Það ríkir gleði á heimili hjónanna Manuelu Óskar Harðardóttur og Grétars Rafns Steinssonar í Bolton eftir að þeim fæddist dóttir í vikunni.
Litla stelpan var 13 merkur og 49 sentímetrar og hefur fengið nafnið Elma Rós. Manuela segir frá því á bloggsíðu sinni að Elmu-nafnið komi frá Elmari afa hennar og stóri bróðir nýjasta fjölskyldumeðlimsins hafi valið millinafnið Rós.
„Öllum heilsast vel - og við erum vægast sagt svífandi á stóóóóru bleiku skýi!" segir Manúela.
Hér er hlekkur á bloggsíðu Manúelu en hún var fljót á fætur eftir fæðinguna á þriðjudag og byrjaði að blogga á fullu um tísku- og stjörnuheiminn.