Eyjamenn vilja fleiri ferðir Herjólfs 25. ágúst 2010 04:00 Herjólfur Landeyjahöfn hefur dregið gríðarlegan fjölda ferðamanna til Eyja. Fyrir kemur að heimamenn komist ekki með skipinu um helgar vegna ásóknar ferðamanna.Fréttablaðið/Arnþór Vestmanneyingar vilja að ferðum Herjólfs milli Eyja og Landeyjahafnar verði fjölgað. Einungis er mánuður frá því að ný Landeyjahöfn var tekin í notkun og ferðum var fjölgað verulega en bæjarstjóri Vestmannaeyja segir að skipið anni ekki eftirspurn að óbreyttu. Um síðustu mánaðamót gekk í gildi ný Evrópureglugerð sem leiðir til þess að Herjólfi er nú aðeins leyfilegt að flytja 399 farþega í hverri ferð í stað 520 farþega áður, segir Elliði Vignisson bæjarstjóri. Síðastliðinn mánuð hafa 60.000 farþegar siglt milli lands og Eyja. Allt árið á undan voru farþegarnir 127.000 talsins á tólf mánuðum. Farþegafjöldinn síðasta mánuð jafngildir því helmingi farþegafjölda alls síðasta árs. „Skipið ber ekki nóg til að núverandi áætlun dugi,“ segir Elliði. „Það er eingöngu ein leið fær og það er að fjölga ferðum.“ Nú eru farnar þrjár til fimm ferðir daglega, flestar um helgar en fæstar í byrjun viku. Næsta laugardag á 300 manna hópur pantað far með fyrstu ferð dagsins, að sögn Elsu Valgeirsdóttur, framkvæmdastjóra Golfklúbbs Vestmannaeyja. Þetta leiðir til þess að 100 manna hópur sem var búinn að panta rástíma á Golfvelli Vestmannaeyja að morgni laugardagsins kemst ekki út í Eyjar. Elsa segir að það sé bagalegt fyrir ferðaþjónustuaðila í Eyjum hve seint siglingar skipsins hefjist um helgar. Fyrsta ferð er klukkan níu um helgar en klukkan hálfátta virka daga. Best væri að ferðir væru á sama tíma um helgar og virka daga. Elliði segir að Eyjamenn vilji bara að ferðirnar anni eftirspurn, ekkert umfram það. „Orðræðan í gegnum tíðina hefur verið sú að siglingar Herjólfs séu eitthvert einkamál okkar Eyjamanna. Nýtingartölur fyrsta mánuðinn eftir að Landeyjahöfn kom til sýnir að notendurnir eru í hverfandi mæli Eyjamenn. Þessir 60.000 farþegar eru að mestu leyti Íslendingar sem eru að nota skipið sér til skemmtunar og ánægju.“ „Ég er mjög bjartsýnn á að við fáum aukaferð á laugardag,“ segir bæjarstjórinn. „Og ég er bjartsýnn á að samgönguyfirvöld komi til móts við okkur og sjái að það er brýn þörf á að endurskoða áætlunina.“ peturg@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Vestmanneyingar vilja að ferðum Herjólfs milli Eyja og Landeyjahafnar verði fjölgað. Einungis er mánuður frá því að ný Landeyjahöfn var tekin í notkun og ferðum var fjölgað verulega en bæjarstjóri Vestmannaeyja segir að skipið anni ekki eftirspurn að óbreyttu. Um síðustu mánaðamót gekk í gildi ný Evrópureglugerð sem leiðir til þess að Herjólfi er nú aðeins leyfilegt að flytja 399 farþega í hverri ferð í stað 520 farþega áður, segir Elliði Vignisson bæjarstjóri. Síðastliðinn mánuð hafa 60.000 farþegar siglt milli lands og Eyja. Allt árið á undan voru farþegarnir 127.000 talsins á tólf mánuðum. Farþegafjöldinn síðasta mánuð jafngildir því helmingi farþegafjölda alls síðasta árs. „Skipið ber ekki nóg til að núverandi áætlun dugi,“ segir Elliði. „Það er eingöngu ein leið fær og það er að fjölga ferðum.“ Nú eru farnar þrjár til fimm ferðir daglega, flestar um helgar en fæstar í byrjun viku. Næsta laugardag á 300 manna hópur pantað far með fyrstu ferð dagsins, að sögn Elsu Valgeirsdóttur, framkvæmdastjóra Golfklúbbs Vestmannaeyja. Þetta leiðir til þess að 100 manna hópur sem var búinn að panta rástíma á Golfvelli Vestmannaeyja að morgni laugardagsins kemst ekki út í Eyjar. Elsa segir að það sé bagalegt fyrir ferðaþjónustuaðila í Eyjum hve seint siglingar skipsins hefjist um helgar. Fyrsta ferð er klukkan níu um helgar en klukkan hálfátta virka daga. Best væri að ferðir væru á sama tíma um helgar og virka daga. Elliði segir að Eyjamenn vilji bara að ferðirnar anni eftirspurn, ekkert umfram það. „Orðræðan í gegnum tíðina hefur verið sú að siglingar Herjólfs séu eitthvert einkamál okkar Eyjamanna. Nýtingartölur fyrsta mánuðinn eftir að Landeyjahöfn kom til sýnir að notendurnir eru í hverfandi mæli Eyjamenn. Þessir 60.000 farþegar eru að mestu leyti Íslendingar sem eru að nota skipið sér til skemmtunar og ánægju.“ „Ég er mjög bjartsýnn á að við fáum aukaferð á laugardag,“ segir bæjarstjórinn. „Og ég er bjartsýnn á að samgönguyfirvöld komi til móts við okkur og sjái að það er brýn þörf á að endurskoða áætlunina.“ peturg@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira