ESB er sterkasti leikur íslenskrar tungu 1. október 2010 05:00 Gauti Kristmannsson Var áður eindreginn andstæðingur ESB-aðildar, en skipti um skoðun eftir að hafa kynnt sér málið. „Það er alveg klárt að sterkasti leikurinn fyrir íslenska tungu væri aðild að Evrópusambandinu. Þetta myndi auðga og styrkja íslenska tungu meira en nokkur dagur íslenskrar tungu eða málnefnd." Þetta sagði Gauti Kristmannsson, dósent í þýðingafræðum, í fyrirlestri hjá Alþjóðamálastofnun fyrir skömmu. Ekkert komi nálægt því að geta styrkt íslenskuna jafn mikið og þetta. Sagan sýnir að það er síst sjálfgefið að þjóðir geti notað tungu sína í opinberri stjórnsýslu, sagði Gauti. Þetta er hins vegar grundvöllur málstefnu ESB og afar ólíklegt að það breytist. Samkvæmt stefnu ESB eigi „bóndinn í Búlgaríu" til dæmis að geta talað á Evrópuþinginu án þess að hafa stúdentspróf í ensku. Túlkar þýða ræðu hans. Gauti tók dæmi af írsku. Á Írlandi eru bæði enska og írska opinber mál, og færri sem tala írsku en ensku. Þegar Írar gengu í ESB 1973 töldu þeir ekki þörf á að gera írskuna sjálfa að opinberu tungumáli ESB. Seinna sáu þeir sig um hönd. „Það að írska skuli hafa verið gerð að opinberu tungumáli innan ESB er ein mesta vítamínsprauta sem hún hefur fengið," kvað Gauti, „jafnvel í aldaraðir." Nú séu daglega þýdd orð í írsku sem voru þar ekki fyrir og ESB greiðir þýðingarkostnaðinn að mestu. Eins yrði með íslensku og fólk á meginlandi Evrópu þyrfti að læra hana, gangi Ísland inn. Gauti minnti á að mikilvægustu verk sem þýdd hafa verið á íslensku síðasta áratug hafa verið drjúglega styrkt af ESB. Stuðningur við þjóðtungur væri þar ekki einskorðaður við hátíðarræður.- kóþ Fréttir Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Innlent Fleiri fréttir Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Sjá meira
„Það er alveg klárt að sterkasti leikurinn fyrir íslenska tungu væri aðild að Evrópusambandinu. Þetta myndi auðga og styrkja íslenska tungu meira en nokkur dagur íslenskrar tungu eða málnefnd." Þetta sagði Gauti Kristmannsson, dósent í þýðingafræðum, í fyrirlestri hjá Alþjóðamálastofnun fyrir skömmu. Ekkert komi nálægt því að geta styrkt íslenskuna jafn mikið og þetta. Sagan sýnir að það er síst sjálfgefið að þjóðir geti notað tungu sína í opinberri stjórnsýslu, sagði Gauti. Þetta er hins vegar grundvöllur málstefnu ESB og afar ólíklegt að það breytist. Samkvæmt stefnu ESB eigi „bóndinn í Búlgaríu" til dæmis að geta talað á Evrópuþinginu án þess að hafa stúdentspróf í ensku. Túlkar þýða ræðu hans. Gauti tók dæmi af írsku. Á Írlandi eru bæði enska og írska opinber mál, og færri sem tala írsku en ensku. Þegar Írar gengu í ESB 1973 töldu þeir ekki þörf á að gera írskuna sjálfa að opinberu tungumáli ESB. Seinna sáu þeir sig um hönd. „Það að írska skuli hafa verið gerð að opinberu tungumáli innan ESB er ein mesta vítamínsprauta sem hún hefur fengið," kvað Gauti, „jafnvel í aldaraðir." Nú séu daglega þýdd orð í írsku sem voru þar ekki fyrir og ESB greiðir þýðingarkostnaðinn að mestu. Eins yrði með íslensku og fólk á meginlandi Evrópu þyrfti að læra hana, gangi Ísland inn. Gauti minnti á að mikilvægustu verk sem þýdd hafa verið á íslensku síðasta áratug hafa verið drjúglega styrkt af ESB. Stuðningur við þjóðtungur væri þar ekki einskorðaður við hátíðarræður.- kóþ
Fréttir Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Innlent Fleiri fréttir Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Sjá meira