverk er talið vera skáldsagan Der Fuchs war damals schon der Jäger, sem kom út 1992. Bókin kom út hér á landi í þýðingu Franz Gíslasonar undir heitinu Ennislokkur einvaldsins. Bókin fjallar um lokadaga kommúnistaeinræðisins í Rúmeníu. Í tilkynningu akademíunnar segir að Müller hafi dregið upp mynd af landslagi hinna landlausu með einbeitni ljóðsins og hreinskilni hins lausa máls. Nóbelsverðlaun Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Halla á hátíðarsýningu Attenborough Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Rúmenska skáldkonan Herta Müller hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels í gær. Müller er fædd í Nitchidorf í Rúmeníu árið 1953 og tilheyrir þýskumælandi minnihlutahóp þar í landi. Faðir hennar barðist með þýska hernum og móðirin var flutt nauðungarflutningum til Sovétríkjanna í stríðslok og vann þar í þrælabúðum í fimm ár. Herta nam þýskar og rúmenskar bókmenntir við háskólann í Timisoara og hóf upp úr því að skrifa smásögur, sem gefnar voru út á bók árið 1982. Hún var tæplega þrítug og sætti þegar ritskoðun rúmenskra stjórnvalda, var hluti af hóp þýskumælandi höfunda sem kallaði sig Aktionsgruppe Banat. Árið 1984 var bókin gefin út óritskoðuð í Þýskalandi. Þremur árum síðar flúðu Müller og eiginmaður hennar síðan land árið 1987 af ótta við aðgerðir rúmensku leynilögreglunnar. Hennar höfuðverk er talið vera skáldsagan Der Fuchs war damals schon der Jäger, sem kom út 1992. Bókin kom út hér á landi í þýðingu Franz Gíslasonar undir heitinu Ennislokkur einvaldsins. Bókin fjallar um lokadaga kommúnistaeinræðisins í Rúmeníu. Í tilkynningu akademíunnar segir að Müller hafi dregið upp mynd af landslagi hinna landlausu með einbeitni ljóðsins og hreinskilni hins lausa máls.
Nóbelsverðlaun Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Halla á hátíðarsýningu Attenborough Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira