Körfubolti

Lið Benedikts hafa aldrei náð að sópa seríu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Benedikt Guðmundsson, þjálfari deildarmeistara KR.
Benedikt Guðmundsson, þjálfari deildarmeistara KR. Mynd/Daníel

Benedikt Guðmundsson, þjálfari deildarmeistara KR, á góða möguleika á að að stýra liði sínu til 2-0 sigurs í einvígi sínu á móti Breiðabliki í átta liða úrslitum úrslitakeppni Iceland Express deildar karla en það er eitthvað sem hann hefur aldrei náð á ferli sínum sem þjálfari í úrvalsdeild.

KR vann báða leikina við Breiðablik í deildinni í vetur með 33 stigum eða meira og ætti að öllu eðlilegu að fara auðveldlega inn í undanúrslitin.

KR vann fyrri leikinn í Smáranum með 36 stigum þar sem byrjunarliðið spilaði lítið sem ekkert í seinni hálfleik og vann seinni leikinn í DHL-Höllinni með 33 stigum þrátt fyrir að hvorki Jón Arnór Stefánsson eða Helgi Már Magnússon hafi spilað með.

Þetta verður tíunda einvígi liða Benedikts Guðmundssonar í úrslitakeppni og hann hefur stýrt sínum liðum til sigurs í fjórum af níu einvígum. Lið Benedikts hafa samtals unnið 13 af 29 leikjum undir hans stjórn í úrslitakeppni.

Einvígi liða Benedikts Guðmundssonar í úrslitakeppni:

8 liða úrslit 1996 (með KR) 1-2 tap fyrir Keflavík

8 liða úrslit1998 (Grindavík) 1-2 tap fyrir ÍA

8 liða úrslit 2005 (Fjölnir) 2-1 sigur á Skallagrími

Undanúrslit 2005 (Fjölnir) 0-3 tap fyrir Snæfelli

8 liða úrslit 2006 (Fjölnir) 0-2 tap fyrir Keflavík

8 liða úrslit 2007 (KR) 2-1 sigur á ÍR

Undanúrslit 2007 (KR) 3-2 sigur á Snæfelli

Lokaúrslit 2007 (KR) 3-1 sigur á Njarðvík

8 liða úrslit 2008 (KR) 1-2 tap fyrir ÍR

Samtals: 9 einvígi, 4 unnin, 13 sigrar í 29 leikjum






Fleiri fréttir

Sjá meira


×