Menningarheimarnir blönduðust saman í partíi á Hótel Borg á föstudaginn. Öfgarnar voru slíkar að fólk talaði um fyrsta og síðasta skiptið sem Björk Guðmundsdóttir og Ásgeir Kolbeins væru á sama stað, á sama tíma, í sama rými.
Vitaminwater-drykkurinn var kynntur á Hótel Borg á föstudaginn með partíi sem hófst á fimmtu hæð Hótel Borgar. Öll hæðin var lögð undir partíið og það var greinilega búið að bjóða þotuliðinu eins og það leggur sig í opinn bar.

Björk Guðmundsdóttir var á svæðinu ásamt Jónsa og strákunum í Sigur Rós. Jón Atli og DJ Margeir sáu um tónlistina og prótínfélagarnir Arnar Grant og Ívar Guðmundsson léku á als oddi.
Ásgeir Kolbeins mætti að sjálfsögðu á svæðið rétt eins og söngkonan Þórunn Antonía, kærastinn hennar, rapparinn Bent, og Þorsteinn Lár sem er með honum í XXX Rottweiler. Steindi Jr., vinnufélagi Bents, var ekki á svæðinu enda í New York ásamt Agli Einarssyni og Auðunni Blöndal.

Listakonan Harpa Einarsdóttir var á svæðinu, eins og DJ Sóley og Krummi í Mínus. Fyrirsætan Lilja Ingibjargar mætti einnig, rétt eins og félagarnir Benni B-Ruff og Gísli Galdur.
Þá gekk ljósmyndarinn Jói Kjartans um og tók myndir, Hildur Hermanns, kærasta hans, var ekki langt undan og fatahönnuðurinn Guðmundur Jörundsson lét sig ekki vanta.

Leikkonan María Birta var stórglæsileg, Rassi Prump var hress, Sverrir Bergmann var einn af fulltrúum Skagafjarðar í fylgd með kærustunni Sigrúnu Blomsterberg og loks var Jón Gunnar Geirdal að sjálfsögðu hrókur alls fagnaðar.

Öryggisgæslan í partíinu var sér á báti. Gesti komu inn í anddyri Hótel Borgar og var fylgt þaðan í lyftu upp á fimmtu hæð. Gestalistinn var nánast meitlaður í stein og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins fékk Björk, skærasta íslenska tónlistarstjarna Íslandssögunnar, að kenna á því.

Hann fékk þau fyrirmæli að líta framhjá þessum talningarmistökum og hleypa vinum Bjarkar inn.
atlifannar@frettabladid.is
Hægt er að sjá fleiri myndir úr veislunni hér.
