Retro Stefson flogið heim fyrir Listahátíð 4. maí 2010 15:33 Unnsteinn Manuel klikkaði ekki á því að kaupa miða á tónleikana fyrir mömmu sína. Opnunartónleikar Listahátíðar verða haldnir í Laugardagshöllinni þann 12. maí. Þar stígur á stokk heitasta númerið í heimstónlistarbransanum í dag, parið Amadou & Mariam frá Malí. Íslenska hljómsveitin Retro Stefson var valin til að hita upp en söngvaranum Unnsteini Manuel Stefánssyni verður flogið heim til landsins fyrir tónleikana. Hann verður þarna á tónleikaferð um Evrópu með hljómsveitinni FM Belfast en hlakkar mikið til tónleikanna í Laugardagshöll. „Það er mikill heiður fyrir okkur í Retro Stefsson að fá að leika á sama sviði og Amadou & Mariam og leika tónlistina okkar í sjálfri Laugardagshöllinni. Margir í fjölskyldunni og vinir ætla að kíkja á tónleikana, ég er sjálfur búinn að kaupa miða fyrir mömmu," segir Unnsteinn sem heldur aftur út til að spila með FM Belfast eftir tónleikana. Retro Stefson er á mikilli siglingu þessa dagana. Sveitin spilar með FM Belfast á tónleikum og er að taka upp nýja breiðskífu. Forsmekkur hennar er lagið Mama Angola sem komið í spilun á útvarpsstöðum landsins og gefur tóninn fyrir það sem koma skal á annarri plötu sveitarinnar. Fáir afrískir tónlistarmenn njóta hylli líkt og Amadou og Mariam. Engin afrísk plata hefur selst jafn vel og Dimance a Bamako, sem þau gerðu árið 2005. Þau hafa einnig hitað upp fyrir Coldplay, Blur og Scissor Sisters, gerðu þemalag HM 2006 í Þýskalandi og koma fram á opnunartónleikum HM í Suður-Afríku í júní. Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Opnunartónleikar Listahátíðar verða haldnir í Laugardagshöllinni þann 12. maí. Þar stígur á stokk heitasta númerið í heimstónlistarbransanum í dag, parið Amadou & Mariam frá Malí. Íslenska hljómsveitin Retro Stefson var valin til að hita upp en söngvaranum Unnsteini Manuel Stefánssyni verður flogið heim til landsins fyrir tónleikana. Hann verður þarna á tónleikaferð um Evrópu með hljómsveitinni FM Belfast en hlakkar mikið til tónleikanna í Laugardagshöll. „Það er mikill heiður fyrir okkur í Retro Stefsson að fá að leika á sama sviði og Amadou & Mariam og leika tónlistina okkar í sjálfri Laugardagshöllinni. Margir í fjölskyldunni og vinir ætla að kíkja á tónleikana, ég er sjálfur búinn að kaupa miða fyrir mömmu," segir Unnsteinn sem heldur aftur út til að spila með FM Belfast eftir tónleikana. Retro Stefson er á mikilli siglingu þessa dagana. Sveitin spilar með FM Belfast á tónleikum og er að taka upp nýja breiðskífu. Forsmekkur hennar er lagið Mama Angola sem komið í spilun á útvarpsstöðum landsins og gefur tóninn fyrir það sem koma skal á annarri plötu sveitarinnar. Fáir afrískir tónlistarmenn njóta hylli líkt og Amadou og Mariam. Engin afrísk plata hefur selst jafn vel og Dimance a Bamako, sem þau gerðu árið 2005. Þau hafa einnig hitað upp fyrir Coldplay, Blur og Scissor Sisters, gerðu þemalag HM 2006 í Þýskalandi og koma fram á opnunartónleikum HM í Suður-Afríku í júní.
Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira