Skagamenn slegnir út af laginu - 3-0 tap fyrir Þór í 1. deildinni Hjalti Þór Hreinsson skrifar 10. maí 2009 16:14 Arnar á hliðarlínunni í dag. Guðjón Heiðar liggur meiddur á vellinum. Vísir.is/Hjalti Þór Flestir spáðu Skagamönnum rakleiðis upp í efstu deild karla í knattspyrnu en eftir fall síðasta sumar fer tímabil þeirra í 1. deildinni ekki vel af stað. Stuðningsmenn Þórs sáu ástæðu til að biðja þá afsökunar á fýluferðinni norður á Akureyri þar sem sprækir Þórsarar unnu öruggan 3-0 sigur á heillum horfnum Skagamönnum. Þórsarar gáfu tóninn strax á annarri mínútu þegar hripleg Skagavörnin hleypti Einari Sigþórssyni í gegn en skot hans fór í slána. Skagamenn fengu fínt fyrir eftir korter til að komast yfir en Andri Júlíusson, fyrrum leikmaður KA, lét Atla Má Rúnarsson verja frá sér úr dauðafæri. Fyrsta markið kom eftir rúman hálftíma. Einar þrumaði boltanum þá upp í þaknetið af stuttu færi eftir hornspyrnu. Bæði lið fengu fleiri færi í fyrri hálfleik til að skora en Þórsarar leiddu 1-0 í hálfleik. Í upphafi síðari hálfleiks mættu Skagamenn ákveðnir til leiks. Andri skaut yfir úr öðru dauðafæri, einn gegn markmanni og var það vendipunktur leiksins þegar Jóhann Helgi Hannesson setti boltann í netið eftir frábæran sprett Óttós Hólms Reynissonar. 2-0 fyrir Þór. Strax eftir markið komst Ottó Hólm einn í gegn en hann skaut framhjá þegar hann gat gert út um leikinn. Skagamenn voru meira með boltann en gekk illa að skapa sér færi. Sveinn Elías Jónsson skoraði svo þriðja markið með skalla af nærstönginni eftir horn og fullkomnaði þannig niðurlægingu Skagamanna. ÍA lék ekki vel í dag. Þeir voru étnir á miðjunni en kantmenn þeirra hjálpuðu þeim Bjarka Gunnlaugssyni og Helga Pétri Magnússyni lítið á miðjunni. Andri var einangraðir í sókninni en hefði átt að skora. Vörnin var slök, Árni Thor virkaði þungur og óöryggi leyndi sér ekki í öftustu línunni. Skagamenn þurfa að girða sig í brók enda með afar öflugt lið í 1. deildinni. Þórarar voru án nokkurra lykilmanna, Aleksander Linta og þjálfarinn Lárus Orri Sigurðsson voru til að mynda báðir fjarri góðu gamni. Þeir eru með marga lipra stráka, Einar og Ottó þar á meðal og Hreinn Hringsson var virkilega öflugur. Tilkoma Óðins Árnasonar í vörnina er svo hvalreki fyrir liðið. Hann batt vörnina afar vel saman. Önnur úrslit úr 1. deild karla í dag eru þau að Ólafsvíkingar unnu Reykvíkinga í uppgjöri Víkingsliðanna tveggja, 1-2 á útivelli. Afturelding gerði góða ferð austur í Fjarðabyggð þar sem það vann heimamenn 0-1. Íslenski boltinn Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Sport Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Sjá meira
Flestir spáðu Skagamönnum rakleiðis upp í efstu deild karla í knattspyrnu en eftir fall síðasta sumar fer tímabil þeirra í 1. deildinni ekki vel af stað. Stuðningsmenn Þórs sáu ástæðu til að biðja þá afsökunar á fýluferðinni norður á Akureyri þar sem sprækir Þórsarar unnu öruggan 3-0 sigur á heillum horfnum Skagamönnum. Þórsarar gáfu tóninn strax á annarri mínútu þegar hripleg Skagavörnin hleypti Einari Sigþórssyni í gegn en skot hans fór í slána. Skagamenn fengu fínt fyrir eftir korter til að komast yfir en Andri Júlíusson, fyrrum leikmaður KA, lét Atla Má Rúnarsson verja frá sér úr dauðafæri. Fyrsta markið kom eftir rúman hálftíma. Einar þrumaði boltanum þá upp í þaknetið af stuttu færi eftir hornspyrnu. Bæði lið fengu fleiri færi í fyrri hálfleik til að skora en Þórsarar leiddu 1-0 í hálfleik. Í upphafi síðari hálfleiks mættu Skagamenn ákveðnir til leiks. Andri skaut yfir úr öðru dauðafæri, einn gegn markmanni og var það vendipunktur leiksins þegar Jóhann Helgi Hannesson setti boltann í netið eftir frábæran sprett Óttós Hólms Reynissonar. 2-0 fyrir Þór. Strax eftir markið komst Ottó Hólm einn í gegn en hann skaut framhjá þegar hann gat gert út um leikinn. Skagamenn voru meira með boltann en gekk illa að skapa sér færi. Sveinn Elías Jónsson skoraði svo þriðja markið með skalla af nærstönginni eftir horn og fullkomnaði þannig niðurlægingu Skagamanna. ÍA lék ekki vel í dag. Þeir voru étnir á miðjunni en kantmenn þeirra hjálpuðu þeim Bjarka Gunnlaugssyni og Helga Pétri Magnússyni lítið á miðjunni. Andri var einangraðir í sókninni en hefði átt að skora. Vörnin var slök, Árni Thor virkaði þungur og óöryggi leyndi sér ekki í öftustu línunni. Skagamenn þurfa að girða sig í brók enda með afar öflugt lið í 1. deildinni. Þórarar voru án nokkurra lykilmanna, Aleksander Linta og þjálfarinn Lárus Orri Sigurðsson voru til að mynda báðir fjarri góðu gamni. Þeir eru með marga lipra stráka, Einar og Ottó þar á meðal og Hreinn Hringsson var virkilega öflugur. Tilkoma Óðins Árnasonar í vörnina er svo hvalreki fyrir liðið. Hann batt vörnina afar vel saman. Önnur úrslit úr 1. deild karla í dag eru þau að Ólafsvíkingar unnu Reykvíkinga í uppgjöri Víkingsliðanna tveggja, 1-2 á útivelli. Afturelding gerði góða ferð austur í Fjarðabyggð þar sem það vann heimamenn 0-1.
Íslenski boltinn Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Sport Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn