Umfjöllun: Akureyri drap FH-grýluna Hjalti Þór Hreinsson skrifar 18. mars 2010 20:51 Árni Þór var markahæstur Akureyringa í kvöld með níu mörk. Fréttablaðið/Stefán Akureyri vann góðan 33-30 sigur á FH í N-1 deild karla í handbolta í kvöld. Akureyri var miklu betra í fyrri hálfleik og leiddi 18-12 eftir hann en seinni hálfleikur var spennandi. Akureyri hélt haus á lokakaflanum og landaði sigrinum. Þetta var fjórða viðureign liðanna á tímabilinu og FH hafði fyrir þennan leik unnið þá alla. Akureyringar voru betri á öllum sviðum í fyrri hálfleik. Hörður Flóki varði vel, alls ellefu skot þar af eitt víti, en ævintýralega slök markvarsla Pálmars Péturssonar og Daníels Andréssonar vakti hvað mesta athygli. Daníel varði einu skot tvímenningana í fyrri hálfleik. Akureyri fékk aukakast eftir fyrra skotið sem hann varði og eftir það síðara kastaði hann boltanum fram völlinn, beint í hendurnar á Akureyringum. Akureyri fékk mikið af hröðum sóknum sem það nýtti vel. Þó má spyrja sig hvort liðið hefði ekki átt að skora fleiri mörk miðað við slaka markvörslu Hafnfirðinga. Akureyri náði mest sex marka forystu sem það hélt út hálfleikinn. Staðan þá var 18-12. Bjarni Fritzson skoraði fimm mörk af vítalínunni í sex tilraunum á meðan Ólafur Guðmundsson var í strangri gæslu. Hann var tekinn úr umferð en skoraði samt þrjú góð mörk. Það tók FH rúmar átta mínútur að jafna leikinn í upphafi síðari hálfleiks. Pálmar varði mjög vel í seinni hálfleik sem var æsispennandi, í 22 mínútur. Akureyringar rönkuðu loks við sér og leyfðu FH ekki að komast yfir, þrátt fyrir að gestirnir hefðu fengið tækifæri til þess. Akureyringar voru tveimur mörkum yfir þegar rúmar fimm mínútur lifðu leiks. Lykilsókn hjá FH sem lauk með marki. 29-28 og fimm eftir. Akureyri komst aftur tveimur yfir eftir langa sókn og svo varði Hörður Flóki vel. Akureyri fékk víti sem Pálmar varði frá Oddi. Þrjár mínútur eftir og enn 30-28. Ólafur Gústafsson skoraði þá gott mark, eins og í sókninni þar á undan og dró vagninn. Árni skoraði þá gott mark fyrir Akureyri og enn tveggja marka munur þegar tvær mínútur voru eftir. Árni var drjúgur fyrir Akureyri á lokakaflanum og þegar ein mínúta var eftir kom hann liðinu í þriggja marka forystu, og leikurinn búinn. FH sýndi mikinn karakter í að koma til baka og jafna, en líklega hefði liðið þurft að komast yfir til að finna neistann sem vantaði. Bjarni Fritzson skaraði fram úr í liðinu og skoraði tólf mörk. Pálmar varði vel í síðari hálfleik, ellefu skot þar af tvö víti. Kollegi hans í marki Akureyrar varði 21 skot, oft á tíðum á mikilvægum augnablikum. Þá var Heimir frábær, sérstaklega í fyrri hálfleik sem og Árni sem í staðinn var góður í seinni. Þá er vert að minnast á frábæra stemningu í Höllinni í kvöld en frítt var á leikinn í boði KEA.Akureyri-FH 33-30 (18-12)Mörk Akureyrar (skot): Árni Þór Sigtryggsson 9 (15), Heimir Örn Árnason 8 (12), Oddur Gretarsson 5/1 (7/3), Guðmundur H. Helgason 5 (10), Jónatan Magnússon 3 (5), Hörður F. Sigþórsson 2 (4), Andri Snær Stefánsson 1 (1).Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 21/1 (40) 53%, Hafþór Einarsson 0 (1) 0%.Hraðaupphlaup: 11 (Heimir 4, Guðmundur 2, Árni 2, Andri, Oddur, Jónatan).Fiskuð víti: 3 (Hörður 3).Utan vallar: 2 mín.Mörk FH (skot): Bjarni Fritzson 12/6 (18/7), Ólafur Gústafsson 6 (12), Ólafur Guðmundsson 4 (9), Ásbjörn Friðriksson 2 (6), Örn Ingi Bjarkason 2 (7), Jón Heiðar Gunnarsson 1 (1), Sigurgeir Árni Ægisson 1 (1), Hermann Björnsson 1 (2), Benedikt Kristinsson 1 (4).Varin skot: Pálmar Pétursson 11/2 (36) 31%, Daníel Andrésson 2 (10) 20%.Hraðaupphlaup: 5 (Bjarni 3, Sigurgeir, Benedikt, Bjarni).Fiskuð víti: 7 (Örn 3, Bjarni 2, Ásbjörn, Benedikt).Utan vallar: 8 mín.Dómarar: Hlynur Leifsson og Anton Gylfi Leifsson. Góðir. Olís-deild karla Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Leik lokið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Fleiri fréttir „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Sjá meira
Akureyri vann góðan 33-30 sigur á FH í N-1 deild karla í handbolta í kvöld. Akureyri var miklu betra í fyrri hálfleik og leiddi 18-12 eftir hann en seinni hálfleikur var spennandi. Akureyri hélt haus á lokakaflanum og landaði sigrinum. Þetta var fjórða viðureign liðanna á tímabilinu og FH hafði fyrir þennan leik unnið þá alla. Akureyringar voru betri á öllum sviðum í fyrri hálfleik. Hörður Flóki varði vel, alls ellefu skot þar af eitt víti, en ævintýralega slök markvarsla Pálmars Péturssonar og Daníels Andréssonar vakti hvað mesta athygli. Daníel varði einu skot tvímenningana í fyrri hálfleik. Akureyri fékk aukakast eftir fyrra skotið sem hann varði og eftir það síðara kastaði hann boltanum fram völlinn, beint í hendurnar á Akureyringum. Akureyri fékk mikið af hröðum sóknum sem það nýtti vel. Þó má spyrja sig hvort liðið hefði ekki átt að skora fleiri mörk miðað við slaka markvörslu Hafnfirðinga. Akureyri náði mest sex marka forystu sem það hélt út hálfleikinn. Staðan þá var 18-12. Bjarni Fritzson skoraði fimm mörk af vítalínunni í sex tilraunum á meðan Ólafur Guðmundsson var í strangri gæslu. Hann var tekinn úr umferð en skoraði samt þrjú góð mörk. Það tók FH rúmar átta mínútur að jafna leikinn í upphafi síðari hálfleiks. Pálmar varði mjög vel í seinni hálfleik sem var æsispennandi, í 22 mínútur. Akureyringar rönkuðu loks við sér og leyfðu FH ekki að komast yfir, þrátt fyrir að gestirnir hefðu fengið tækifæri til þess. Akureyringar voru tveimur mörkum yfir þegar rúmar fimm mínútur lifðu leiks. Lykilsókn hjá FH sem lauk með marki. 29-28 og fimm eftir. Akureyri komst aftur tveimur yfir eftir langa sókn og svo varði Hörður Flóki vel. Akureyri fékk víti sem Pálmar varði frá Oddi. Þrjár mínútur eftir og enn 30-28. Ólafur Gústafsson skoraði þá gott mark, eins og í sókninni þar á undan og dró vagninn. Árni skoraði þá gott mark fyrir Akureyri og enn tveggja marka munur þegar tvær mínútur voru eftir. Árni var drjúgur fyrir Akureyri á lokakaflanum og þegar ein mínúta var eftir kom hann liðinu í þriggja marka forystu, og leikurinn búinn. FH sýndi mikinn karakter í að koma til baka og jafna, en líklega hefði liðið þurft að komast yfir til að finna neistann sem vantaði. Bjarni Fritzson skaraði fram úr í liðinu og skoraði tólf mörk. Pálmar varði vel í síðari hálfleik, ellefu skot þar af tvö víti. Kollegi hans í marki Akureyrar varði 21 skot, oft á tíðum á mikilvægum augnablikum. Þá var Heimir frábær, sérstaklega í fyrri hálfleik sem og Árni sem í staðinn var góður í seinni. Þá er vert að minnast á frábæra stemningu í Höllinni í kvöld en frítt var á leikinn í boði KEA.Akureyri-FH 33-30 (18-12)Mörk Akureyrar (skot): Árni Þór Sigtryggsson 9 (15), Heimir Örn Árnason 8 (12), Oddur Gretarsson 5/1 (7/3), Guðmundur H. Helgason 5 (10), Jónatan Magnússon 3 (5), Hörður F. Sigþórsson 2 (4), Andri Snær Stefánsson 1 (1).Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 21/1 (40) 53%, Hafþór Einarsson 0 (1) 0%.Hraðaupphlaup: 11 (Heimir 4, Guðmundur 2, Árni 2, Andri, Oddur, Jónatan).Fiskuð víti: 3 (Hörður 3).Utan vallar: 2 mín.Mörk FH (skot): Bjarni Fritzson 12/6 (18/7), Ólafur Gústafsson 6 (12), Ólafur Guðmundsson 4 (9), Ásbjörn Friðriksson 2 (6), Örn Ingi Bjarkason 2 (7), Jón Heiðar Gunnarsson 1 (1), Sigurgeir Árni Ægisson 1 (1), Hermann Björnsson 1 (2), Benedikt Kristinsson 1 (4).Varin skot: Pálmar Pétursson 11/2 (36) 31%, Daníel Andrésson 2 (10) 20%.Hraðaupphlaup: 5 (Bjarni 3, Sigurgeir, Benedikt, Bjarni).Fiskuð víti: 7 (Örn 3, Bjarni 2, Ásbjörn, Benedikt).Utan vallar: 8 mín.Dómarar: Hlynur Leifsson og Anton Gylfi Leifsson. Góðir.
Olís-deild karla Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Leik lokið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Fleiri fréttir „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Sjá meira