Það verður væntanlega væn biðröð fyrir utan myndasöguverslunina Nexus á morgun. Þá tekur verslunin þátt í hinum alþjóðlega ókeypis myndasögudegi í áttunda skipti.
Dagurinn er haldinn fyrsta laugardaginn í maí ár hvert og taka þúsundir myndasöguverslana þátt. Bandarískir myndasöguútgefendur sérprenta heilan helling af blöðum af þessu tilefni en tilgangurinn er að kynna almenningi myndasögur.
Klukkan 13 byrjar hátíðin í Nexus við Hverfisgötu. Þrátt fyrir það að margir mæti ár hvert fer enginn tómhentur heim, slíkt er magnið af ókeypis blöðum í boði.
Sjá má blöðin sem eru í boði hér á Nexus.is.
Ókeypis myndasögudagurinn á morgun
