Sigmundur Ernir: Stjórnsýslan með klíkukenndum blæ Erla Hlynsdóttir skrifar 13. september 2010 10:09 Sigmundur Ernir segir briddsfélagaandann svífa yfir vötnum í stjórnsýslunni Mynd: GVA „Almennt séð hafa vinnubrögðin á Alþingi komið manni mjög á óvart miðað við það sem maður þekkir utan af akrinum," segir Sigrmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar. Hann undrast mjög hversu hægt það gengur innan Alþingis og innan stjórnsýslunnar að taka ákvarðanir sem virðast liggja beint fyrir og koma þeim í framkvæmd. „Mestan part eru þau föst í gömlu og íhaldssömu fari," segir hann um vinnubrögðin. „Þetta á ekki bara við um störf Alþingis heldur í allri stjórnsýslunni." Sigmundur var gestur Heimis Karlssonar Í bítinu á Bylgjunni í morgun ásamt Vigdísi Hauksdóttur, þingmanni Framsóknarflokksins. Sigmundur segist helst horfa til tveggja atriða sem móta vinnu Alþingis og stjórnsýslunnar til hins verra: „Annars vegar er þetta einfaldlega gamli briddsfélagaandinn sem hefur svifið yfir stjórnsýslunni, þétt og mikil vinátta manna á milli sem hefur gert það að verkum að stjórnsýslan hefur verið svona með klíkukenndum blæ. Síðan hef ég horft til hins sem landsbyggðamaður, af hverju erum við með stjórnsýsluna í einu og sama póstnúmerinu? Af hverju dreifum við þessu ekki frekar um landið eins og margar aðrar þjóðir gera til þess bara að koma í veg fyrir þessa þéttu vinamenningu þar sem allir sitja saman í sömu nefndinni ár eftir ár eftir ár, einfaldlega til þess að losna út úr þessu klíkusamfélagi sem hefur gert margt illt í íslensku samfélagi," segir Sigmundur. Alþingi kemur saman klukkan hálf ellefu og mun þá verða til umræðu skýrsla þingmannanefndar um rannsóknarskýrslu Alþingis. Vakið hefur athygli að þingmenn virðast þar taka ákvarðanir eftir flokkslínu sem þykir dæmigert fyrir þau íhaldssömu vinnubrögð sem tíðkast hafa á Alþingi. Hlusta má á viðtalið í heild sinni með því að smella hér. Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar Sjá meira
„Almennt séð hafa vinnubrögðin á Alþingi komið manni mjög á óvart miðað við það sem maður þekkir utan af akrinum," segir Sigrmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar. Hann undrast mjög hversu hægt það gengur innan Alþingis og innan stjórnsýslunnar að taka ákvarðanir sem virðast liggja beint fyrir og koma þeim í framkvæmd. „Mestan part eru þau föst í gömlu og íhaldssömu fari," segir hann um vinnubrögðin. „Þetta á ekki bara við um störf Alþingis heldur í allri stjórnsýslunni." Sigmundur var gestur Heimis Karlssonar Í bítinu á Bylgjunni í morgun ásamt Vigdísi Hauksdóttur, þingmanni Framsóknarflokksins. Sigmundur segist helst horfa til tveggja atriða sem móta vinnu Alþingis og stjórnsýslunnar til hins verra: „Annars vegar er þetta einfaldlega gamli briddsfélagaandinn sem hefur svifið yfir stjórnsýslunni, þétt og mikil vinátta manna á milli sem hefur gert það að verkum að stjórnsýslan hefur verið svona með klíkukenndum blæ. Síðan hef ég horft til hins sem landsbyggðamaður, af hverju erum við með stjórnsýsluna í einu og sama póstnúmerinu? Af hverju dreifum við þessu ekki frekar um landið eins og margar aðrar þjóðir gera til þess bara að koma í veg fyrir þessa þéttu vinamenningu þar sem allir sitja saman í sömu nefndinni ár eftir ár eftir ár, einfaldlega til þess að losna út úr þessu klíkusamfélagi sem hefur gert margt illt í íslensku samfélagi," segir Sigmundur. Alþingi kemur saman klukkan hálf ellefu og mun þá verða til umræðu skýrsla þingmannanefndar um rannsóknarskýrslu Alþingis. Vakið hefur athygli að þingmenn virðast þar taka ákvarðanir eftir flokkslínu sem þykir dæmigert fyrir þau íhaldssömu vinnubrögð sem tíðkast hafa á Alþingi. Hlusta má á viðtalið í heild sinni með því að smella hér.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar Sjá meira