Körfubolti

Hörður Axel með hæsta framlagið í einvíginu - Gunnar skorar mest

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hörður Axel Vilhjálmsson er að spila mjög vel í einvíginu á móti hans gömlu félögum úr Njarðvík.
Hörður Axel Vilhjálmsson er að spila mjög vel í einvíginu á móti hans gömlu félögum úr Njarðvík.
Keflvíkingar eiga þá þrjá leikmenn sem hafa skilað mestu í framlagi til sinna liða í fyrstu þremur leikjum Keflavíkur og Njarðvíkur í undanúrslitaeinvígi nágrannanna í Iceland Express deild karla. Fjórði leikurinn fer fram í Njarðvík klukkan 19.15 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Leikstjórnandinn Hörður Axel Vilhjálmsson er með hæsta framlag allra leikmanna eða 20,0 í leik. Hörður er rétt á undan félaga sínum Draelon Burns sem hefur skilað 19,7 framlagsstigum í leik.

Hörður Axel hefur gefið flestar stoðsendingar (6,0) og stolið flestum boltum (3,0) af öllum leikmönnum liðanna, hann er í 3. sæti í stigaskori (18,7 ) og í 4. sæti yfir flest fráköst (5,7).

Draelon Burns er með 17,7 stig, 5,7 fráköst og 3,7 stoðsendingar að meðaltali í leik en hann hefur hitt úr 48,6 prósent skota sinna og 84,6 prósent vítanna.

Sigurður Gunnar Þorsteinsson er síðan þriðji á listanum með 18,3 framlagsstig á aðeins 28,0 mínútum í leik en hann er með 14,0 stig og 7,7 fráköst að meðaltali í fyrstu þremur leikjunum einvígisins.

Keflvíkingurinn Gunnar Einarsson, er sá leikmaður sem hefur skorað mest í fyrstu þremur leikjum einvígisins en hann er með 20,7 stig að meðaltali og tveimur stigum meira en Njarðvíkingurinn Nick Bradford sem er næstur á lista. Gunnar hefur einnig skorað flestar þriggja stiga körfur eða 8 úr 20 tilraunum (40 prósent nýting).

Hæsta framlagið í fyrstu þremur leikjunum:

Hörður Axel Vilhjálmsson, Keflavík 20,0

Draelon Burns, Keflavík 19,7

Sigurður Gunnar Þorsteinsson, Keflavík 18,3

Nick Bradford, Njarðvík 17,0

Friðrik E. Stefánsson, Njarðvík 16,3

Gunnar Einarsson, Keflavík 15,7

Uruele Igbavboa Keflavík 15,0

Guðmundur Jónsson, Njarðvík 13,0

Flest stig í fyrstu þremur leikjunum:

Gunnar Einarsson, Keflavík 62

Nick Bradford, Njarðvík 60

Hörður Axel Vilhjálmsson, Keflavík 56

Draelon Burns, Keflavík 53

Sigurður Gunnar Þorsteinsson, Keflavík 42

Magnús Þór Gunnarsson, Njarðvík 39

Guðmundur Jónsson Njarðvík 38

Flest fráköst í fyrstu þremur leikjunum:

Friðrik E. Stefánsson, Njarðvík 32

Uruele Igbavboa, Keflavík 24

Sigurður Gunnar Þorsteinsson, Keflavík 23

Hörður Axel Vilhjálmsson, Keflavík 17

Draelon Burns, Keflavík 17

Egill Jónasson, Njarðvík 15

Nick Bradford, Njarðvík 15

Flestar stoðsendingar í fyrstu þremur leikjunum:

Hörður Axel Vilhjálmsson, Keflavík 18

Friðrik E. Stefánsson, Njarðvík 12

Draelon Burns, Keflavík 11

Sverrir Þór Sverrisson, Keflavík 10

Nick Bradford Njarðvík 10






Fleiri fréttir

Sjá meira


×