Tuðland Dr. Gunni skrifar 14. maí 2009 00:01 Að búa á Íslandi er eins og að búa í blokk sem er með húsfélagsfund á hverju kvöldi til að ræða hvernig teppið í stigaganginum á að vera á litinn. Það eru alltaf einhver mál „á dagskrá", sem ég á að hafa skoðun á. Einu sinni varð ég að hafa skoðun á því hvort flugvöllurinn ætti að vera áfram í Vatnsmýri eða fara eitthvert - og þá hvert? Eins og mér væri ekki drullusama. En auðvitað þorði ég ekki að segja það. Að vera sama þykir að viðurkenna að maður sé bjáni. Þegar um málið hafði verið tuðað árum saman boðaði Ingibjörg Sólrún loks til kosninga um það. Ég man eftir því þegar ég kaus. Það var glampandi sól og mér leið eins og fífli þegar ég var búinn að kjósa. Að láta hafa mig út í þetta! Samt man ég ekkert hvort ég kaus. Líklega vildi ég flugvöllinn burt því það átti að vera svo rosalega flott þekkingarþorp þarna í Vatnsmýrinni. Allir með latté í frauðmálum að gera eitthvað rosa merkilegt þekkingar-eitthvað. Það er tuðað fram og aftur, út og suður, upp og niður, en að lokum er það bara tíminn sem kemur með niðurstöðuna. Er Davíð Oddsson snillingur eða fól? Er Bónus bjargvættur alþýðunnar eða Satan sjálfur? Alveg er ég viss um að tíminn kemst að niðurstöðu um þetta, eins og hann komst að niðurstöðu um herinn á Miðnesheiði. Og ekki var nú lítið tuðað um hann. Tuðlendingar fá aldrei nóg af tuðinu í heitu pottunum. Tuðið fékk vítamínsprautu í rassinn þegar Tuðmenn föttuðu bloggið. Og þú getur rétt ímyndað þér allt tuðið sem er fram undan. Evrópusambandið: Ertu með eða á móti? Og síðast en ekki síst: Hverjum er bankahrunið um að kenna? Ríku gráðugu körlunum? Þér sjálfum af því þú trúðir fagurgalanum og tókst myntkörfulán? Ætli það sé tuðað jafn mikið í öðrum þjóðfélögum og hér? Ætli annars staðar skiptist þjóðirnar reglulega í tvær tuðandi fylkingar? Er kannski séns að einhvers staðar sé hægt að komast í gegnum árið án allra þessara húsfélagsfunda? Þú veist, bara hafa það fínt á venjulegum dagvinnulaunum og hafa þak yfir höfuðið án þess að hneppa sig í þrældóm til æviloka. Og vera laus við tuðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dr. Gunni Mest lesið Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun
Að búa á Íslandi er eins og að búa í blokk sem er með húsfélagsfund á hverju kvöldi til að ræða hvernig teppið í stigaganginum á að vera á litinn. Það eru alltaf einhver mál „á dagskrá", sem ég á að hafa skoðun á. Einu sinni varð ég að hafa skoðun á því hvort flugvöllurinn ætti að vera áfram í Vatnsmýri eða fara eitthvert - og þá hvert? Eins og mér væri ekki drullusama. En auðvitað þorði ég ekki að segja það. Að vera sama þykir að viðurkenna að maður sé bjáni. Þegar um málið hafði verið tuðað árum saman boðaði Ingibjörg Sólrún loks til kosninga um það. Ég man eftir því þegar ég kaus. Það var glampandi sól og mér leið eins og fífli þegar ég var búinn að kjósa. Að láta hafa mig út í þetta! Samt man ég ekkert hvort ég kaus. Líklega vildi ég flugvöllinn burt því það átti að vera svo rosalega flott þekkingarþorp þarna í Vatnsmýrinni. Allir með latté í frauðmálum að gera eitthvað rosa merkilegt þekkingar-eitthvað. Það er tuðað fram og aftur, út og suður, upp og niður, en að lokum er það bara tíminn sem kemur með niðurstöðuna. Er Davíð Oddsson snillingur eða fól? Er Bónus bjargvættur alþýðunnar eða Satan sjálfur? Alveg er ég viss um að tíminn kemst að niðurstöðu um þetta, eins og hann komst að niðurstöðu um herinn á Miðnesheiði. Og ekki var nú lítið tuðað um hann. Tuðlendingar fá aldrei nóg af tuðinu í heitu pottunum. Tuðið fékk vítamínsprautu í rassinn þegar Tuðmenn föttuðu bloggið. Og þú getur rétt ímyndað þér allt tuðið sem er fram undan. Evrópusambandið: Ertu með eða á móti? Og síðast en ekki síst: Hverjum er bankahrunið um að kenna? Ríku gráðugu körlunum? Þér sjálfum af því þú trúðir fagurgalanum og tókst myntkörfulán? Ætli það sé tuðað jafn mikið í öðrum þjóðfélögum og hér? Ætli annars staðar skiptist þjóðirnar reglulega í tvær tuðandi fylkingar? Er kannski séns að einhvers staðar sé hægt að komast í gegnum árið án allra þessara húsfélagsfunda? Þú veist, bara hafa það fínt á venjulegum dagvinnulaunum og hafa þak yfir höfuðið án þess að hneppa sig í þrældóm til æviloka. Og vera laus við tuðið.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun