Russel Brand og Katy Perry eru strax farin að sækja tíma í pararáðgjöf þrátt fyrir að átta vikur séu í brúðkaupið. Pararáðgjöfin er hugmynd söngkonunnar en hún er hrædd um að missa tengslin við tilvonandi eiginmann sinn vegna þess hvað þau eyða litlum tíma saman. Hann er á fullu við tökur á nýrri mynd og hún þeysist á milli heimshluta að syngja á tónleikum.
Perry og Brand taka bæði einn klukkutíma á dag frá og hittast í síma með ráðgjafa sínum og fara yfir málin. Skötuhjúin ætla að gifta sig á eyjunni Maui í lok október og herma fregnir vestanhafs að öllu verði tjaldað til í brúðkaupinu.