Höfundur Makalaus byrjuð með Kalla í Baggalút 17. ágúst 2010 17:00 Ást við fyrstu sýn! Tobba Marínós er ekki lengur makalaus en hún er ánægð í faðmi borgarfulltrúans Karls Siguðarsonar. „Jú ég get staðfest það. Við erum að hittast,“ svarar Þorbjörg Marinósdóttir (26), betur þekkt sem Tobba, spurð hvort hún og Karl Sigurðarson (34) borgarfulltrúi Besta flokksins og söngvari hljómsveitarinnar Baggalúts séu par. Athygli vakti þegar Tobba, höfundur bókarinnar Makalaus og einstakur ráðgjafi einhleypra stúlkna á landinu, breytti hjúskaparstöðu sinn frá einhleyp yfir í í sambandi á samkiptasíðunni Facebook í gær. „Við erum búin að vera að hittast síðan seint í sumar og bara smullum strax,“ segir Tobba, í skýjunum með Kalla. „Við erum rosalega ólík en samt svo lík. Okkur finnst til dæmis báðum alveg æðislegt að vera bara heima og spila rommý. En á meðan ég hlusta á FM957 hlustar hann á Rás tvö. Þegar ég fer í spinning á morgnana er hann að drattast heim af ölstofunni,“ segir Tobba hlæjandi og vill meina að þau séu með sama húmor og hlæi mikið þegar þau eru saman. En hvernig kynntust þau? „Sko þetta byrjaði allt þegar ég las frétt eftir kollega minn í Séð og Heyrt, þar sem ég vinn, að Kalli væri eini makalausi borgarfulltrúi Besta flokksins. Ég sá hann svo á Ölstofunni eitt kvöldið og reyndi að koma honum saman við aðra stelpu. Gekk upp að honum með stúlkuna og sagði þeim að kynnast. Hann bara hló að mér og svo fórum við að tala saman. Höfum eiginlega ekki hætt síðan,“ segir Tobba glöð í bragði en hlutirnir hafa æxlast hratt síðan parið hittist. Tobba, býr í Kópavogi, og hefur að eigin sögn aðeins einu sinni náð að lokka miðbæjarmanninn í heimsókn til sín. „Það hefur verið þannig hingað til að ég hef eytt helgunum í Reykjavík en virku dögunum í úthverfinu,“ segir Tobba og bætir við að hún og Karl deili stundum um það hvort sé betra að búa í Kópavogi eða Reykjavík. Tobba lokar ekki á að borgarfulltrúinn nái að lokka hana yfir í höfuðborgina í framtíðinni. Bókin Makalaus hefur notið mikillar velgengni undanfarið og stefnir Tobba á að senda frá sér Makalaus 2 í maí á næsta ári. „Ég er að vinna að framhaldinu og leggst í skriftir þegar um hægist.“ alfrun@frettabladid.is Lífið Menning Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Sjá meira
„Jú ég get staðfest það. Við erum að hittast,“ svarar Þorbjörg Marinósdóttir (26), betur þekkt sem Tobba, spurð hvort hún og Karl Sigurðarson (34) borgarfulltrúi Besta flokksins og söngvari hljómsveitarinnar Baggalúts séu par. Athygli vakti þegar Tobba, höfundur bókarinnar Makalaus og einstakur ráðgjafi einhleypra stúlkna á landinu, breytti hjúskaparstöðu sinn frá einhleyp yfir í í sambandi á samkiptasíðunni Facebook í gær. „Við erum búin að vera að hittast síðan seint í sumar og bara smullum strax,“ segir Tobba, í skýjunum með Kalla. „Við erum rosalega ólík en samt svo lík. Okkur finnst til dæmis báðum alveg æðislegt að vera bara heima og spila rommý. En á meðan ég hlusta á FM957 hlustar hann á Rás tvö. Þegar ég fer í spinning á morgnana er hann að drattast heim af ölstofunni,“ segir Tobba hlæjandi og vill meina að þau séu með sama húmor og hlæi mikið þegar þau eru saman. En hvernig kynntust þau? „Sko þetta byrjaði allt þegar ég las frétt eftir kollega minn í Séð og Heyrt, þar sem ég vinn, að Kalli væri eini makalausi borgarfulltrúi Besta flokksins. Ég sá hann svo á Ölstofunni eitt kvöldið og reyndi að koma honum saman við aðra stelpu. Gekk upp að honum með stúlkuna og sagði þeim að kynnast. Hann bara hló að mér og svo fórum við að tala saman. Höfum eiginlega ekki hætt síðan,“ segir Tobba glöð í bragði en hlutirnir hafa æxlast hratt síðan parið hittist. Tobba, býr í Kópavogi, og hefur að eigin sögn aðeins einu sinni náð að lokka miðbæjarmanninn í heimsókn til sín. „Það hefur verið þannig hingað til að ég hef eytt helgunum í Reykjavík en virku dögunum í úthverfinu,“ segir Tobba og bætir við að hún og Karl deili stundum um það hvort sé betra að búa í Kópavogi eða Reykjavík. Tobba lokar ekki á að borgarfulltrúinn nái að lokka hana yfir í höfuðborgina í framtíðinni. Bókin Makalaus hefur notið mikillar velgengni undanfarið og stefnir Tobba á að senda frá sér Makalaus 2 í maí á næsta ári. „Ég er að vinna að framhaldinu og leggst í skriftir þegar um hægist.“ alfrun@frettabladid.is
Lífið Menning Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Sjá meira