Umfjöllun: Haukar bundu endi á einokun Vals Ómar Þorgeirsson skrifar 27. febrúar 2010 20:13 Haukamaðurinn Sigurbergur Sveinsson í mikilli baráttu við varnarmenn Vals. Mynd/Daníel Haukar unnu Val 23-15 í úrslitaleik Eimskipsbikars karla í handbolta í Laugardalshöll í dag en staðan var 9-8 Haukum í vil í hálfleik. Haukar náðu þar með að binda endi á sigurgöngu Vals í bikarnum en Valsmenn höfðu unnið bikarinn síðustu tvö ár en Haukar unnu bikarinn síðast árið 2002. Leikurinn var gríðarlega fast spilaður og varnarleikur og markvarsla í aðalhlutverki hjá báðum liðum framan af leik. Það var því lítið skorað og staðan var til að mynda aðeins 4-2 þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður og Birkir Ívar Guðmundsson markvörður Hauka og Hlynur Mortens markvörður Vals í góðum gír. Haukar voru þó alltaf skrefinu á undan í fyrri hálfleiknum þó svo að munurinn hafi aðeins verið eitt mark, 9-8, þegar hálfleiksflautan gall. Valsmenn jöfnuðu leikinn strax í upphafi síðari hálfleiks og leikurinn var raunar í járnum eftir það alveg þangað til að tíu mínútur lifðu leiks í stöðunni 14-14 að leikur Vals hrundi. Haukar skiptu yfir í 6-0 vörn og Birkir Ívar skellti í lás og við tók ótrúlegur leikkafli þar sem Haukamenn skoruðu átta mörk í röð. Haukamenn hreinlega keyrðu yfir lánlausa Valsmenn sem áttu engin svör við varnarleik Hauka og því fór sem fór. Lokatölur urðu sem segir 23-15 en þær gefa ef til vill ekki til kynna um jafnræðið sem var með liðunum lengi vel í leiknum. Það er hins vegar ekki spurt að því þar sem Haukar héldu út og eru vel að sigrinum komnir. Birkir Ívar var frábær í marki Hauka í leiknum og hreinlega lokaði markinu á stórum köflum í leiknum en Guðmundur Árni Ólafsson og Björgvin Þór Hólmgeirsson fóru mikinn í sóknarleiknum. Hjá Val varði Hlynur oft á tíðum mjög vel og Sigurður Eggertsson sýndi lipra takta í sókninni.Tölfræðin: Haukar-Valur 23-15 (9-8)Mörk Hauka (skot): Guðmundur Árni Ólafsson 7/3 (7/3), Björgvin Þór Hólmgeirsson 5 (12), Sigurbergur Sveinsson 4/2 (12/2), Elías Már Halldórsson 3 (4), Freyr Brynjarsson 2 (5), Gunnar Berg Viktorsson 1 (1), Heimir Óli Heimisson 1 (2), Þórður Rafn Guðmundsson 0/1 (1/1).Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 25/1 (40, 63%), Aron Rafn Eðvarðsson 1 (2, 50%)Hraðaupphlaup: 5 (Elías Már 2, Guðmundur Árni, Sigurbergur, Gunnar Berg)Fiskuð víti: 6 (Pétur, Freyr, Sigurbergur, Guðmundur Árni, Heimir Óli, Björgvin Þór)Utan vallar: 4 mínúturMörk Vals (skot): Sigurður Eggertsson 7 (11), Ernir Hraf Arnarson 3 (7), Orri Freyr Gíslason 2 (2), Arnór Þór Gunnarsson 2 (10/1), Fannar Þór Friðgeirsson 1 (9), Ingvar Árnason 0 (2), Gunnar Ingi Jóhannsson 0 (1), Baldvin Þorsteinsson 0 (1).Varin skot: Hlynur Mortens 19 (41/3, 46%), Ingvar Guðmundsson 2/1 (3/2, 67%)Hraðaupphlaup: 3 (Arnór Þór 2, Sigurður)Fiskuð víti: 1 (Orri Freyr)Utan vallar: 4 mínútur Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Sjá meira
Haukar unnu Val 23-15 í úrslitaleik Eimskipsbikars karla í handbolta í Laugardalshöll í dag en staðan var 9-8 Haukum í vil í hálfleik. Haukar náðu þar með að binda endi á sigurgöngu Vals í bikarnum en Valsmenn höfðu unnið bikarinn síðustu tvö ár en Haukar unnu bikarinn síðast árið 2002. Leikurinn var gríðarlega fast spilaður og varnarleikur og markvarsla í aðalhlutverki hjá báðum liðum framan af leik. Það var því lítið skorað og staðan var til að mynda aðeins 4-2 þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður og Birkir Ívar Guðmundsson markvörður Hauka og Hlynur Mortens markvörður Vals í góðum gír. Haukar voru þó alltaf skrefinu á undan í fyrri hálfleiknum þó svo að munurinn hafi aðeins verið eitt mark, 9-8, þegar hálfleiksflautan gall. Valsmenn jöfnuðu leikinn strax í upphafi síðari hálfleiks og leikurinn var raunar í járnum eftir það alveg þangað til að tíu mínútur lifðu leiks í stöðunni 14-14 að leikur Vals hrundi. Haukar skiptu yfir í 6-0 vörn og Birkir Ívar skellti í lás og við tók ótrúlegur leikkafli þar sem Haukamenn skoruðu átta mörk í röð. Haukamenn hreinlega keyrðu yfir lánlausa Valsmenn sem áttu engin svör við varnarleik Hauka og því fór sem fór. Lokatölur urðu sem segir 23-15 en þær gefa ef til vill ekki til kynna um jafnræðið sem var með liðunum lengi vel í leiknum. Það er hins vegar ekki spurt að því þar sem Haukar héldu út og eru vel að sigrinum komnir. Birkir Ívar var frábær í marki Hauka í leiknum og hreinlega lokaði markinu á stórum köflum í leiknum en Guðmundur Árni Ólafsson og Björgvin Þór Hólmgeirsson fóru mikinn í sóknarleiknum. Hjá Val varði Hlynur oft á tíðum mjög vel og Sigurður Eggertsson sýndi lipra takta í sókninni.Tölfræðin: Haukar-Valur 23-15 (9-8)Mörk Hauka (skot): Guðmundur Árni Ólafsson 7/3 (7/3), Björgvin Þór Hólmgeirsson 5 (12), Sigurbergur Sveinsson 4/2 (12/2), Elías Már Halldórsson 3 (4), Freyr Brynjarsson 2 (5), Gunnar Berg Viktorsson 1 (1), Heimir Óli Heimisson 1 (2), Þórður Rafn Guðmundsson 0/1 (1/1).Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 25/1 (40, 63%), Aron Rafn Eðvarðsson 1 (2, 50%)Hraðaupphlaup: 5 (Elías Már 2, Guðmundur Árni, Sigurbergur, Gunnar Berg)Fiskuð víti: 6 (Pétur, Freyr, Sigurbergur, Guðmundur Árni, Heimir Óli, Björgvin Þór)Utan vallar: 4 mínúturMörk Vals (skot): Sigurður Eggertsson 7 (11), Ernir Hraf Arnarson 3 (7), Orri Freyr Gíslason 2 (2), Arnór Þór Gunnarsson 2 (10/1), Fannar Þór Friðgeirsson 1 (9), Ingvar Árnason 0 (2), Gunnar Ingi Jóhannsson 0 (1), Baldvin Þorsteinsson 0 (1).Varin skot: Hlynur Mortens 19 (41/3, 46%), Ingvar Guðmundsson 2/1 (3/2, 67%)Hraðaupphlaup: 3 (Arnór Þór 2, Sigurður)Fiskuð víti: 1 (Orri Freyr)Utan vallar: 4 mínútur
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Sjá meira