Handbolti

Sigurður: Það vill enginn að Haukar vinni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Varnarmenn Hauka réðu ágætlega við Sigurð í dag. Mynd/Daníel
Varnarmenn Hauka réðu ágætlega við Sigurð í dag. Mynd/Daníel

„Þetta er mjög svekkjandi og leiðinlegt að koma svona í þennan leik. Mér fannst þeir ekkert frábærir. Það var meira að við vorum lélegir sagði Valsarinn Sigurður „gleðigjafi" Eggertsson eftir leikinn gegn Haukum en Sigurður skoraði fjögur mörk í leiknum.

„Við leystum sóknina illa að mínu mati. Ég veit ekki hvað gerðist þarna um miðbik seinni hálfleiks. Við vorum ekki nógu ákveðnir í það minnsta," sagði Sigurður en er ekki erfitt að kyngja þessu tapi?

„Jú, ég get ekki neitað því. Það vill enginn að Haukar vinni. Það er bara leiðinlegt. Við erum á því að við séum betra lið en leiðinlegt að ná ekki að kalla það fram í dag. Við vorum betri í þrem leikjum af fimm en töpum samt. Fyrsti leikurinn sem við töpuðum var mjög dýr þegar upp er staðið. Ég vil samt óska Haukunum innilega til hamingju með titilinn."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×