Flugbannsvæði stækkað vegna sprengingar Þorbjörn Þórðarson skrifar 22. mars 2010 12:00 Í gærkvöldi var um að ræða þríhyrnt svæði á myndinni. Þetta svæði stækkaði vegna gossprengingarinnar í morgun. Mynd/Flugstoðir Sprengingin í gosstróknum í eldgosinu á Fimmvörðuhálsi í morgun varð til þess að svæði þar sem flugumferð var bönnuð var stækkað þónokkuð. Gosóróinn jókst verulega upp úr klukkan sjö í morgun í eldstöðinni á Fimmvörðuhálsi og varð mikil sprenging í gosstróknum sem fór upp í allt að fjögurra kílómetra hæð. Enn er flogið innanlands og þá hefur millilandaflug Iceland Express haldið áfram þrátt fyrir verkfall flugvirkja. Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Flugstoða, segir að sprenging í gosstróknum hafi gert það að verkum að stækka þurfti svæði þar sem flugumferð er bönnuð á. „Það sem að gerist um leið og þessi strókur feri upp í loftið að veðurfræðingar og aðrir fara af stað og meta hvaða áhrif þetta getur haft miðað við hvernig áttirnar eru. Við höfum stækkað svæðið sem hefur verið lokað fyrir flugumferð, en þetta er ekki það stórt að það þurfi að hafa áhyggjur af því eins og staðan er núna," segir Hjördís Guðmundsdóttir. Hjördís segir að flugumferð sé ekki stýrt inn á það svæði sem umferð er bönnuð á. Í gær stuttu etir að gos hófst var þetta svæði 120 sjómílur en er miklu minna núna. Veðurfræðingar og aðrir sérfræðingar meta hvert gosmökkurinn komi til með að færast. Eldgosið hefur haft mikil áhrif á flugsamgöngur til og frá landinu og raskað ferðaáætlunum þúsunda flugfarþega. Það eru ekki bara ferðamenn sem hafa þurft að breyta sínum áætlunum því 200 hermenn Bandaríkjahers, sem átttu að fljúga til Suðaustur-Asíu í gær og eru hluti af mannafla Bandaríkjamanna í Írak, þurftu að breyta ferðaáætlunum sínum vegna gossins að því er fram kemur í bandarískum fjölmiðlum. Um varúðarráðstöfun var að ræða. Í morgun lá ekki fyrir hvort hermennirnir hefðu komist í flugið en þeir sátu fastir í Egg Harbour í New Jersey í gær. Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Erlent Fleiri fréttir Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Sjá meira
Sprengingin í gosstróknum í eldgosinu á Fimmvörðuhálsi í morgun varð til þess að svæði þar sem flugumferð var bönnuð var stækkað þónokkuð. Gosóróinn jókst verulega upp úr klukkan sjö í morgun í eldstöðinni á Fimmvörðuhálsi og varð mikil sprenging í gosstróknum sem fór upp í allt að fjögurra kílómetra hæð. Enn er flogið innanlands og þá hefur millilandaflug Iceland Express haldið áfram þrátt fyrir verkfall flugvirkja. Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Flugstoða, segir að sprenging í gosstróknum hafi gert það að verkum að stækka þurfti svæði þar sem flugumferð er bönnuð á. „Það sem að gerist um leið og þessi strókur feri upp í loftið að veðurfræðingar og aðrir fara af stað og meta hvaða áhrif þetta getur haft miðað við hvernig áttirnar eru. Við höfum stækkað svæðið sem hefur verið lokað fyrir flugumferð, en þetta er ekki það stórt að það þurfi að hafa áhyggjur af því eins og staðan er núna," segir Hjördís Guðmundsdóttir. Hjördís segir að flugumferð sé ekki stýrt inn á það svæði sem umferð er bönnuð á. Í gær stuttu etir að gos hófst var þetta svæði 120 sjómílur en er miklu minna núna. Veðurfræðingar og aðrir sérfræðingar meta hvert gosmökkurinn komi til með að færast. Eldgosið hefur haft mikil áhrif á flugsamgöngur til og frá landinu og raskað ferðaáætlunum þúsunda flugfarþega. Það eru ekki bara ferðamenn sem hafa þurft að breyta sínum áætlunum því 200 hermenn Bandaríkjahers, sem átttu að fljúga til Suðaustur-Asíu í gær og eru hluti af mannafla Bandaríkjamanna í Írak, þurftu að breyta ferðaáætlunum sínum vegna gossins að því er fram kemur í bandarískum fjölmiðlum. Um varúðarráðstöfun var að ræða. Í morgun lá ekki fyrir hvort hermennirnir hefðu komist í flugið en þeir sátu fastir í Egg Harbour í New Jersey í gær.
Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Erlent Fleiri fréttir Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Sjá meira