Vilja bæta árangur drengja í skólum 18. ágúst 2010 05:15 sóley tómasdóttir Menntaráð Reykjavíkur ætlar að vinna markvisst að því að efla námsárangur drengja í grunnskólum. Samkvæmt könnun Háskóla Íslands sem gerð var árið 2008 þykir 67 prósentum drengja í 1. bekk gaman að læra en 83 prósentum stúlkna. Að sama skapi finnst 65 prósentum sjö ára drengja gaman að lesa í skólanum en 74 prósentum stúlkna. Skipaður hefur verið átta manna stýrihópur með fulltrúum ýmissa deilda innan menntakerfisins til þess að vinna að úrlausnum. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokks í menntaráði Reykjavíkurborgar, er formaður hópsins. „Bilið á milli drengja og stúlkna í grunnskólum hefur verið að aukast jafnt og þétt á síðustu árum,“ segir Þorbjörg. „Það þarf að rýna vel í þessi mál og finna út hver orsökin er.“ Þorbjörg telur að kerfið hafi á einhvern hátt misst sjónar á strákum, meðal annars vegna fækkunar á körlum sem fyrirmyndum í skólakerfinu og hugsanlega sökum þess að einblínt hafi verið á stelpur og stöðu þeirra. Sóley Tómasdóttir, oddviti Vinstri grænna, gagnrýnir skoðanir Þorbjargar og segir að verið sé að falla í pytt gamallar orðræðu. „Það er mikilvægast að vinna með og uppræta staðlaðar kynjaímyndir í grunnskólum og stuðla að markvissri kynjafræðslu fyrir bæði kynin,“ segir Sóley. „Staða stúlkna er alveg jafn mikilvæg, ekki bara vegna námsárangurs heldur líka vegna sjálfstausts og sjálfsmyndar.“ Sóley segir að rannsókn HÍ hafi einnig sýnt fram á að sjálfsmynd stúlkna sé yfirleitt mun lakari en drengja. Margrét Pála Ólafsdóttir, stofnandi Hjallastefnunnar, segist fagna hverju skrefi þar sem tekið er á málefnum kynjanna á yngstu menntastigunum. „Það er þó varasamt að einblína á að stúlkum finnist skemmtilegra að læra heldur en strákum. Staðreyndin er sú að oft á tíðum er námsefnið þeim of létt vegna þess að þær eru á öðru þroskastigi en strákarnir,“ segir Margrét Pála. „En það er líka staðreynd að staða drengja í skólum er hrópandi slæm og við því verður að bregðast.“ Margrét Pála hvetur menntaráð til að fylgja málinu eftir með því að skoða einnig stöðu stúlkna í grunnskólum. sunna@frettabladid.is þorbjörg helga vigfúsdóttir margrét pála ólafsdóttir börn í skóla Drengir í yngstu bekkjum grunnskóla eru ekki eins ánægðir með námið og stúlkur, samkvæmt rannsókn. fréttablaðið/gva Fréttir Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Menntaráð Reykjavíkur ætlar að vinna markvisst að því að efla námsárangur drengja í grunnskólum. Samkvæmt könnun Háskóla Íslands sem gerð var árið 2008 þykir 67 prósentum drengja í 1. bekk gaman að læra en 83 prósentum stúlkna. Að sama skapi finnst 65 prósentum sjö ára drengja gaman að lesa í skólanum en 74 prósentum stúlkna. Skipaður hefur verið átta manna stýrihópur með fulltrúum ýmissa deilda innan menntakerfisins til þess að vinna að úrlausnum. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokks í menntaráði Reykjavíkurborgar, er formaður hópsins. „Bilið á milli drengja og stúlkna í grunnskólum hefur verið að aukast jafnt og þétt á síðustu árum,“ segir Þorbjörg. „Það þarf að rýna vel í þessi mál og finna út hver orsökin er.“ Þorbjörg telur að kerfið hafi á einhvern hátt misst sjónar á strákum, meðal annars vegna fækkunar á körlum sem fyrirmyndum í skólakerfinu og hugsanlega sökum þess að einblínt hafi verið á stelpur og stöðu þeirra. Sóley Tómasdóttir, oddviti Vinstri grænna, gagnrýnir skoðanir Þorbjargar og segir að verið sé að falla í pytt gamallar orðræðu. „Það er mikilvægast að vinna með og uppræta staðlaðar kynjaímyndir í grunnskólum og stuðla að markvissri kynjafræðslu fyrir bæði kynin,“ segir Sóley. „Staða stúlkna er alveg jafn mikilvæg, ekki bara vegna námsárangurs heldur líka vegna sjálfstausts og sjálfsmyndar.“ Sóley segir að rannsókn HÍ hafi einnig sýnt fram á að sjálfsmynd stúlkna sé yfirleitt mun lakari en drengja. Margrét Pála Ólafsdóttir, stofnandi Hjallastefnunnar, segist fagna hverju skrefi þar sem tekið er á málefnum kynjanna á yngstu menntastigunum. „Það er þó varasamt að einblína á að stúlkum finnist skemmtilegra að læra heldur en strákum. Staðreyndin er sú að oft á tíðum er námsefnið þeim of létt vegna þess að þær eru á öðru þroskastigi en strákarnir,“ segir Margrét Pála. „En það er líka staðreynd að staða drengja í skólum er hrópandi slæm og við því verður að bregðast.“ Margrét Pála hvetur menntaráð til að fylgja málinu eftir með því að skoða einnig stöðu stúlkna í grunnskólum. sunna@frettabladid.is þorbjörg helga vigfúsdóttir margrét pála ólafsdóttir börn í skóla Drengir í yngstu bekkjum grunnskóla eru ekki eins ánægðir með námið og stúlkur, samkvæmt rannsókn. fréttablaðið/gva
Fréttir Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira