Lækningar og saga Þorvaldur Gylfason skrifar 27. ágúst 2009 06:00 Efnahagslíf heimsins hefur löngum markazt af miklum sveiflum. Í Bandaríkjunum gat framleiðsla á mann rokið upp um 10% eitt árið og hrapað um 5-10% önnur ár. Fjármálakreppur skullu á með 20 ára millibili eða þar um bil allar götur frá 1790 til 1929, þegar heimskreppan hélt innreið sína. Landsframleiðsla Bandaríkjanna skrapp saman um þriðjung 1929-33, og atvinnuleysi náði til fjórðungs mannaflans 1933. Evrópu reiddi engu betur af. SveiflujöfnunHeimskreppan 1929-39 kallaði á tvíþætt viðbrögð. Í fyrsta lagi hófu stjórnvöld smám saman að beita skipulegum aðgerðum í ríkisfjármálum og peningamálum til að jafna hagsveiflur og halda aftur af atvinnuleysi, fyrst í Svíþjóð eftir 1930 og síðan í Bandaríkjunum eftir 1960. Þetta bar tilætlaðan árangur. Hagsveiflur eftir heimsstyrjöldina síðari voru miklum mun mildari en þær höfðu verið fram að stríði. Niðursveiflurnar eftir stríð voru lægðir frekar en kreppur og ollu tiltölulega litlu tjóni. Það stafar einkum af því, að ólíkt heimskreppunni var lægðunum eftir stríð mætt með markvissum gagnráðstöfunum í peningamálum og ríkisfjármálum. Fyrir kreppu voru umsvif ríkisins sáralítil vestra.Eftir stríð jukust ríkisumsvifin með hækkun tekjuskatts, atvinnuleysisbótum og annarri félagsaðstoð, svo að léttari skattbyrði og aukin félagshjálp milduðu sjálfkrafa áhrif skakkafalla á fólk og fyrirtæki. FjármálaeftirlitMeiri stöðugleiki í efnahagslífinu eftir stríð á sér að auki aðra skýringu. Bandaríkjaþing lögfesti 1933 innistæðutryggingar og fjármálaeftirlit til að draga úr líkum annars bankahruns. Roosevelt forseti og þingið skildu, að tryggðir bankar eru hættulegir, þar eð innistæðutryggingin hvetur þá til að taka of mikla áhættu í þeirri lögvörðu von og vissu, að ríkið komi þeim til bjargar, ef í nauðir skyldi reka. Með nýjum lögum (kenndum við þingmennina Glass og Steagall) var reistur traustur eldveggur milli viðskiptabankastarfsemi og fjárfestingarbankastarfsemi til að firra venjulega viðskiptavini hættunni á að þurfa að axla tap vegna óskylds fjárfestingarbankabrasks.Bankar eru í aðstöðu til að varpa þungum byrðum á saklausa vegfarendur eins og mikill fjöldi innlendra og erlendra viðskiptavina íslenzkra banka hefur nú fengið að reyna á eigin skinni. Þess vegna verða innistæðutryggingar að haldast í hendur við strangt fjármálaeftirlit til að halda bönkum í skefjum. Þetta tókst vel eftir stríð. Fyrsta fjármálakreppan í Bandaríkjunum eftir heimskreppuna skall á 1987, þegar verðmæti hlutabréfa á Wall Street lækkaði um fjárhæð, sem nam fjórðungi landsframleiðslunnar, en samt ekki nema 2% af þjóðarauðnum. Seðlabanki Bandaríkjanna veitti þá nýju fé inn í hagkerfið, sem komst fljótlega á réttan kjöl.Sagan sýnir, að öflugt fjármálaeftirlit ásamt innistæðutryggingum og markviss sveiflujöfnun hafa dugað til að koma í veg fyrir nýja heimskreppu. Hagfræðingar hafa þó sumir lagzt gegn fjármálaeftirliti og sveiflujöfnun meðal annars með þeim rökum, að slíkum afskiptum fylgi hætta á auknum umsvifum ríkisins á kostnað einkaframtaks. Þessi rök gegn sveiflujöfnun náðu ekki eyrum flestra þeirra, sem