Umfjöllun: Akureyri valtaði yfir Stjörnuna Hjalti Þór Hreinsson skrifar 12. mars 2010 21:00 Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Akureyringa. Fréttablaðið Leikur Akureyrar á Stjörnunni í N-1 deild karla í handbolta í kvöld var aldrei spennandi. Akureyri vann með fimmtán marka mun og gerði hreinlega lítið úr arfaslökum Garðbæingum. Lokatölur 36-21 sem segir margt um leikinn. Staðan var þó 10-10 eftir jafna byrjun. Stjörnumenn voru raunar tveimur mörkum yfir, Svavar var góður í markinu og vörn Akureyrar hriplek. Þeir byrjuðu í 3-2-1 vörn en skiptu svo yfir í 6-0 vörn sem gerði gæfumuninn. Akureyri leiddi 20-12 í hálfleik. Stjörnumenn léku vel í fimmtán mínútur en skoruðu aðeins ellefu mörk eftir það. Þeir köstuðu boltanum ítrekað frá sér, fengu á sig skref og önnur brot í sókninni og það sást vel að þjálfari liðsins, Patrekur Jóhannesson, átti varla orð yfir mörgum mistakanna. Svo sannarlega byrjendaklassi á liðinu á löngum köflum. Akureyringar fengu vörnina í gang en hún er klárlega aðalsmerki liðsins. Sóknir liðsins eru oft stirðar þegar þeir þurfa að stilla upp en þeir eru með frábært hraðaupphlaupslið. Seinni hálfleikur var eiginlega leiðinlegur á að horfa. Hvorugt liðið gaf allt í leikinn en Akureyri vann samt með fimmtán marka mun. Þrátt fyrir ungan aldur liðsins á tímabili var Akureyri alltaf miklu betra liðið í seinni hálfleiknum. Bergvin Gíslason kom sterkur inn og Geir Guðmundsson var góður. Hinn síungi Hafþór Einarsson lokaði markinu líka vel í seinni hálfleik. Oddur Gretarsson var enn og aftur í sérklassa, þessi frábæri leikmaður tók ekkert aukalega fyrir að skora tólf mörk í kvöld. Stjörnumenn geta þakkað Svavari Ólafssyni markmanni fyrir að hafa varið vel. Hann bjargaði liðinu frá 20 marka tapi. Niðurlægingin engu að síður algjör. Stjarnan berst nú fyrir lífi sínu í deildinni. Neðsta liðið fellur, það næst neðsta fer í úrslitakeppni um sæti í deildinni, en liðið í sjötta sæti bjargar sér. Stjarnan er í sjöunda sætinu núna, sitt hvoru megin við Gróttu og Fram. Akureyri er aftur á móti í öðru sætinu, fjórum stigum á eftir Haukum.Akureyri-Stjarnan 36-21 (20-12)Mörk Akureyrar (skot): Oddur Gretarsson 12/5 (14), Geir Guðmundsson 6 (10), Heimir Örn Árnason 5 (7), Bergvin Gíslason 5 (7), Hörður F. Sigþórsson 4 (8), Halldór Logi Árnason 1 (1), Hreinn Þór Hauksson 1 (1), Guðmundur H. Helgason 1 (2), Árni Þór Sigtryggsson 1 (7).Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 12/1 (28) 43%, Hafþór Einarsson 7/1 (11) 64%.Hraðaupphlaup: 12 (Oddur 3, Hörður 3, Bergvin 2, Geir 2, Hreinn, Heimir).Fiskuð víti: 4 (Hörður 2, Jónatan, Hreinn).Utan vallar: 14 mín.Mörk Stjörnunnar (skot): Tandri Konráðsson 4 (7), Víglundur Þórsson 3/3 (10/4), Þórólfur Nielsen 3/2 (12/3), Daníel Einarsson 3 (5), Sverrir Eyjólfsson 2 (4), Kristján Kristjánsson 2 (5), Jón Arnar Jónsson 2 (6), Sigurður Helgason 1 (1).Varin skot: Svavar Már Ólafsson 20 (50) 40%, Viktor Alex 1 (7) 14%Hraðaupphlaup: 3 (Kristján, Sigurður, Daníel).Fiskuð víti: 6 (Þórólfur 2, Víglundur 2, Sigurður, Daníel).Utan vallar: 8 mín.Dómarar: Gísli Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson. Mjög góðir. Olís-deild karla Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Sjá meira
