Foreldrar í Vesturbæjarskóla æfir yfir aðstöðuleysi Jón Hákon Halldórsson skrifar 26. ágúst 2010 13:35 Mikil reiði ríkir á meðal foreldra barna í Vesturbæjarskóla eftir að færanlegar skólastofur voru fluttar á lóð Vesturbæjarskóla í gærkvöld. Þeim er ætlað að hýsa sjö ára gömul börn á meðan að skólastarfið stendur yfir í vetur. Skúrarnir eru mjög hrörlegir á að líta og standast engan veginn þær kröfur sem gerðar eru til nútíma skólahúsnæðis. „Ég held að það sé allt logandi yfir þessu," segir Sigrún Sigurðardóttir, móðir tveggja barna í skólanum, sem hefur látið sig málið varða. „Ég get líka fullyrt að eldri nemendur i skólanum eru mjög reiðir vegna þess að það er verið að skerða mjög mikið af þeirra litla leiksvæði," segir Sigrún. Hún spyr sig líka hvort skólinn standist öryggiskröfur. „Það hefur fjölgað svo mikið í skólanum en engin varanleg lausn í húsnæðismálum. Þetta er ástand sem er orðið þannig að það verður að fara að bregðast við því," segir Sigrún í samtali við Vísi. Fleiri foreldrar barna í Vesturbæjarskóla eru á máli Sigrúnar. Helga Vala Helgadóttir, lögfræðingur og móðir, tekur sterkt til orða um kofana á skólalóð Vesturbæjarskóla og rifjar upp að frístundaheimili hangi saman við markmið um heilsdagsskóla. „Hér á að rækta þeirra sálir í heilsdagsskólunum! Kofarnir taka helminginn af því plássi sem 330 börn hafa til að leika sér í frímínútum. Og þá reyndar geri ég ekki ráð fyrir því plássi sem nú er undir skúrunum því vissulega geta hugmyndarík börn dundað sér við að festast undir þessu ógeði," segir Helga Vala á fésbókarsíðu sinni. Skroll-Fréttir Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Mikil reiði ríkir á meðal foreldra barna í Vesturbæjarskóla eftir að færanlegar skólastofur voru fluttar á lóð Vesturbæjarskóla í gærkvöld. Þeim er ætlað að hýsa sjö ára gömul börn á meðan að skólastarfið stendur yfir í vetur. Skúrarnir eru mjög hrörlegir á að líta og standast engan veginn þær kröfur sem gerðar eru til nútíma skólahúsnæðis. „Ég held að það sé allt logandi yfir þessu," segir Sigrún Sigurðardóttir, móðir tveggja barna í skólanum, sem hefur látið sig málið varða. „Ég get líka fullyrt að eldri nemendur i skólanum eru mjög reiðir vegna þess að það er verið að skerða mjög mikið af þeirra litla leiksvæði," segir Sigrún. Hún spyr sig líka hvort skólinn standist öryggiskröfur. „Það hefur fjölgað svo mikið í skólanum en engin varanleg lausn í húsnæðismálum. Þetta er ástand sem er orðið þannig að það verður að fara að bregðast við því," segir Sigrún í samtali við Vísi. Fleiri foreldrar barna í Vesturbæjarskóla eru á máli Sigrúnar. Helga Vala Helgadóttir, lögfræðingur og móðir, tekur sterkt til orða um kofana á skólalóð Vesturbæjarskóla og rifjar upp að frístundaheimili hangi saman við markmið um heilsdagsskóla. „Hér á að rækta þeirra sálir í heilsdagsskólunum! Kofarnir taka helminginn af því plássi sem 330 börn hafa til að leika sér í frímínútum. Og þá reyndar geri ég ekki ráð fyrir því plássi sem nú er undir skúrunum því vissulega geta hugmyndarík börn dundað sér við að festast undir þessu ógeði," segir Helga Vala á fésbókarsíðu sinni.
Skroll-Fréttir Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira