Hvalhræ urðað við Ásbúð Breki Logason skrifar 25. ágúst 2010 18:41 Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvað gert verði við hræið af Steypireyði sem rak á land við eyðibýlið Ásbúð á Skaga fyrir skömmu. Líklegt er þó að það verði urðað í fjörunni. Við sögðum frá Hvalrekanum í fréttum okkar í gærkvöldi en um er að ræða tæpa 23 metra langa Steypireið sem þó var ekki fullvaxta. Fornleifafræðingar frá Byggðasafni Skagafjarðar fundu skepnuna á mánudag, en talið er að hann hafi rekið á land skömmu áður. Það er í verkahring Heilbrigðiseftirlits Norðurlands Vestra að taka ákvörðun um hvað gert verði við hræið. Fulltrúar frá stofnuninni höfðu ekki enn farið á vettvang þegar fréttastofa kannaði málið í dag en von var á fulltrúa seinni partinn eða strax í fyrramálið. Fyrr á öldum þótti Hvalreki mikil búbót fyrir sveitunga og er fræg sagan af miklum hvalreka á þar síðustu öld í Miðfirði, en þangað mun fólk alla leið af Snæfellsnesi hafa komið til þess að næla sér í kjöt. En nú er öldin önnur. Nályktin af hræinu getur haft skelfilega afleiðingar á fuglalíf í nágrenninu, en nokkur æðavörp eru á svæðinu. Því er líklegast talið að hvalurinn verði urðaður í fjörunni við Ásbúð, en til þess verks þyrfti stórvirkar vinnuvélar og mikla fyrirhöfn. Hinn möguleikinn, og sá sem skapar mun minni vandamál, er að hvalinn reki einfaldlega aftur út á sjó, helst nokkuð frá landi þar sem hvorki Heilbrigðiseftirlit né stórvirkar vinnuvélar koma að málum. Skroll-Fréttir Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Sjá meira
Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvað gert verði við hræið af Steypireyði sem rak á land við eyðibýlið Ásbúð á Skaga fyrir skömmu. Líklegt er þó að það verði urðað í fjörunni. Við sögðum frá Hvalrekanum í fréttum okkar í gærkvöldi en um er að ræða tæpa 23 metra langa Steypireið sem þó var ekki fullvaxta. Fornleifafræðingar frá Byggðasafni Skagafjarðar fundu skepnuna á mánudag, en talið er að hann hafi rekið á land skömmu áður. Það er í verkahring Heilbrigðiseftirlits Norðurlands Vestra að taka ákvörðun um hvað gert verði við hræið. Fulltrúar frá stofnuninni höfðu ekki enn farið á vettvang þegar fréttastofa kannaði málið í dag en von var á fulltrúa seinni partinn eða strax í fyrramálið. Fyrr á öldum þótti Hvalreki mikil búbót fyrir sveitunga og er fræg sagan af miklum hvalreka á þar síðustu öld í Miðfirði, en þangað mun fólk alla leið af Snæfellsnesi hafa komið til þess að næla sér í kjöt. En nú er öldin önnur. Nályktin af hræinu getur haft skelfilega afleiðingar á fuglalíf í nágrenninu, en nokkur æðavörp eru á svæðinu. Því er líklegast talið að hvalurinn verði urðaður í fjörunni við Ásbúð, en til þess verks þyrfti stórvirkar vinnuvélar og mikla fyrirhöfn. Hinn möguleikinn, og sá sem skapar mun minni vandamál, er að hvalinn reki einfaldlega aftur út á sjó, helst nokkuð frá landi þar sem hvorki Heilbrigðiseftirlit né stórvirkar vinnuvélar koma að málum.
Skroll-Fréttir Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Sjá meira