Aldrei auðveldara aðgengi að eldgosi 9. apríl 2010 06:00 Fólk hefur lagt leið sína að eldstöðvunum á ýmsum fararskjótum síðustu vikur – fjórhjólum, vélsleðum, jeppum og jafnvel vélhjólum.Fréttablaðið/pjetur Ásókn almennings í skoðunarferðir á slóðir eldgoss hefur aldrei verið meiri en að gosinu sem hófst á Fimmvörðuhálsi 20. mars síðastliðinn. Þetta skýrist einna helst af eðli gossins og betra aðgengi en áður hefur þekkst, að mati Ármanns Höskuldssonar eldfjallafræðings. Hann hefur fylgst með nokkrum eldgosum á Íslandi en man ekki eftir annarri eins umferð í nálægð við þau. „Fólk hefur alltaf sótt í eldgos. Í Heklugosum er yfirleitt hraun mjög neðarlega þannig að fólk kemst í glóandi hraun, sem er auðvitað eftirsóknarverðast. En þarna kemstu náttúrlega alla leið upp eftir,“ segir Ármann. Hann bendir á að hægt sé að sjá gosstrókana og hraunfossana tiltölulega langt að, auk þess sem ekki hafi í síðustu gosum verið hægt að nálgast gosið jafnmikið og nú. Þá sé gosið óvenjufallegt og standi lengur en síðustu gos. Nokkrir hafi lagt leið sína að Grímsvötnum árið 2004 á jeppum. Gosið hafi hins vegar ekki verið eins áhorfendavænt og hafi þess utan staðið skemur, eða rétt um viku. „Og Heklugosin eru yfirleitt bara sjónarspil fyrsta klukkutímann og síðan dregur svo hratt úr því – eftir einn tvo daga er bara eitthvert puff uppi í fjalli og aðallega hraun sem rennur. Núna er hins vegar allt sem ýtir undir það að menn sjái meira,“ segir Ármann. Farartækjaeign landsmanna hefur líklega sitt að segja, enda hefur hún rokið upp á síðastliðnum árum. Þannig fjölgaði skráðum snjósleðum á Íslandi um 60 prósent á árabilinu 1998 til 2008, og fjöldi skráðra fjórhjóla tuttugu og tvöfaldast. Þá hefur jeppaeign snaraukist. Til merkis um það seldust tæplega 12.800 jeppar af öllum stærðum á árunum 2000 til 2004, en um 27.100 á árunum 2004 til 2008. Ármann áréttar þó að hann telji gosfárið nú ekki endilega mikið meira en var árið 2000, og bendir á í því samhengi að ein stærsta björgunaraðgerð Íslandssögunnar hafi þá verið framkvæmd þegar löng bílalest festist í Þrengslunum. stigur@frettabladid.is Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Sjá meira
Ásókn almennings í skoðunarferðir á slóðir eldgoss hefur aldrei verið meiri en að gosinu sem hófst á Fimmvörðuhálsi 20. mars síðastliðinn. Þetta skýrist einna helst af eðli gossins og betra aðgengi en áður hefur þekkst, að mati Ármanns Höskuldssonar eldfjallafræðings. Hann hefur fylgst með nokkrum eldgosum á Íslandi en man ekki eftir annarri eins umferð í nálægð við þau. „Fólk hefur alltaf sótt í eldgos. Í Heklugosum er yfirleitt hraun mjög neðarlega þannig að fólk kemst í glóandi hraun, sem er auðvitað eftirsóknarverðast. En þarna kemstu náttúrlega alla leið upp eftir,“ segir Ármann. Hann bendir á að hægt sé að sjá gosstrókana og hraunfossana tiltölulega langt að, auk þess sem ekki hafi í síðustu gosum verið hægt að nálgast gosið jafnmikið og nú. Þá sé gosið óvenjufallegt og standi lengur en síðustu gos. Nokkrir hafi lagt leið sína að Grímsvötnum árið 2004 á jeppum. Gosið hafi hins vegar ekki verið eins áhorfendavænt og hafi þess utan staðið skemur, eða rétt um viku. „Og Heklugosin eru yfirleitt bara sjónarspil fyrsta klukkutímann og síðan dregur svo hratt úr því – eftir einn tvo daga er bara eitthvert puff uppi í fjalli og aðallega hraun sem rennur. Núna er hins vegar allt sem ýtir undir það að menn sjái meira,“ segir Ármann. Farartækjaeign landsmanna hefur líklega sitt að segja, enda hefur hún rokið upp á síðastliðnum árum. Þannig fjölgaði skráðum snjósleðum á Íslandi um 60 prósent á árabilinu 1998 til 2008, og fjöldi skráðra fjórhjóla tuttugu og tvöfaldast. Þá hefur jeppaeign snaraukist. Til merkis um það seldust tæplega 12.800 jeppar af öllum stærðum á árunum 2000 til 2004, en um 27.100 á árunum 2004 til 2008. Ármann áréttar þó að hann telji gosfárið nú ekki endilega mikið meira en var árið 2000, og bendir á í því samhengi að ein stærsta björgunaraðgerð Íslandssögunnar hafi þá verið framkvæmd þegar löng bílalest festist í Þrengslunum. stigur@frettabladid.is
Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Sjá meira