Retro Stefson flogið heim fyrir Listahátíð 4. maí 2010 15:33 Unnsteinn Manuel klikkaði ekki á því að kaupa miða á tónleikana fyrir mömmu sína. Opnunartónleikar Listahátíðar verða haldnir í Laugardagshöllinni þann 12. maí. Þar stígur á stokk heitasta númerið í heimstónlistarbransanum í dag, parið Amadou & Mariam frá Malí. Íslenska hljómsveitin Retro Stefson var valin til að hita upp en söngvaranum Unnsteini Manuel Stefánssyni verður flogið heim til landsins fyrir tónleikana. Hann verður þarna á tónleikaferð um Evrópu með hljómsveitinni FM Belfast en hlakkar mikið til tónleikanna í Laugardagshöll. „Það er mikill heiður fyrir okkur í Retro Stefsson að fá að leika á sama sviði og Amadou & Mariam og leika tónlistina okkar í sjálfri Laugardagshöllinni. Margir í fjölskyldunni og vinir ætla að kíkja á tónleikana, ég er sjálfur búinn að kaupa miða fyrir mömmu," segir Unnsteinn sem heldur aftur út til að spila með FM Belfast eftir tónleikana. Retro Stefson er á mikilli siglingu þessa dagana. Sveitin spilar með FM Belfast á tónleikum og er að taka upp nýja breiðskífu. Forsmekkur hennar er lagið Mama Angola sem komið í spilun á útvarpsstöðum landsins og gefur tóninn fyrir það sem koma skal á annarri plötu sveitarinnar. Fáir afrískir tónlistarmenn njóta hylli líkt og Amadou og Mariam. Engin afrísk plata hefur selst jafn vel og Dimance a Bamako, sem þau gerðu árið 2005. Þau hafa einnig hitað upp fyrir Coldplay, Blur og Scissor Sisters, gerðu þemalag HM 2006 í Þýskalandi og koma fram á opnunartónleikum HM í Suður-Afríku í júní. Mest lesið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Opnunartónleikar Listahátíðar verða haldnir í Laugardagshöllinni þann 12. maí. Þar stígur á stokk heitasta númerið í heimstónlistarbransanum í dag, parið Amadou & Mariam frá Malí. Íslenska hljómsveitin Retro Stefson var valin til að hita upp en söngvaranum Unnsteini Manuel Stefánssyni verður flogið heim til landsins fyrir tónleikana. Hann verður þarna á tónleikaferð um Evrópu með hljómsveitinni FM Belfast en hlakkar mikið til tónleikanna í Laugardagshöll. „Það er mikill heiður fyrir okkur í Retro Stefsson að fá að leika á sama sviði og Amadou & Mariam og leika tónlistina okkar í sjálfri Laugardagshöllinni. Margir í fjölskyldunni og vinir ætla að kíkja á tónleikana, ég er sjálfur búinn að kaupa miða fyrir mömmu," segir Unnsteinn sem heldur aftur út til að spila með FM Belfast eftir tónleikana. Retro Stefson er á mikilli siglingu þessa dagana. Sveitin spilar með FM Belfast á tónleikum og er að taka upp nýja breiðskífu. Forsmekkur hennar er lagið Mama Angola sem komið í spilun á útvarpsstöðum landsins og gefur tóninn fyrir það sem koma skal á annarri plötu sveitarinnar. Fáir afrískir tónlistarmenn njóta hylli líkt og Amadou og Mariam. Engin afrísk plata hefur selst jafn vel og Dimance a Bamako, sem þau gerðu árið 2005. Þau hafa einnig hitað upp fyrir Coldplay, Blur og Scissor Sisters, gerðu þemalag HM 2006 í Þýskalandi og koma fram á opnunartónleikum HM í Suður-Afríku í júní.
Mest lesið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“