Leikur Akureyrar á Stjörnunni í N-1 deild karla í handbolta í kvöld var aldrei spennandi. Akureyri vann með fimmtán marka mun og gerði hreinlega lítið úr arfaslökum Garðbæingum. Lokatölur 36-21 sem segir margt um leikinn. Staðan var þó 10-10 eftir jafna byrjun. Stjörnumenn voru raunar tveimur mörkum yfir, Svavar var góður í markinu og vörn Akureyrar hriplek. Þeir byrjuðu í 3-2-1 vörn en skiptu svo yfir í 6-0 vörn sem gerði gæfumuninn. Akureyri leiddi 20-12 í hálfleik. Stjörnumenn léku vel í fimmtán mínútur en skoruðu aðeins ellefu mörk eftir það. Þeir köstuðu boltanum ítrekað frá sér, fengu á sig skref og önnur brot í sókninni og það sást vel að þjálfari liðsins, Patrekur Jóhannesson, átti varla orð yfir mörgum mistakanna. Svo sannarlega byrjendaklassi á liðinu á löngum köflum. Akureyringar fengu vörnina í gang en hún er klárlega aðalsmerki liðsins. Sóknir liðsins eru oft stirðar þegar þeir þurfa að stilla upp en þeir eru með frábært hraðaupphlaupslið. Seinni hálfleikur var eiginlega leiðinlegur á að horfa. Hvorugt liðið gaf allt í leikinn en Akureyri vann samt með fimmtán marka mun. Þrátt fyrir ungan aldur liðsins á tímabili var Akureyri alltaf miklu betra liðið í seinni hálfleiknum. Bergvin Gíslason kom sterkur inn og Geir Guðmundsson var góður. Hinn síungi Hafþór Einarsson lokaði markinu líka vel í seinni hálfleik. Oddur Gretarsson var enn og aftur í sérklassa, þessi frábæri leikmaður tók ekkert aukalega fyrir að skora tólf mörk í kvöld. Stjörnumenn geta þakkað Svavari Ólafssyni markmanni fyrir að hafa varið vel. Hann bjargaði liðinu frá 20 marka tapi. Niðurlægingin engu að síður algjör. Stjarnan berst nú fyrir lífi sínu í deildinni. Neðsta liðið fellur, það næst neðsta fer í úrslitakeppni um sæti í deildinni, en liðið í sjötta sæti bjargar sér. Stjarnan er í sjöunda sætinu núna, sitt hvoru megin við Gróttu og Fram. Akureyri er aftur á móti í öðru sætinu, fjórum stigum á eftir Haukum.Akureyri-Stjarnan 36-21 (20-12)Mörk Akureyrar (skot): Oddur Gretarsson 12/5 (14), Geir Guðmundsson 6 (10), Heimir Örn Árnason 5 (7), Bergvin Gíslason 5 (7), Hörður F. Sigþórsson 4 (8), Halldór Logi Árnason 1 (1), Hreinn Þór Hauksson 1 (1), Guðmundur H. Helgason 1 (2), Árni Þór Sigtryggsson 1 (7).Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 12/1 (28) 43%, Hafþór Einarsson 7/1 (11) 64%.Hraðaupphlaup: 12 (Oddur 3, Hörður 3, Bergvin 2, Geir 2, Hreinn, Heimir).Fiskuð víti: 4 (Hörður 2, Jónatan, Hreinn).Utan vallar: 14 mín.Mörk Stjörnunnar (skot): Tandri Konráðsson 4 (7), Víglundur Þórsson 3/3 (10/4), Þórólfur Nielsen 3/2 (12/3), Daníel Einarsson 3 (5), Sverrir Eyjólfsson 2 (4), Kristján Kristjánsson 2 (5), Jón Arnar Jónsson 2 (6), Sigurður Helgason 1 (1).Varin skot: Svavar Már Ólafsson 20 (50) 40%, Viktor Alex 1 (7) 14%Hraðaupphlaup: 3 (Kristján, Sigurður, Daníel).Fiskuð víti: 6 (Þórólfur 2, Víglundur 2, Sigurður, Daníel).Utan vallar: 8 mín.Dómarar: Gísli Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson. Mjög góðir.
Olís-deild karla Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Sjá meira