Handbolti

Haukar unnu örugglega unglingaliðaslaginn við Val

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sigurbergur Sveinsson skoraði 8 mörk úr 10 skotum í dag.
Sigurbergur Sveinsson skoraði 8 mörk úr 10 skotum í dag.
Haukar tryggðu sér sæti í úrslitaleik karla í Flugfélags Íslands Deildarbikarnum með 29-22 sigri á Val á Strandgötu. Bæðu liðin hvíldu eldri leikmenn sína í leiknum og ungir strákar liðanna voru í aðalhlutverkum í leiknum.

Haukar tóku fljótlega frumkvæðið í leiknum undir forustu Sigurbergs Sveinssonar sem skoraði sex af fyrstu tíu mörkum liðsins. Haukar komust í 9-6 og 13-10 og voru 15-12 yfir í hálfleik.

Haukar byrjuðu seinni hálfleikinn vel og náðu fljótlega fimm marka forskoti, 18-13, en í kjölfarið skoruðu liðin ekki í langan tíma. Sigurbergur braut hinsvegar múrinn og kom Haukum sex mörkum yfir í fyrsta sinn, 19-13, og sigur Hauka var ekki í mikilli hættu eftir það.

Valsmenn opinberuðu reynsluleysið sitt í seinni hálfleik með mýmörgum mistökum og skoruðu sem dæmi aðeins tvö mörk á fyrstu fimmtán mínútum í hálfleiknum. Haukavörnin og Aron Rafn Eðvarðsson voru líka í miklu stuði á þessum kafla þar sem úrslit leiksins réðust.

Haukar eru því komnir í úrslitaleikinn í deildarbikarnum þriðja árið í röð en þeir hafa tapað fyrir Fram síðustu tvö ár. Nú mæta þeir annaðhvort FH eða Akureyri sem mætast í hinum undanúrslitaleiknum á eftir.

Haukar-Valur 29-22 (15-12)

Mörk Hauka: Sigurbergur Sveinsson 8, Þórður Rafn Guðmundsson 5, Björgvin Þór Hólmgeirsson 5, Stefán Rafn Sigurmansson 2, Guðmundur Árni Ólafsson 2, Jóhann Ingi Jónsson 2, Einar Pétur Pétursson 2, Elías Már Halldórsson 1, Pétur Pálsson 1, Sigurður Guðjónsson 1.

Mörk Vals: Árni Alexander Baldvinsson 5, Atli Már Báruson 5, Fannar Þór Friðgeirsson 4, Sveinn Aron Sveinsson 3, Arnar Guðmundsson 2, Gunnar Harðarson, Gunnar Ingi Jóhannsson 1, Orri Freyr Gíslason 1.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×