stýra fjármálum og peningamálum, en rökin gegn fjármálaeftirliti sannfærðu Bandaríkjaþing um, að rétt væri að rífa niður eldvegginn milli viðskiptabanka og fjárfestingarbanka 1999 (með lögum kenndum við þingmennina Gramm, Leach og Bliley). Hefði skilvirk sveiflujöfnun lotið í lægra haldi á vettvangi stjórnmálanna líkt og öflugt fjármálaeftirlit þurfti að víkja, hefði kreppan nú getað snúizt upp í nýja heimskreppu, en svo fór ekki. BólusetningNú ætla ég einmitt ekki að skipta um umræðuefni. Evrópa og þá einnig Ísland máttu þola síendurteknar farsóttir að minnsta kosti frá Svarta dauða 1347-51 og síendurteknum bólusóttarfaröldrum fram að Spænsku veikinni 1918-20 og berklafaraldrinum, sem náði hámarki hér heima á fjórða áratug síðustu aldar. Norður-Ameríka mátti með líku lagi þola tíða faraldra skæðra smitsjúkdóma frá öndverðu fram að Spænsku veikinni, síðustu farsóttinni, sem herjaði á Bandaríkin, Kanada og Evrópu, þar til alnæmisveiran skaut sér niður um 1980.Frá 1920 hafa Evrópa og Norður-Ameríka verið laus undan oki langdrægra farsótta, ef eyðniveiran ein er undanskilin. Svo er fyrir að þakka skilvirkri bólusetningu og öðrum ónæmisaðgerðum læknisfræðinnar. Bólusetning gegn skæðum sjúkdómum er skylda í sumum löndum, en ekki í öðrum. Skyldubólusetning hefur dregið mjög úr útbreiðslu sumra smitsjúkdóma og upprætt aðra. Samt er enn til fólk, sem berst gegn skyldubólusetningu og ber fyrir sig siðferðissjónarmið, stjórnmál, trú, vísindi og öryggi. Þetta fólk stuðlar ekki að bættri lýðheilsu. Baráttan heldur áfram. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun
Efnahagslíf heimsins hefur löngum markazt af miklum sveiflum. Í Bandaríkjunum gat framleiðsla á mann rokið upp um 10% eitt árið og hrapað um 5-10% önnur ár. Fjármálakreppur skullu á með 20 ára millibili eða þar um bil allar götur frá 1790 til 1929, þegar heimskreppan hélt innreið sína. Landsframleiðsla Bandaríkjanna skrapp saman um þriðjung 1929-33, og atvinnuleysi náði til fjórðungs mannaflans 1933. Evrópu reiddi engu betur af. SveiflujöfnunHeimskreppan 1929-39 kallaði á tvíþætt viðbrögð. Í fyrsta lagi hófu stjórnvöld smám saman að beita skipulegum aðgerðum í ríkisfjármálum og peningamálum til að jafna hagsveiflur og halda aftur af atvinnuleysi, fyrst í Svíþjóð eftir 1930 og síðan í Bandaríkjunum eftir 1960. Þetta bar tilætlaðan árangur. Hagsveiflur eftir heimsstyrjöldina síðari voru miklum mun mildari en þær höfðu verið fram að stríði. Niðursveiflurnar eftir stríð voru lægðir frekar en kreppur og ollu tiltölulega litlu tjóni. Það stafar einkum af því, að ólíkt heimskreppunni var lægðunum eftir stríð mætt með markvissum gagnráðstöfunum í peningamálum og ríkisfjármálum. Fyrir kreppu voru umsvif ríkisins sáralítil vestra.Eftir stríð jukust ríkisumsvifin með hækkun tekjuskatts, atvinnuleysisbótum og annarri félagsaðstoð, svo að léttari skattbyrði og aukin félagshjálp milduðu sjálfkrafa áhrif skakkafalla á fólk og fyrirtæki. FjármálaeftirlitMeiri stöðugleiki í efnahagslífinu eftir stríð á sér að auki aðra skýringu. Bandaríkjaþing lögfesti 1933 innistæðutryggingar og fjármálaeftirlit til að draga úr líkum