Umfjöllun: Afturelding og Grótta hafa deildaskipti Elvar Geir Magnússon í Mosfellsbæ skrifar 3. maí 2010 21:00 Úr leiknum í kvöld. Mynd/Valli Afturelding er aftur komið í efstu deild karla í handbolta eftir tveggja ára fjarveru. Mosfellingar unnu verðskuldaðan sigur á Gróttu 33-25 í kvöld og unnu einvígi liðanna í umspili N1-deildarinnar samtals 2-0. Stemningin var hreint mögnuð í Mosfellsbæ í kvöld en staðan í hálfleik var 16-9. Markahæstur hjá Aftureldingu í leiknum var Jón Andri Helgason með sjö mörk. Hlutskipti Gróttu næsta vetur verður hinsvegar að leika í 1. deildinni og hefur liðið því deildaskipti við Mosfellinga. Það var troðið í íþróttahúsinu við Varmá og stemningin líklega sú besta sem hefur verið á handboltaleik þennan veturinn. Blaðamenn þurftu að standa allan tímann til að sjá inn á völlinn og áhorfendur svitnuðu ekki minna en leikmenn. Grótta byrjaði leikinn betur og skoraði þrjú fyrstu mörkin, það reyndist aðeins skammgóður vermir fyrir gestina frá Seltjarnarnesinu. Afturelding náði betri tökum á sínum leik og komst í fyrsta sinn yfir 6-5. Þegar staðan var orðin 10-7 ákvað Geir Sveinsson, þjálfari Gróttu, að taka leikhlé. Ræða Geirs fór eitthvað rangt í menn því heimamenn skoruðu þrjú fyrstu mörkin eftir hana. Stemningin var öll með Aftureldingu sem var með leikinn algjörlega í sínum höndum. Leikmenn liðsins voru mun grimmari og virkuðu betur stemmdir. Staðan í hálfleik var 16-9, sjö marka munur. Í seinni hálfleiknum var þetta aldrei spurning. Heimamenn hleyptu gestunum aldrei nálægt sér og unnu á endanum með átta marka mun. Með öflugum varnarleik og hraðaupphlaupum í kjölfarið átti Grótta engin svör og leikur í 1.deildinni næsta vetur. Fyllilega verðskuldaður sigur Aftureldingar. Liðið var mun öflugra í kvöld. Afturelding - Grótta 33-25 (16-9) Mörk Aftureldingar (skot): Jón Andri Helgason 7 (13/1), Aron Gylfason 5 (9), Magnús Einarsson 5 (10), Hrafn Ingvarsson 4 (5), Ásgeir Jónsson 3 (4), Bjarni Þórðarson 3 (5), Þrándur Gíslason 2 (2), Kristófer Guðmundsson 1 (1), Jóhann Jóhannsson 1 (1), Daníel Jónsson 1 (3), Þorlákur Sigurjónsson 1 (3)Varin skot: Smári Guðfinnsson 18/2Fiskuð víti: 2 (Bjarni, Daníel)Utan vallar: 6 mín. Mörk Gróttu (skot): Anton Rúnarsson 5 (8/1), Árni Benedikt Árnason 3 (3), Matthías Ingimarsson 3 (3), Atli Ragnar Steinþórsson 3 (4), Jón Karl Björnsson 3/1 (6/2), Arnar Theodórsson 2 (4), Heiðar Aðalsteinsson 2 (4), Viggó Kristjánsson 2 (5), Ægir Hrafn Jónsson 1 (1), Hjalti Pálmason 1 (6)Varin skot: Gísli Guðmundsson 10, Magnús Sigmundsson 9/1Fiskuð víti: 3 (Arnar 2, Atli)Utan vallar: 8 mín. Dómarar: Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson. Flott frammistaða. Olís-deild karla Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Sjá meira
Afturelding er aftur komið í efstu deild karla í handbolta eftir tveggja ára fjarveru. Mosfellingar unnu verðskuldaðan sigur á Gróttu 33-25 í kvöld og unnu einvígi liðanna í umspili N1-deildarinnar samtals 2-0. Stemningin var hreint mögnuð í Mosfellsbæ í kvöld en staðan í hálfleik var 16-9. Markahæstur hjá Aftureldingu í leiknum var Jón Andri Helgason með sjö mörk. Hlutskipti Gróttu næsta vetur verður hinsvegar að leika í 1. deildinni og hefur liðið því deildaskipti við Mosfellinga. Það var troðið í íþróttahúsinu við Varmá og stemningin líklega sú besta sem hefur verið á handboltaleik þennan veturinn. Blaðamenn þurftu að standa allan tímann til að sjá inn á völlinn og áhorfendur svitnuðu ekki minna en leikmenn. Grótta byrjaði leikinn betur og skoraði þrjú fyrstu mörkin, það reyndist aðeins skammgóður vermir fyrir gestina frá Seltjarnarnesinu. Afturelding náði betri tökum á sínum leik og komst í fyrsta sinn yfir 6-5. Þegar staðan var orðin 10-7 ákvað Geir Sveinsson, þjálfari Gróttu, að taka leikhlé. Ræða Geirs fór eitthvað rangt í menn því heimamenn skoruðu þrjú fyrstu mörkin eftir hana. Stemningin var öll með Aftureldingu sem var með leikinn algjörlega í sínum höndum. Leikmenn liðsins voru mun grimmari og virkuðu betur stemmdir. Staðan í hálfleik var 16-9, sjö marka munur. Í seinni hálfleiknum var þetta aldrei spurning. Heimamenn hleyptu gestunum aldrei nálægt sér og unnu á endanum með átta marka mun. Með öflugum varnarleik og hraðaupphlaupum í kjölfarið átti Grótta engin svör og leikur í 1.deildinni næsta vetur. Fyllilega verðskuldaður sigur Aftureldingar. Liðið var mun öflugra í kvöld. Afturelding - Grótta 33-25 (16-9) Mörk Aftureldingar (skot): Jón Andri Helgason 7 (13/1), Aron Gylfason 5 (9), Magnús Einarsson 5 (10), Hrafn Ingvarsson 4 (5), Ásgeir Jónsson 3 (4), Bjarni Þórðarson 3 (5), Þrándur Gíslason 2 (2), Kristófer Guðmundsson 1 (1), Jóhann Jóhannsson 1 (1), Daníel Jónsson 1 (3), Þorlákur Sigurjónsson 1 (3)Varin skot: Smári Guðfinnsson 18/2Fiskuð víti: 2 (Bjarni, Daníel)Utan vallar: 6 mín. Mörk Gróttu (skot): Anton Rúnarsson 5 (8/1), Árni Benedikt Árnason 3 (3), Matthías Ingimarsson 3 (3), Atli Ragnar Steinþórsson 3 (4), Jón Karl Björnsson 3/1 (6/2), Arnar Theodórsson 2 (4), Heiðar Aðalsteinsson 2 (4), Viggó Kristjánsson 2 (5), Ægir Hrafn Jónsson 1 (1), Hjalti Pálmason 1 (6)Varin skot: Gísli Guðmundsson 10, Magnús Sigmundsson 9/1Fiskuð víti: 3 (Arnar 2, Atli)Utan vallar: 8 mín. Dómarar: Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson. Flott frammistaða.
Olís-deild karla Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Sjá meira