Hrunskýrslu aftur seinkað 25. janúar 2010 11:00 Frá blaðamannafundinum í dag. Útgáfu skýrslu Rannsóknarnefdar Alþingis um efnahagshrunið hefur verið frestað en til stóð að nefndin myndi skila skýrslunni 1. febrúar næstkomandi Þetta kom fram á blaðamannafundi rannsóknarnefndarinnar í Alþingishúsinu sem hófst klukkan 11. Skýrslan kemur í stað huganlega út í lok febrúar. Þetta er í annað sinn sem útgáfu skýrslu rannsóknarnefndarinnar er frestað en í upphafi stóð til að nefndin myndi skila skýrslunni 1. nóvember 2009. Rannsóknarnefndin var sett á fót í lok árs 2008. Hlutverk hennar er að rannsaka aðdraganda og orsakir falls bankanna. Formaður nefndarinnar, Páll Hreinsson, hefur áður sagt að skýrslan telji á annað þúsund blaðsíður. Rannsóknarnefndin telur ljóst að hún þarf nokkurn tíma til að ljúka frágangi skýrslunnar og þeim lögbundnu verkefnum sem hún þarf að hafa lokið áður en unnt er afhenda og birta skýrslu nefndarinnar. „Nefndin hefur í dag gert forsætisnefnd Alþingis og formönnum þingflokka á Alþingi grein fyrir stöðunni í starfi nefndarinnar og jafnframt tekið fram að hún vænti þess að geta lokið verkinu, komi ekkert óvænt upp í því ferli sem eftir er, eigi síðar en við lok febrúar 2010," segir í tilkynningu frá nefndinni. Nefndin hefur fullan skilning á væntingum almennings Þar er jafnframt eftirfarandi haft eftir nefndarmönnum: „Við sem sæti eigum í rannsóknarnefnd Alþingis tökum fram að okkur þykir mjög miður að þessi töf verði á afhendingu skýrslu nefndarinnar. Við höfum fullan skilning á þeim væntingum sem til staðar eru í samfélaginu um að þessi skýrsla birtist Alþingi og almenningi sem allra fyrst. Við höfðum sett okkur markmið um hvenær þessu verkefni lyki og það hefur vissulega tekið á að þurfa nú öðru sinni að tilkynna að frestun verði á birtingu skýrslunnar. En á okkur hvílir að vera trú því verkefni sem Alþingi fól okkur og leysa það af hendi þannig að það þjóni þeim tilgangi sem að var stefnt. Við teljum miklu skipta að okkur gefist ráðrúm núna á endasprettinum til að ganga þannig frá verkinu að við getum sem best birt Alþingi og almenningi þær upplýsingar sem við höfum aflað um starfsemi banka og stjórnsýslunnar í aðdraganda að falli bankanna. Jafnframt er nauðsynlegt að unnt verði að leggja þau mál sem kalla á frekari athugun og eftirfylgni af hálfu hlutaðeigandi yfirvalda í réttan farveg." Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Hljóp á sig Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fleiri fréttir Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Sjá meira
Útgáfu skýrslu Rannsóknarnefdar Alþingis um efnahagshrunið hefur verið frestað en til stóð að nefndin myndi skila skýrslunni 1. febrúar næstkomandi Þetta kom fram á blaðamannafundi rannsóknarnefndarinnar í Alþingishúsinu sem hófst klukkan 11. Skýrslan kemur í stað huganlega út í lok febrúar. Þetta er í annað sinn sem útgáfu skýrslu rannsóknarnefndarinnar er frestað en í upphafi stóð til að nefndin myndi skila skýrslunni 1. nóvember 2009. Rannsóknarnefndin var sett á fót í lok árs 2008. Hlutverk hennar er að rannsaka aðdraganda og orsakir falls bankanna. Formaður nefndarinnar, Páll Hreinsson, hefur áður sagt að skýrslan telji á annað þúsund blaðsíður. Rannsóknarnefndin telur ljóst að hún þarf nokkurn tíma til að ljúka frágangi skýrslunnar og þeim lögbundnu verkefnum sem hún þarf að hafa lokið áður en unnt er afhenda og birta skýrslu nefndarinnar. „Nefndin hefur í dag gert forsætisnefnd Alþingis og formönnum þingflokka á Alþingi grein fyrir stöðunni í starfi nefndarinnar og jafnframt tekið fram að hún vænti þess að geta lokið verkinu, komi ekkert óvænt upp í því ferli sem eftir er, eigi síðar en við lok febrúar 2010," segir í tilkynningu frá nefndinni. Nefndin hefur fullan skilning á væntingum almennings Þar er jafnframt eftirfarandi haft eftir nefndarmönnum: „Við sem sæti eigum í rannsóknarnefnd Alþingis tökum fram að okkur þykir mjög miður að þessi töf verði á afhendingu skýrslu nefndarinnar. Við höfum fullan skilning á þeim væntingum sem til staðar eru í samfélaginu um að þessi skýrsla birtist Alþingi og almenningi sem allra fyrst. Við höfðum sett okkur markmið um hvenær þessu verkefni lyki og það hefur vissulega tekið á að þurfa nú öðru sinni að tilkynna að frestun verði á birtingu skýrslunnar. En á okkur hvílir að vera trú því verkefni sem Alþingi fól okkur og leysa það af hendi þannig að það þjóni þeim tilgangi sem að var stefnt. Við teljum miklu skipta að okkur gefist ráðrúm núna á endasprettinum til að ganga þannig frá verkinu að við getum sem best birt Alþingi og almenningi þær upplýsingar sem við höfum aflað um starfsemi banka og stjórnsýslunnar í aðdraganda að falli bankanna. Jafnframt er nauðsynlegt að unnt verði að leggja þau mál sem kalla á frekari athugun og eftirfylgni af hálfu hlutaðeigandi yfirvalda í réttan farveg."
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Hljóp á sig Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fleiri fréttir Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Sjá meira