Körfubolti

Fimm hafa verið með í öllum 11 úrslitaleikjum Keflavíkur og Snæfells

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hlynur Bæringsson er með 13,3 stig og 14,3 fráköst að meðaltali í ellefu úrslitaleikjum Snæfells og Keflavíkur.
Hlynur Bæringsson er með 13,3 stig og 14,3 fráköst að meðaltali í ellefu úrslitaleikjum Snæfells og Keflavíkur. Mynd/Stefán
Keflavík og Snæfell hefja í kvöld sitt fjórða úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn en liðið mættust einnig í lokaúrslitunum 2004, 2005 og 2008. Fimm leikmenn hafa verið með í öllum ellefu leikjum liðanna um Íslandsmeistaratitilinn en bara fjórir þeirra verða með í Toyota-höllinni í Keflavík þegar fyrsti leikurinn hefst klukkan 19.15 í kvöld.

Gunnar Einarsson og Jón Norðdal Hafsteinsson hafa spilað alla 11 leikina fyrir Keflavík og verða einnig með í kvöld. Þriðji Keflvíkingurinn sem hefur spilað alla þessa ellefu leiki er Magnús Þór Gunnarsson en hann er leikmaður Njarðvíkur í dag.

Snæfellingarnir Hlynur Bæringsson og Sigurður Þorvaldsson eru einu Hólmararnir sem hafa verið með í öllum þremur úrslitaeinvígunum og enginn hefur spilað fleiri mínútur í þessum ellefu leikjum en einmitt þeir tveir.

Keflavík hefur unnið 9 af 11 leikjum liðanna í lokaúrslitum þar af 9 af síðustu 10 eftir að Snæfell vann fyrsta leikinn í úrslitaeinvíginu 2004. Keflavík vann 3-1 í einvígunum 2004 og 2005 en sópaði Snæfelli síðan 3-0 út úr lokaúrslitunum fyrir tveimur árum.

Hlynur Bæringsson hefur tekið flest fráköst (157 - 14,3 í leik), er í 2. sæti yfir stoðsendingar (40 - 3,6 í leik)og í 3. sæti í stigum (146 - 13,3 í leik) þegar tekið er saman besti árangur í tölfræðinn í þessum þremur úrslitaeinvígum.

Nick Bradford er bæði stigahæstur (156 - 19,5 í leik) og sá sem hefur gefið flestar stoðsendingar (49 - 6,1 í leik) þrátt fyrir að hafa aðeins verið með í lokaúrslitum 2004 og 2005. Nick datt eins og kunnugt er út úr undanúrslitunum með Njarðvík sem tapaði 1-3 fyrir hans gömlu félögum í Keflavík.

Tölfræði úr einvígum Keflavíkur og Snæfells 2004, 2005 og 2008:

Flestir leikir

Hlynur Bæringsson, Snæfell 11

Sigurður Þorvaldsson, Snæfell 11

Magnús Þór Gunnarsson, Keflavík 11

Jón Norðdal Hafsteinsson, Keflavík 11

Gunnar Einarsson, Keflavík 11

Arnar Freyr Jónsson, Keflavík 10

Nick Bradford, Keflavík 8

Sverrir Þór Sverrisson, Keflavík 8

Flestar mínútur spilaðar

Hlynur Bæringsson, Snæfell 354 (32,2 í leik)

Sigurður Þorvaldsson, Snæfell 325 (29,5 í leik)

Magnús Þór Gunnarsson, Keflavík 307 (27,9 í leik)

Nick Bradford, Keflavík 288 (36,0 í leik)

Jón Norðdal Hafsteinsson, Keflavík 231 (21,0 í leik)

Gunnar Einarsson, Keflavík 219 (19,9 í leik)

Flest stig

Nick Bradford, Keflavík 156 (19,5 í leik)

Magnús Þór Gunnarsson, Keflavík 150 (13,6 í leik)

Hlynur Bæringsson, Snæfell 146 (13,3 í leik)

Sigurður Þorvaldsson, Snæfell 133 (12,1 í leik)

Gunnar Einarsson, Keflavík 110 (10,0 í leik)

Flest fráköst

Hlynur Bæringsson, Snæfell 157 (14,3 í leik)

Nick Bradford, Keflavík 88 (11,0 í leik)

Sigurður Þorvaldsson, Snæfell 60 (5,5 í leik)

Jón Norðdal Hafsteinsson, Keflavík 50 (4,5 í leik)

Flestar stoðsendingar

Nick Bradford, Keflavík 49 (6,1 í leik)

Hlynur Bæringsson, Snæfell 40 (3,6 í leik)

Sverrir Þór Sverrisson, Keflavík 39 (4,9 í leik)

Arnar Freyr Jónsson, Keflavík 35 (3,5 í leik)

Magnús Þór Gunnarsson, Keflavík 34 (3,1 í leik)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×