Handbolti

Grótta vann FH í Krikanum - Stjörnumenn unnu líka

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Anton Rúnarsson lék vel með Gróttu í kvöld.
Anton Rúnarsson lék vel með Gróttu í kvöld. Mynd/Vilhelm
Fallbaráttan er æsispennandi þessa dagana í N1 deild karla í handbolta eftri að neðstu liðin vinna hvern leikinn á fætur öðrum.

Grótta, Stjarnan og Fram unnu öll sína leiki í dag og því breyttist röð liðanna ekki á botninum þrátt fyrir að Fram hafi um skamman tíma komist af botninum eftir 31-26 sigur á Akureyri fyrir norðan.

Gróttumenn unnu sinn annan leik í röð undir stjórn Geirs Sveinssonar þegar þeir unnu FH-inga með sjö marka mun, 30-23, í Kaplakrika. Grótta komst í 8-0 í leiknum og var 16-11 yfir í hálfleik.

Stjarnan vann einnig sinn annan leik í röð þegar þeir unnu HK 33-28 á heimavelli. Stjörnumenn voru undir á móti HK allan fyrri hálfleik en tóku við sér í þeim seinni og tryggðu sér fimm marka sigur.



FH-Grótta 23-30 (11-16)

Mörk FH: Bjarni Fritzson 11, Ólafur Gústafsson 7, Örn Ingi Bjarkason 2, Benedikt Reynir Kristinsson 1, Jón Heiðar Gunnarsson 1, Bogi Eggertsson 1.

Mörk Gróttu: Hjalti Þór Pálmason 7, Anton Rúnarsson 7, Jón Karl Björnsson 4, Arnar Freyr Theodórsson 4

Atli Rúnar Steinþórsson 4, Matthías Árni Ingimarsson 3, Ægir Hrafn Jónsson 1.

Stjarnan-HK 33-28 (15-17)

Mörk Stjörnunnar: Vilhjálmur Halldórsson  10, Daníel Einarsson  7, Tandi Konráðsson  6, Kristján Svan Kristjánsson  4, Þórólfur Nielsen 2, Eyþór Magnússon     2, Jón Arnar Jónsson 1, Sverrir Eyjólfsson 1.

Mörk HK: Valdimar Fannar Þórsson 6, Atli Ævar Ingólfsson 5, Bjarki Már Elísson 5, Sverrir Hermannsson 5, Ragnar Hjaltested 4, Vilhelm Gauti Bergsveinsson 2, Bjarki Már Gunnarsson    1




Fleiri fréttir

Sjá meira


×