Sigurbjörn Þorkelsson hættir hjá Nomura Holdings 8. mars 2010 09:45 Sigurbjörn Þorkelsson hefur látið af störfum hjá Nomura Holdings en þar starfaði hann sem yfirmaður hlutabréfadeildar fyrir Asíu og Kyrrahafssvæðið. Sigurbjörn fór til Nomura í kjölfar gjaldþrots Lehman Brothers haustið 2008 þegar Nomura yfirtók rekstur Lehman. Bloomberg fréttaveitan fjallar ítarlega um þessa afsögn Sigurbjörns í dag en hann er annar yfirmaður Nomura í Asíu sem hættir störfum. Nomura er stærsta verðbréfamiðlun Japans. Sigurbjörn segir í samtali við Reuters að hann hafi þegar ráðið sig í aðra stöðu hjá samkeppnisaðila Nomura en hann vildi ekki að svo stödd upplýsa um hver væri hinn nýji vinnuveitandi hans. Fram kemur í frétt á Blommberg að þeir lykilstarfsmenn sem fylgdu með í yfirtökunni á Lehman Brothers árið 2008 hefðu fengið borgaða bónusa sína fyrir að halda áfram störfum sínum nú um síðustu mánaðarmót. Katsunobu Komizo forstjóri Executive Search Partners segir að útlendingum sem hafa komið til starfa fyrir Nomura hafi fundist það erfitt vegna menningarmunarins. „Brottför lykilstarfsmanna mun hafa neikvæð áhrif á alþjóðastarfsemi Nomura og slíkt er líklegt til að halda áfram þar sem smakeppnisaðilar ráða hæfileikaríka bankamenn," segir Komizo. Sigurbjörn sem gengur undir gælunafninu „Siggi" að sögn Bloomberg vann um 13 ára skeið hjá Lehman Brothers sem yfirmaður á hlutabréfasviði bankans en hann er menntaður við Háskóla Íslands. Fram kemur að Siggi verður áfram staðsettur í Hong Kong í hinu nýja starfi sínu. Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fleiri fréttir Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Sigurbjörn Þorkelsson hefur látið af störfum hjá Nomura Holdings en þar starfaði hann sem yfirmaður hlutabréfadeildar fyrir Asíu og Kyrrahafssvæðið. Sigurbjörn fór til Nomura í kjölfar gjaldþrots Lehman Brothers haustið 2008 þegar Nomura yfirtók rekstur Lehman. Bloomberg fréttaveitan fjallar ítarlega um þessa afsögn Sigurbjörns í dag en hann er annar yfirmaður Nomura í Asíu sem hættir störfum. Nomura er stærsta verðbréfamiðlun Japans. Sigurbjörn segir í samtali við Reuters að hann hafi þegar ráðið sig í aðra stöðu hjá samkeppnisaðila Nomura en hann vildi ekki að svo stödd upplýsa um hver væri hinn nýji vinnuveitandi hans. Fram kemur í frétt á Blommberg að þeir lykilstarfsmenn sem fylgdu með í yfirtökunni á Lehman Brothers árið 2008 hefðu fengið borgaða bónusa sína fyrir að halda áfram störfum sínum nú um síðustu mánaðarmót. Katsunobu Komizo forstjóri Executive Search Partners segir að útlendingum sem hafa komið til starfa fyrir Nomura hafi fundist það erfitt vegna menningarmunarins. „Brottför lykilstarfsmanna mun hafa neikvæð áhrif á alþjóðastarfsemi Nomura og slíkt er líklegt til að halda áfram þar sem smakeppnisaðilar ráða hæfileikaríka bankamenn," segir Komizo. Sigurbjörn sem gengur undir gælunafninu „Siggi" að sögn Bloomberg vann um 13 ára skeið hjá Lehman Brothers sem yfirmaður á hlutabréfasviði bankans en hann er menntaður við Háskóla Íslands. Fram kemur að Siggi verður áfram staðsettur í Hong Kong í hinu nýja starfi sínu.
Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fleiri fréttir Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira