Úr fótbolta í flugfreyjuna 17. júní 2010 06:00 hættur í boltanum Eggert hefur skipt út takkaskónum fyrir flugfreyjuna og líkar vel. fréttablaðið/pjetur Eggert Stefánsson, fyrrverandi leikmaður Fram í fótbolta, hefur algjörlega söðlað um starfsvettvang og er farinn að skenkja kaffi í háloftunum. Eggert er kominn úr mikilli íþróttafjölskyldu en bræður hans eru Ólafur Stefánsson handboltakappi og Jón Arnór Stefánsson körfuboltamaður. Hann er lærður flugmaður en mikill samdráttur er í þeim geira eins og annars staðar. „Ég kláraði flugmanninn í fyrra og þegar ég sá að Iceland Express auglýsti eftir flugliðum í byrjun árs stökk ég á það,“ segir Eggert. „Mig langaði að koma mér inn í fluggeirann og sé alls ekki eftir því. Flugfreyjustarfið hefur komið mér skemmtilega á óvart.“ Eggert stefnir á flugmanninn í framtíðinni, hér heima eða úti. Til að vera flugliði þarf maður að kunna eitt tungumál fyrir utan íslensku og ensku en Eggert er uppalinn að hluta í Svíþjóð og getur bjargað sér á þýsku. „Fyrsta flugið mitt var einmitt til Þýskalands en ég þorði ekki að spreyta mig á hátalarakerfinu þá. Ég þarf aðeins að dusta rykið af skólaþýskunni.“ Eggert er sammála því að stökkið frá sveittri fótboltatreyju í flugfreyjubúning sé stórt en að starfið feli í sér mikið meira en bara kaffi-uppáhellingar. „Auðvitað snýst þetta mikið um að vera notalegur, almennilegur og þjónusta fólk en þetta er fyrst og fremst öryggisstarf. Maður þurfti að taka á honum stóra sínum til að komast í gegnum námskeiðið, sem var mjög krefjandi. Margar reglur og próf sem maður þarf að ná. Þegar ég í framtíðinni get sett á mig flugmannahúfuna mun flugliðareynslan skila sér vel.“ Eggert lagði takkaskóna á hilluna sumarið 2007 eftir slæm meiðsli í hné. „Þau meiðsli gerðu það að að verkum að ég tók stökkið út til Flórída í flugmannsnám. Hugurinn lítur þó hýru auga til fótboltans en skrokkurinn leyfir það ekki. „Ég byrjaði að æfa með FH um áramótin og planið var að vera með í sumar en ég er búinn að vera slæmur í bakinu og varð því að hætta við. Nú flýg ég bara heimshorna á milli, gef kaffi og fæ góðan frítíma með fjölskyldunni. Ég sætti mig alveg við það hlutskipti.“ alfrun@frettabladid.is Lífið Menning Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fleiri fréttir Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Sjá meira
Eggert Stefánsson, fyrrverandi leikmaður Fram í fótbolta, hefur algjörlega söðlað um starfsvettvang og er farinn að skenkja kaffi í háloftunum. Eggert er kominn úr mikilli íþróttafjölskyldu en bræður hans eru Ólafur Stefánsson handboltakappi og Jón Arnór Stefánsson körfuboltamaður. Hann er lærður flugmaður en mikill samdráttur er í þeim geira eins og annars staðar. „Ég kláraði flugmanninn í fyrra og þegar ég sá að Iceland Express auglýsti eftir flugliðum í byrjun árs stökk ég á það,“ segir Eggert. „Mig langaði að koma mér inn í fluggeirann og sé alls ekki eftir því. Flugfreyjustarfið hefur komið mér skemmtilega á óvart.“ Eggert stefnir á flugmanninn í framtíðinni, hér heima eða úti. Til að vera flugliði þarf maður að kunna eitt tungumál fyrir utan íslensku og ensku en Eggert er uppalinn að hluta í Svíþjóð og getur bjargað sér á þýsku. „Fyrsta flugið mitt var einmitt til Þýskalands en ég þorði ekki að spreyta mig á hátalarakerfinu þá. Ég þarf aðeins að dusta rykið af skólaþýskunni.“ Eggert er sammála því að stökkið frá sveittri fótboltatreyju í flugfreyjubúning sé stórt en að starfið feli í sér mikið meira en bara kaffi-uppáhellingar. „Auðvitað snýst þetta mikið um að vera notalegur, almennilegur og þjónusta fólk en þetta er fyrst og fremst öryggisstarf. Maður þurfti að taka á honum stóra sínum til að komast í gegnum námskeiðið, sem var mjög krefjandi. Margar reglur og próf sem maður þarf að ná. Þegar ég í framtíðinni get sett á mig flugmannahúfuna mun flugliðareynslan skila sér vel.“ Eggert lagði takkaskóna á hilluna sumarið 2007 eftir slæm meiðsli í hné. „Þau meiðsli gerðu það að að verkum að ég tók stökkið út til Flórída í flugmannsnám. Hugurinn lítur þó hýru auga til fótboltans en skrokkurinn leyfir það ekki. „Ég byrjaði að æfa með FH um áramótin og planið var að vera með í sumar en ég er búinn að vera slæmur í bakinu og varð því að hætta við. Nú flýg ég bara heimshorna á milli, gef kaffi og fæ góðan frítíma með fjölskyldunni. Ég sætti mig alveg við það hlutskipti.“ alfrun@frettabladid.is
Lífið Menning Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fleiri fréttir Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Sjá meira