Körfubolti

Brenton: Það var enginn að lyfta bikar í kvöld

Henry Birgir Gunnarsson í Röstinni skrifar

Grindvíkingurinn Brenton Birmingham spilaði eins og unglamb fyrir sitt lið í kvöld en stórleikur hans dugði ekki til að þessu sinni gegn Snæfell.

„Þetta var mjög svekkjandi. Við sleikjum sárin í kvöld og vorkennum okkur en á morgun verðum við farnir að einbeita okkur að næsta leik," sagði Brenton sem var ekki bugaður þrátt fyrir grátlegt tap.

„Við höfum fulla trú á því að við getum unnið Snæfell þó svo enginn annar hafi trú á okkur. Við verðum að ná einbeitingunni upp aftur og mæta ferskir í Hólminn."

Tapið í kvöld var eðlilega sálfræðilega vont fyrir Grindavik enda ekki fyrsti spennuleikurinn sem liðið tapar.

„Þetta hefur verið saga Grindavíkur síðustu ár. Þetta var samt bara fyrsti leikurinn en auðvitað var pressa á að vinna hann þar sem þetta er bara þriggja leikja sería. Það var enginn að lyfta bikar í kvöld og ég hef trú á að við stígum upp í næsta leik. Við erum ekki til í að fara í sumarfrí strax."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×