annars bankahruns. Roosevelt forseti og þingið skildu, að tryggðir bankar eru hættulegir, þar eð innistæðutryggingin hvetur þá til að taka of mikla áhættu í þeirri lögvörðu von og vissu, að ríkið komi þeim til bjargar, ef í nauðir skyldi reka. Með nýjum lögum (kenndum við þingmennina Glass og Steagall) var reistur traustur eldveggur milli viðskiptabankastarfsemi og fjárfestingarbankastarfsemi til að firra venjulega viðskiptavini hættunni á að þurfa að axla tap vegna óskylds fjárfestingarbankabrasks.Bankar eru í aðstöðu til að varpa þungum byrðum á saklausa vegfarendur eins og mikill fjöldi innlendra og erlendra viðskiptavina íslenzkra banka hefur nú fengið að reyna á eigin skinni. Þess vegna verða innistæðutryggingar að haldast í hendur við strangt fjármálaeftirlit til að halda bönkum í skefjum. Þetta tókst vel eftir stríð. Fyrsta fjármálakreppan í Bandaríkjunum eftir heimskreppuna skall á 1987, þegar verðmæti hlutabréfa á Wall Street lækkaði um fjárhæð, sem nam fjórðungi landsframleiðslunnar, en samt ekki nema 2% af þjóðarauðnum. Seðlabanki Bandaríkjanna veitti þá nýju fé inn í hagkerfið, sem komst fljótlega á réttan kjöl.Sagan sýnir, að öflugt fjármálaeftirlit ásamt innistæðutryggingum og markviss sveiflujöfnun hafa dugað til að koma í veg fyrir nýja heimskreppu. Hagfræðingar hafa þó sumir lagzt gegn fjármálaeftirliti og sveiflujöfnun meðal annars með þeim rökum, að slíkum afskiptum fylgi hætta á auknum umsvifum ríkisins á kostnað einkaframtaks. Þessi rök gegn sveiflujöfnun náðu ekki eyrum flestra þeirra, sem stýra fjármálum og peningamálum, en rökin gegn fjármálaeftirliti sannfærðu Bandaríkjaþing um, að rétt væri að rífa niður eldvegginn milli viðskiptabanka og fjárfestingarbanka 1999 (með lögum kenndum við þingmennina Gramm, Leach og Bliley). Hefði skilvirk sveiflujöfnun lotið í lægra haldi á vettvangi stjórnmálanna líkt og öflugt fjármálaeftirlit þurfti að víkja, hefði kreppan nú getað snúizt upp í nýja heimskreppu, en svo fór ekki. BólusetningNú ætla ég einmitt ekki að skipta um umræðuefni. Evrópa og þá einnig Ísland máttu þola síendurteknar farsóttir að minnsta kosti frá Svarta dauða 1347-51 og síendurteknum bólusóttarfaröldrum fram að Spænsku veikinni 1918-20 og berklafaraldrinum, sem náði hámarki hér heima á fjórða áratug síðustu aldar. Norður-Ameríka mátti með líku lagi þola tíða faraldra skæðra smitsjúkdóma frá öndverðu fram að Spænsku veikinni, síðustu farsóttinni, sem herjaði á Bandaríkin, Kanada og Evrópu, þar til alnæmisveiran skaut sér niður um 1980.Frá 1920 hafa Evrópa og Norður-Ameríka verið laus undan oki langdrægra farsótta, ef eyðniveiran ein er undanskilin. Svo er fyrir að þakka skilvirkri bólusetningu og öðrum ónæmisaðgerðum læknisfræðinnar. Bólusetning gegn skæðum sjúkdómum er skylda í sumum löndum, en ekki í öðrum. Skyldubólusetning hefur dregið mjög úr útbreiðslu sumra smitsjúkdóma og upprætt aðra. Samt er enn til fólk, sem berst gegn skyldubólusetningu og ber fyrir sig siðferðissjónarmið, stjórnmál, trú, vísindi og öryggi. Þetta fólk stuðlar ekki að bættri lýðheilsu. Baráttan heldur áfram.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun