Haukar sitja sem fyrr á toppi N1-deildar karla eftir fimm marka sigur á botnliði Fram, 30-25.
FH-ingar rifu sig tveimur stigum fram úr Akureyri í Krikanum og Arnór Gunnarsson fór hamförum er Valur marði Gróttu út á Nesi.
Enn einn jafni leikurinn sem Grótta tapar í vetur.
Úrslit kvöldsins:
FH-Akureyri 33-25
Mörk FH (skot): Ólafur Gústafsson 6 (14), Ólafur Guðmundsson 5 (7), Bjarni Fritzson 5/3 (9/3), Ásbjörn Friðriksson 5 (8), Jón H. Gunnarsson 4 (4), Benedikt Kristinsson 4 (6), Bjarki Sigurðsson 1 (5), Ari Þorgeirsson 1 (3), Örn I. Bjarkason 1 (2)
Varin skot: Pálmar Pétursson 24, Daníel Andrésson 4/1.
Mörk Akureyri (skot): Oddur Gretarsson 6/2 (10/3), Heimir Örn Árnason 4 (7), Andri Stefánsson 3 (5/1), Jónatan Magnússon 3/1 (10/2), Guðmundur Helgason 2 (6), Árni Sigtryggsson 2 (11), Hörður Sigþórsson 2 (2), Geir Guðmundsson 1 (1), Hreinn Hauksson 1 (1), Halldór Árnason 1 (1).
Varin skot: Hafþór Einarsson 23, Heimir Örn Árnason 1.
Haukar-Fram 30-25
Mörk Hauka: Guðmundur Árni Ólafsson 9, Sigurbergur Sveinsson 7, Elías Már Halldórsson 3, Björgvin Hólmgeirsson 3, Freyr Brynjarsson 2, Heimir Óli Heimisson 2, Pétur Pálsson 1, Jónatan Jónsson 1, Gísli Jón Þórisson 1, Þórður Guðmundsson 1.
Mörk Fram: Halldór Sigfússon 7, Einar Rafn Eiðsson 6, Haraldur Þorvarðarson 5, Daníel Berg Grétarsson 3, Guðjón Drengsson 1, Andri Berg Haraldsson 1, Róbert Aron Hostert 1, Hákon Stefánsson 1.
Grótta-Valur 26-27
Mörk Gróttu: Finnur Ingi Stefánsson 10, Hjalti Þór Pálmason 4, Anton Rúnarsson 3, Atli Rúnar Steinþórsson 3, Heiðar Þór Aðalsteinsson 2, Jón Karl Björnsson 2, Halldór Ingólfsson 1, Matthías Árni Ingimarsson 1.
Mörk Vals: Arnór Þór Gunnarsson 12, Sigurður Eggertsson 5, Fannar Friðgeirsson 4, Elvar Friðriksson 3, Orri Freyr Gíslason 2, Ingvar Árnason 1.