Þjóðvegi 1 lokað við Hvolsvöll 17. apríl 2010 12:06 „Ólíkt því sem var í tengslum við eldgosið á Fimmvörðuhálsi er eldgosið í Eyjafjallajökli alls ekki svokallað ferðamannagos,“ segir í tilkynningu almannavarna. Mynd/Vilhelm Gunnarsson Almannavarnir ítreka að Eyjafjallajökull og hlíðar hans utan jökuls eru bannsvæði. Vindátt þurfi lítið að breytast til að öskufall verði þar. Í öskufalli svo nálægt eldstöðinni og í hæð jökulsins sé, auk mikilla áhrifa af öskunni sjálfri, mikil hætta af eldingum. Almannavarnir vara sterklega við öllum ferðum á Mýrdalsjökul. Jafnframt er enn er í gildi bannsvæði um 1 km. í kringum eldri eldstöðina á Fimmvörðuhálsi. Öll umferð á þessu svæði er bönnuð bæði gangandi og akandi ferðamönnum. Þjóðvegur 1 er lokaður við Hvolsvöll og að austanverðu er lokað við Skóga. Fljótshlíðarvegur, númer 261, er lokaður austan við Smáratún. Fram kemur í tilkynningu almannavarna að mikil umferð sé í nágrenni Hvolsvallar. „Ólíkt því sem var í tengslum við eldgosið á Fimmvörðuhálsi er eldgosið í Eyjafjallajökli alls ekki svokallað ferðamannagos. Gos á þessum stað er mjög hættulegt og kallar á að mögulega þurfi að grípa til ráðstafana með stuttum fyrirvara. Aukið álag á viðbragðsaðila vegna ferðamanna er því ekki æskilegt." Gosmökkurinn sést víða að og algjör óþarfi að fara alla leið á Hvolsvöll til að sjá hann. Það er lokað fyrir alla umferð við Hvolsvöll. Vegna möguleika á að gripið verði til skyndirýminga er þeim tilmælum beint til ferðamanna að virða þessar lokanir og vera alls ekki á ferð innan við þær.Mikið öskufall Mikið öskufall er undir Eyjafjöllum og að Vík. Öskufall er nú við Seljaland og skyggni lélegt þar. Ekkert öskufall hefur verið í Vestmannaeyjabæ. Gosmökkurinn yfir jöklinum er mjög hár og sést víða að. Í félagsheimilinu Hvoli á Hvolsvelli er starfrækt upplýsingamiðstöð fyrir almenning vegna eldgossins. Vaktir lækna hafa verið tvöfaldaðar á svæðinu og eru birgðir af lyfjum og grímum nægar.Hefur ekki áhrif á flug til Bandaríkjanna Nánast allt flug yfir Mið-, Norður- og Austur-Evrópu hefur legið niðri og samkvæmt öskudreifingarspá er ekki útlit fyrir að það breytist á næstunni. Spár VAAC, Volcanic Ash Advisory Center, ná til miðnættis á morgun og ekki er gert ráð fyrir að svæðið breytist að ráði. Eldgosið hefur ekki haft áhrif á möguleika til flugs til Bandaríkjanna. Innanlandsflug hefur gengið vel en ekki hefur verið flogið til Vestmannaeyja. Miðað við öskudreifingaspána ætti allt flug til Egilsstaða að vera með eðlilegum hætti í dag. Á www.flugstodir.is er hægt að fylgjast með áhrifum eldgossins á flugumferð. Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Nýja hurðin sprakk upp Innlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Fleiri fréttir Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Sjá meira
Almannavarnir ítreka að Eyjafjallajökull og hlíðar hans utan jökuls eru bannsvæði. Vindátt þurfi lítið að breytast til að öskufall verði þar. Í öskufalli svo nálægt eldstöðinni og í hæð jökulsins sé, auk mikilla áhrifa af öskunni sjálfri, mikil hætta af eldingum. Almannavarnir vara sterklega við öllum ferðum á Mýrdalsjökul. Jafnframt er enn er í gildi bannsvæði um 1 km. í kringum eldri eldstöðina á Fimmvörðuhálsi. Öll umferð á þessu svæði er bönnuð bæði gangandi og akandi ferðamönnum. Þjóðvegur 1 er lokaður við Hvolsvöll og að austanverðu er lokað við Skóga. Fljótshlíðarvegur, númer 261, er lokaður austan við Smáratún. Fram kemur í tilkynningu almannavarna að mikil umferð sé í nágrenni Hvolsvallar. „Ólíkt því sem var í tengslum við eldgosið á Fimmvörðuhálsi er eldgosið í Eyjafjallajökli alls ekki svokallað ferðamannagos. Gos á þessum stað er mjög hættulegt og kallar á að mögulega þurfi að grípa til ráðstafana með stuttum fyrirvara. Aukið álag á viðbragðsaðila vegna ferðamanna er því ekki æskilegt." Gosmökkurinn sést víða að og algjör óþarfi að fara alla leið á Hvolsvöll til að sjá hann. Það er lokað fyrir alla umferð við Hvolsvöll. Vegna möguleika á að gripið verði til skyndirýminga er þeim tilmælum beint til ferðamanna að virða þessar lokanir og vera alls ekki á ferð innan við þær.Mikið öskufall Mikið öskufall er undir Eyjafjöllum og að Vík. Öskufall er nú við Seljaland og skyggni lélegt þar. Ekkert öskufall hefur verið í Vestmannaeyjabæ. Gosmökkurinn yfir jöklinum er mjög hár og sést víða að. Í félagsheimilinu Hvoli á Hvolsvelli er starfrækt upplýsingamiðstöð fyrir almenning vegna eldgossins. Vaktir lækna hafa verið tvöfaldaðar á svæðinu og eru birgðir af lyfjum og grímum nægar.Hefur ekki áhrif á flug til Bandaríkjanna Nánast allt flug yfir Mið-, Norður- og Austur-Evrópu hefur legið niðri og samkvæmt öskudreifingarspá er ekki útlit fyrir að það breytist á næstunni. Spár VAAC, Volcanic Ash Advisory Center, ná til miðnættis á morgun og ekki er gert ráð fyrir að svæðið breytist að ráði. Eldgosið hefur ekki haft áhrif á möguleika til flugs til Bandaríkjanna. Innanlandsflug hefur gengið vel en ekki hefur verið flogið til Vestmannaeyja. Miðað við öskudreifingaspána ætti allt flug til Egilsstaða að vera með eðlilegum hætti í dag. Á www.flugstodir.is er hægt að fylgjast með áhrifum eldgossins á flugumferð.
Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Nýja hurðin sprakk upp Innlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Fleiri fréttir Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Sjá meira