Þór frá Akureyri er komið upp í Pepsi-deildina og Fjarðabyggð er fallið eftir dramatíska lokaumferð í 1. deild karla.
Þór varð að vinna Fjarðabyggð og treysta á hagstæð úrslit í leik Leiknis og Fjölnis til þess að komast upp. Pétur Georg Markan afgreiddi Leikni með þrem mörkum á sama tíma og Þór slátraði Fjarðabyggð, 9-1.
Þetta risatap Fjarðabyggðar varð þess valdandi að liðið sigldi undir Gróttu í töflunni en Grótta var lengi vel á leiðinni niður. Jöfnunarmark Seltirninga í blálokin gulltryggði þó sætið
Víkingur vinnur aftur á móti 1. deildina en Breiðhyltingar naga sig í handarbökin eftir klúður dagsins.
Úrslit lokaumferðarinnar.
Leiknir-Fjölnir 1-3
Helgi Pétur Jóhannsson - Pétur Georg Markan 3.
Þór-Fjarðabyggð 9-1
Ármann Pétur Ævarsson 3, Ottó Hólm Reynisson 2, Alexander Linta, Nenad Zivanovic, Jóhann Helgi Hannesson, Þorsteinn Ingason - Aron Már Smárason.
Víkingur-HK 3-1
Þorvaldur Sveinn Sveinsson, Viktor Guðmundsson, sjm - Birgir Magnússon.
Njarðvík-Grótta 1-1
Andri Fannar Freysson - Knútur Jónsson.
ÍA-KA 5-1
Gary Martin 3, Guðmundur Böðvar Guðjónsson, Guðjón Heiðar Sveinsson - Janez Vrenko.
Þróttur-ÍR 1-1
Mouamer Sadukovic - Tómas Agnarsson.
Upplýsingar fengnar frá fótbolti.net