Stórafmæli Sniglabandsins 25. ágúst 2010 08:00 Sniglabandið hefur verið starfrækt í 25 ár og ávallt notið mikilla vinsælda. Afmælistónleikar verða haldnir í Borgarleikhúsinu á laugardaginn. 25 ár eru liðin síðan hin ástæla hljómsveit Sniglabandið hélt sína fyrstu tónleika. Hún ætlar að fagna afmælinu með tónleikum á Stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu á laugardaginn. „Við erum búnir að undirbúa þetta leynt og ljóst þetta árið. Bandið hefur verið að spila mikið frá því snemma í vor og þá hafa þetta verið meiri tónleikar en dansleikir," segir Pálmi Sigurhjartarson, liðsmaður Sniglabandsins. Hann segir að sveitinni hafi láðst að halda upp á tuttugu ára afmælið sitt og því hafi ekki annað komið til greina en halda veglega upp á þetta afmæli. „Þess vegna ákváðum við að gera vel við okkur á þessu ári," segir hann. Í tilefni tímamótanna kemur út þriggja diska pakki frá Sniglabandinu í október. Einn diskurinn verður með bestu lögunum, annar með tónleikaupptökum og sá þriðji verður DVD-mynddiskur sem var tekinn upp á vel heppnuðum tónleikum í Borgarleikhúsinu fyrir þremur árum. Hljómsveitin leggur mikið upp úr sjónrænni upplifun á afmælistónleikunum, enda hefur hún unnið töluvert í leikhúsi í gegnum árin. Margir góðir gestir mæta til leiks, þar á meðal félagar úr Gospelkór Reykjavíkur, Lögreglukór Reykjavíkur, Sinfóníuhljómsveitin Islam, og lúðrasveitin Svanur. 25 ár eru langur tími í sögu einnar hljómsveitar. Bandið var stofnað af Skúla Gautasyni og hafði á að skipa félögum úr Bifhjólasamtökum lýðveldisins, Sniglum. Nafngiftin var því nánast sjálfgefin. Í áranna rás öðlaðist Sniglabandið sjálfstæði frá mótorhjólaheiminum og hefur fremur verið þekkt fyrir ólíkindi og óvæntar uppákomur auk framúskarandi hljóðfæraleiks. Pálmi er með yngsta starfsaldur allra meðlimanna, eða átján ár. Hann segir að tíminn í Sniglabandinu hafi verið mjög skemmtilegur og vafalítið hafi engan órað fyrir því í upphafi að sveitin ætti eftir að starfa svona lengi. Hún hefur þó tekið sínar pásur, eins og nauðsynlegt er. „Eins og með svo margt þá verða menn að taka sér hlé og koma aftur til að halda geðheilsunni á þessum íslenska markaði," segir hann og hvetur fólk til að mæta í Borgarleikhúsið og gleðjast með Sniglunum á laugardaginn. freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Fleiri fréttir Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Sjá meira
Sniglabandið hefur verið starfrækt í 25 ár og ávallt notið mikilla vinsælda. Afmælistónleikar verða haldnir í Borgarleikhúsinu á laugardaginn. 25 ár eru liðin síðan hin ástæla hljómsveit Sniglabandið hélt sína fyrstu tónleika. Hún ætlar að fagna afmælinu með tónleikum á Stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu á laugardaginn. „Við erum búnir að undirbúa þetta leynt og ljóst þetta árið. Bandið hefur verið að spila mikið frá því snemma í vor og þá hafa þetta verið meiri tónleikar en dansleikir," segir Pálmi Sigurhjartarson, liðsmaður Sniglabandsins. Hann segir að sveitinni hafi láðst að halda upp á tuttugu ára afmælið sitt og því hafi ekki annað komið til greina en halda veglega upp á þetta afmæli. „Þess vegna ákváðum við að gera vel við okkur á þessu ári," segir hann. Í tilefni tímamótanna kemur út þriggja diska pakki frá Sniglabandinu í október. Einn diskurinn verður með bestu lögunum, annar með tónleikaupptökum og sá þriðji verður DVD-mynddiskur sem var tekinn upp á vel heppnuðum tónleikum í Borgarleikhúsinu fyrir þremur árum. Hljómsveitin leggur mikið upp úr sjónrænni upplifun á afmælistónleikunum, enda hefur hún unnið töluvert í leikhúsi í gegnum árin. Margir góðir gestir mæta til leiks, þar á meðal félagar úr Gospelkór Reykjavíkur, Lögreglukór Reykjavíkur, Sinfóníuhljómsveitin Islam, og lúðrasveitin Svanur. 25 ár eru langur tími í sögu einnar hljómsveitar. Bandið var stofnað af Skúla Gautasyni og hafði á að skipa félögum úr Bifhjólasamtökum lýðveldisins, Sniglum. Nafngiftin var því nánast sjálfgefin. Í áranna rás öðlaðist Sniglabandið sjálfstæði frá mótorhjólaheiminum og hefur fremur verið þekkt fyrir ólíkindi og óvæntar uppákomur auk framúskarandi hljóðfæraleiks. Pálmi er með yngsta starfsaldur allra meðlimanna, eða átján ár. Hann segir að tíminn í Sniglabandinu hafi verið mjög skemmtilegur og vafalítið hafi engan órað fyrir því í upphafi að sveitin ætti eftir að starfa svona lengi. Hún hefur þó tekið sínar pásur, eins og nauðsynlegt er. „Eins og með svo margt þá verða menn að taka sér hlé og koma aftur til að halda geðheilsunni á þessum íslenska markaði," segir hann og hvetur fólk til að mæta í Borgarleikhúsið og gleðjast með Sniglunum á laugardaginn. freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Fleiri fréttir Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Sjá meira