Umfjöllun: Akureyri valtaði yfir Stjörnuna Hjalti Þór Hreinsson skrifar 12. mars 2010 21:00 Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Akureyringa. Fréttablaðið Leikur Akureyrar á Stjörnunni í N-1 deild karla í handbolta í kvöld var aldrei spennandi. Akureyri vann með fimmtán marka mun og gerði hreinlega lítið úr arfaslökum Garðbæingum. Lokatölur 36-21 sem segir margt um leikinn. Staðan var þó 10-10 eftir jafna byrjun. Stjörnumenn voru raunar tveimur mörkum yfir, Svavar var góður í markinu og vörn Akureyrar hriplek. Þeir byrjuðu í 3-2-1 vörn en skiptu svo yfir í 6-0 vörn sem gerði gæfumuninn. Akureyri leiddi 20-12 í hálfleik. Stjörnumenn léku vel í fimmtán mínútur en skoruðu aðeins ellefu mörk eftir það. Þeir köstuðu boltanum ítrekað frá sér, fengu á sig skref og önnur brot í sókninni og það sást vel að þjálfari liðsins, Patrekur Jóhannesson, átti varla orð yfir mörgum mistakanna. Svo sannarlega byrjendaklassi á liðinu á löngum köflum. Akureyringar fengu vörnina í gang en hún er klárlega aðalsmerki liðsins. Sóknir liðsins eru oft stirðar þegar þeir þurfa að stilla upp en þeir eru með frábært hraðaupphlaupslið. Seinni hálfleikur var eiginlega leiðinlegur á að horfa. Hvorugt liðið gaf allt í leikinn en Akureyri vann samt með fimmtán marka mun. Þrátt fyrir ungan aldur liðsins á tímabili var Akureyri alltaf miklu betra liðið í seinni hálfleiknum. Bergvin Gíslason kom sterkur inn og Geir Guðmundsson var góður. Hinn síungi Hafþór Einarsson lokaði markinu líka vel í seinni hálfleik. Oddur Gretarsson var enn og aftur í sérklassa, þessi frábæri leikmaður tók ekkert aukalega fyrir að skora tólf mörk í kvöld. Stjörnumenn geta þakkað Svavari Ólafssyni markmanni fyrir að hafa varið vel. Hann bjargaði liðinu frá 20 marka tapi. Niðurlægingin engu að síður algjör. Stjarnan berst nú fyrir lífi sínu í deildinni. Neðsta liðið fellur, það næst neðsta fer í úrslitakeppni um sæti í deildinni, en liðið í sjötta sæti bjargar sér. Stjarnan er í sjöunda sætinu núna, sitt hvoru megin við Gróttu og Fram. Akureyri er aftur á móti í öðru sætinu, fjórum stigum á eftir Haukum.Akureyri-Stjarnan 36-21 (20-12)Mörk Akureyrar (skot): Oddur Gretarsson 12/5 (14), Geir Guðmundsson 6 (10), Heimir Örn Árnason 5 (7), Bergvin Gíslason 5 (7), Hörður F. Sigþórsson 4 (8), Halldór Logi Árnason 1 (1), Hreinn Þór Hauksson 1 (1), Guðmundur H. Helgason 1 (2), Árni Þór Sigtryggsson 1 (7).Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 12/1 (28) 43%, Hafþór Einarsson 7/1 (11) 64%.Hraðaupphlaup: 12 (Oddur 3, Hörður 3, Bergvin 2, Geir 2, Hreinn, Heimir).Fiskuð víti: 4 (Hörður 2, Jónatan, Hreinn).Utan vallar: 14 mín.Mörk Stjörnunnar (skot): Tandri Konráðsson 4 (7), Víglundur Þórsson 3/3 (10/4), Þórólfur Nielsen 3/2 (12/3), Daníel Einarsson 3 (5), Sverrir Eyjólfsson 2 (4), Kristján Kristjánsson 2 (5), Jón Arnar Jónsson 2 (6), Sigurður Helgason 1 (1).Varin skot: Svavar Már Ólafsson 20 (50) 40%, Viktor Alex 1 (7) 14%Hraðaupphlaup: 3 (Kristján, Sigurður, Daníel).Fiskuð víti: 6 (Þórólfur 2, Víglundur 2, Sigurður, Daníel).Utan vallar: 8 mín.Dómarar: Gísli Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson. Mjög góðir. Olís-deild karla Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Sjá meira
