AGS opnar á 105 milljarða lán 17. apríl 2010 06:00 Gylfi Magnússon. Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins lauk í gær við endurskoðun annars áfanga efnahagsáætlunar sjóðsins fyrir Ísland. „Þar með opnast fyrir verulegt lánsfé sem ætti að hafa verulegar, jákvæðar afleiðingar," sagði Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra. Í kjölfar þessa opnast Íslendingum aðgangur að um 105 milljarða króna láni frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, Norðurlöndunum og Póllandi, auk um 20 milljarða sem ónýttir voru frá fyrri endurskoðun. Gylfi sagði að nú ætti að slá á allar áhyggjur af lausafjárskorti íslenska ríkisins í erlendri mynt. „Svo skiptir miklu að fá álit sjóðsins á stöðunni, sem við gerum ráð fyrir að verði birt á þriðjudag eða miðvikudag." Allt ætti þetta að auðvelda róðurinn næstu mánuði. „Þá horfi ég sérstaklega til þess að hægt verði að stuðla að auknum erlendum fjárfestingum," sagði Gylfi. „Við vonum að AGS-áætlunin liðki fyrir því að fjárfestingar vaxi," sagði Gylfi. Vegna tafa á afgreiðslu efnahagsáætlunar AGS hefur verið ákveðið að framlengja áætlunina um þrjá mánuði, til loka ágúst 2011. Spurður um efnahagsleg áhrif gossins í Eyjafjallajökli sagði Gylfi að þau hefðu ekki verið kortlögð en yrðu vonandi ekki umtalsverð. Þau velti á því hve langvinnt gosið verður. Hann sagðist „leyfa sér að gera ráð fyrir" að gosið trufli ekki viðræður við erlenda fjárfesta og hefði ekki neikvæð áhrif á áhuga þeirra á að fjárfesta hér á landi, til dæmis í orkufrekum iðnaði. „Ég á síður von á að þetta hafi áhrif á þá sem eru að fjárfesta til langs tíma en auðvitað er ekki óhugsandi að menn ákveði að fresta eða bíða með framkvæmdir þar til eldsumbrotum linnir," sagði hann. - pg Innlent Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Sjá meira
Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins lauk í gær við endurskoðun annars áfanga efnahagsáætlunar sjóðsins fyrir Ísland. „Þar með opnast fyrir verulegt lánsfé sem ætti að hafa verulegar, jákvæðar afleiðingar," sagði Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra. Í kjölfar þessa opnast Íslendingum aðgangur að um 105 milljarða króna láni frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, Norðurlöndunum og Póllandi, auk um 20 milljarða sem ónýttir voru frá fyrri endurskoðun. Gylfi sagði að nú ætti að slá á allar áhyggjur af lausafjárskorti íslenska ríkisins í erlendri mynt. „Svo skiptir miklu að fá álit sjóðsins á stöðunni, sem við gerum ráð fyrir að verði birt á þriðjudag eða miðvikudag." Allt ætti þetta að auðvelda róðurinn næstu mánuði. „Þá horfi ég sérstaklega til þess að hægt verði að stuðla að auknum erlendum fjárfestingum," sagði Gylfi. „Við vonum að AGS-áætlunin liðki fyrir því að fjárfestingar vaxi," sagði Gylfi. Vegna tafa á afgreiðslu efnahagsáætlunar AGS hefur verið ákveðið að framlengja áætlunina um þrjá mánuði, til loka ágúst 2011. Spurður um efnahagsleg áhrif gossins í Eyjafjallajökli sagði Gylfi að þau hefðu ekki verið kortlögð en yrðu vonandi ekki umtalsverð. Þau velti á því hve langvinnt gosið verður. Hann sagðist „leyfa sér að gera ráð fyrir" að gosið trufli ekki viðræður við erlenda fjárfesta og hefði ekki neikvæð áhrif á áhuga þeirra á að fjárfesta hér á landi, til dæmis í orkufrekum iðnaði. „Ég á síður von á að þetta hafi áhrif á þá sem eru að fjárfesta til langs tíma en auðvitað er ekki óhugsandi að menn ákveði að fresta eða bíða með framkvæmdir þar til eldsumbrotum linnir," sagði hann. - pg
Innlent Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Sjá meira