Leikur Akureyrar á Stjörnunni í N-1 deild karla í handbolta í kvöld var aldrei spennandi. Akureyri vann með fimmtán marka mun og gerði hreinlega lítið úr arfaslökum Garðbæingum. Lokatölur 36-21 sem segir margt um leikinn. Staðan var þó 10-10 eftir jafna byrjun. Stjörnumenn voru raunar tveimur mörkum yfir, Svavar var góður í markinu og vörn Akureyrar hriplek. Þeir byrjuðu í 3-2-1 vörn en skiptu svo yfir í 6-0 vörn sem gerði gæfumuninn. Akureyri leiddi 20-12 í hálfleik. Stjörnumenn léku vel í fimmtán mínútur en skoruðu aðeins ellefu mörk eftir það. Þeir köstuðu boltanum ítrekað frá sér, fengu á sig skref og önnur brot í sókninni og það sást vel að þjálfari liðsins, Patrekur Jóhannesson, átti varla orð yfir mörgum mistakanna. Svo sannarlega byrjendaklassi á liðinu á löngum köflum. Akureyringar fengu vörnina í gang en hún er klárlega aðalsmerki liðsins. Sóknir liðsins eru oft stirðar þegar þeir þurfa að stilla upp en þeir eru með frábært hraðaupphlaupslið. Seinni hálfleikur var eiginlega leiðinlegur á að horfa. Hvorugt liðið gaf allt í leikinn en Akureyri vann samt með fimmtán marka mun. Þrátt fyrir ungan aldur liðsins á tímabili var Akureyri alltaf miklu betra liðið í seinni hálfleiknum. Bergvin Gíslason kom sterkur inn og Geir Guðmundsson var góður. Hinn síungi Hafþór Einarsson lokaði markinu líka vel í seinni hálfleik. Oddur Gretarsson var enn og aftur í sérklassa, þessi frábæri leikmaður tók ekkert aukalega fyrir að skora tólf mörk í kvöld. Stjörnumenn geta þakkað Svavari Ólafssyni markmanni fyrir að hafa varið vel. Hann bjargaði liðinu frá 20 marka tapi. Niðurlægingin engu að síður algjör. Stjarnan berst nú fyrir lífi sínu í deildinni. Neðsta liðið fellur, það næst neðsta fer í úrslitakeppni um sæti í deildinni, en liðið í sjötta sæti bjargar sér. Stjarnan er í sjöunda sætinu núna, sitt hvoru megin við Gróttu og Fram. Akureyri er aftur á móti í öðru sætinu, fjórum stigum á eftir Haukum.Akureyri-Stjarnan 36-21 (20-12)Mörk Akureyrar (skot): Oddur Gretarsson 12/5 (14), Geir Guðmundsson 6 (10), Heimir Örn Árnason 5 (7), Bergvin Gíslason 5 (7), Hörður F. Sigþórsson 4 (8), Halldór Logi Árnason 1 (1), Hreinn Þór Hauksson 1 (1), Guðmundur H. Helgason 1 (2), Árni Þór Sigtryggsson 1 (7).Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 12/1 (28) 43%, Hafþór Einarsson 7/1 (11) 64%.Hraðaupphlaup: 12 (Oddur 3, Hörður 3, Bergvin 2, Geir 2, Hreinn, Heimir).Fiskuð víti: 4 (Hörður 2, Jónatan, Hreinn).Utan vallar: 14 mín.Mörk Stjörnunnar (skot): Tandri Konráðsson 4 (7), Víglundur Þórsson 3/3 (10/4), Þórólfur Nielsen 3/2 (12/3), Daníel Einarsson 3 (5), Sverrir Eyjólfsson 2 (4), Kristján Kristjánsson 2 (5), Jón Arnar Jónsson 2 (6), Sigurður Helgason 1 (1).Varin skot: Svavar Már Ólafsson 20 (50) 40%, Viktor Alex 1 (7) 14%Hraðaupphlaup: 3 (Kristján, Sigurður, Daníel).Fiskuð víti: 6 (Þórólfur 2, Víglundur 2, Sigurður, Daníel).Utan vallar: 8 mín.Dómarar: Gísli Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson. Mjög góðir.
Olís-deild karla Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Sjá meira