Sjö íþróttamenn fengu Ólympíustyrk Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. september 2010 13:39 Mynd/ÍSÍ Í dag voru sjö íþróttamönnum veittir styrkir vegna undirbúnings fyrir Ólympíuleikana sem fara fram í Lundúnum eftir tvö ár. Heildarverðmæti styrkjanna nemur um 23 milljónum króna miðað við núverandi gengi. Tilkynningu frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands má lesa hér fyrir neðan: „Í dag var gengið frá samningum Ólympíusamhjálparinnar við sérsambönd ÍSÍ og íþróttamanna þeirra vegna undirbúnings fyrir Ólympíuleikana í London 2012. Um er að ræða styrki vegna sjö íþróttamanna frá sex sérsamböndum. Þeir eru: Ásdís Hjálmsdóttir - Frjálsíþróttasamband Íslands Ásgeir Sigurgeirsson - Skotíþróttasamband Íslands Helga Margrét Þorsteinsdóttir - Frjálsíþróttasamband Íslands Jakob Jóhann Sveinsson - Sundsamband Íslands Ragna Ingólfsdóttir - Badmintonsamband Íslands Þorbjörg Ágústsdóttir - Skylmingasamband Íslands Þormóður Árni Jónsson - Júdósamband Íslands Heildarverðmæti samninga nemur um 23 m.kr. (miðað við gengi dagsins í dag) og skiptist í tvo þætti. a) Mánaðarlegan styrk fyrir hvern styrkþega að upphæð 1.000 USD vegna kostnaðar við æfingar og keppnir viðkomandi íþróttamanns. b) 5.000 USD styrk vegna keppnisferða hvers íþróttamanns. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands kallaði eftir tillögum frá sérsamböndum ÍSÍ og bárust tillögur vegna 15 íþróttamanna. Allir þessir íþróttamenn hafa það á stefnu sinni að ná lágmörkum vegna Ólympíuleikanna í London 2012 og hafa hafið stífan og kostnaðarfrekan undirbúning vegna þessa. Að þessu sinni náðist að tryggja styrki vegna sjö íþróttamanna, en fimm íþróttamenn voru á sambærilegum styrk vegna leikanna í Peking 2008. Styrktímabil hófst þann 1. september s.l. og stendur fram að leikum, nái styrkþegi að tryggja sér þátttökurétt. Heildarkostnaðaráætlun styrkþega fram að leikum er margföld þeirri upphæð sem styrkir Ólympíusamhjálparinnar og ÍSÍ nema, en lauslega áætlað má reikna með að árlegur kostnaður á íþróttamann sé allt að 7 m.kr. eða um 50 m.kr. árlega vegna þessara íþróttamanna. Í samanburði við þær tölur má nefna að framlag ríkisins til Afrekssjóðs ÍSÍ fyrir árið 2010 nam 25,5 m.kr. og er þeim fjármunum ráðstafað til 18 sérsambanda eða 28 einstaklinga og 15 verkefna/liða. Árleg ráðstöfnun sjóðsins nemur í heildina um 50 m.kr. Það er því ljóst að framlög til afreksíþrótta standa engan vegin undir þeim kostnaði sem fylgir því að eiga íþróttafólk í fremstu röð á heimsmælikvarða. Íslenskt afreksíþróttafólk eru mikilvægar fyrirmyndir fyrir íslenska æsku og þjóðfélagið í heild sinni. Þegar vel gengur styðja Íslendingar vel við sína fremstu íþróttamenn en þegar á móti blæs er stutt í gagnrýnisraddir. Á erlendri grundu er íslenskt íþróttafólk sendiherrar lands síns og eru með í að kynna landið fyrir öðrum þjóðum. Til framtíðar er mikilvægt að hlúa enn betur að þessu fólki með því að gefa því tækifæri á að taka þátt í verðugum verkefnum og styðja við bakið á því með fræðslu og faglegri þekkingu sem og auknu fjármagni. Ólafur Rafnsson forseti ÍSÍ, Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ, Friðrik Einarsson formaður afrekssviðs ÍSÍ , Örn Andrésson formaður Afrekssjóð ÍSÍ og Andri Stefánsson sviðsstjóri Afrekssviðs ÍSÍ kynntu úthlutun ÍSÍ að viðstöddum forsvarsmönnum viðkomandi sérsambanda ÍSÍ." Innlendar Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Sjá meira
Í dag voru sjö íþróttamönnum veittir styrkir vegna undirbúnings fyrir Ólympíuleikana sem fara fram í Lundúnum eftir tvö ár. Heildarverðmæti styrkjanna nemur um 23 milljónum króna miðað við núverandi gengi. Tilkynningu frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands má lesa hér fyrir neðan: „Í dag var gengið frá samningum Ólympíusamhjálparinnar við sérsambönd ÍSÍ og íþróttamanna þeirra vegna undirbúnings fyrir Ólympíuleikana í London 2012. Um er að ræða styrki vegna sjö íþróttamanna frá sex sérsamböndum. Þeir eru: Ásdís Hjálmsdóttir - Frjálsíþróttasamband Íslands Ásgeir Sigurgeirsson - Skotíþróttasamband Íslands Helga Margrét Þorsteinsdóttir - Frjálsíþróttasamband Íslands Jakob Jóhann Sveinsson - Sundsamband Íslands Ragna Ingólfsdóttir - Badmintonsamband Íslands Þorbjörg Ágústsdóttir - Skylmingasamband Íslands Þormóður Árni Jónsson - Júdósamband Íslands Heildarverðmæti samninga nemur um 23 m.kr. (miðað við gengi dagsins í dag) og skiptist í tvo þætti. a) Mánaðarlegan styrk fyrir hvern styrkþega að upphæð 1.000 USD vegna kostnaðar við æfingar og keppnir viðkomandi íþróttamanns. b) 5.000 USD styrk vegna keppnisferða hvers íþróttamanns. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands kallaði eftir tillögum frá sérsamböndum ÍSÍ og bárust tillögur vegna 15 íþróttamanna. Allir þessir íþróttamenn hafa það á stefnu sinni að ná lágmörkum vegna Ólympíuleikanna í London 2012 og hafa hafið stífan og kostnaðarfrekan undirbúning vegna þessa. Að þessu sinni náðist að tryggja styrki vegna sjö íþróttamanna, en fimm íþróttamenn voru á sambærilegum styrk vegna leikanna í Peking 2008. Styrktímabil hófst þann 1. september s.l. og stendur fram að leikum, nái styrkþegi að tryggja sér þátttökurétt. Heildarkostnaðaráætlun styrkþega fram að leikum er margföld þeirri upphæð sem styrkir Ólympíusamhjálparinnar og ÍSÍ nema, en lauslega áætlað má reikna með að árlegur kostnaður á íþróttamann sé allt að 7 m.kr. eða um 50 m.kr. árlega vegna þessara íþróttamanna. Í samanburði við þær tölur má nefna að framlag ríkisins til Afrekssjóðs ÍSÍ fyrir árið 2010 nam 25,5 m.kr. og er þeim fjármunum ráðstafað til 18 sérsambanda eða 28 einstaklinga og 15 verkefna/liða. Árleg ráðstöfnun sjóðsins nemur í heildina um 50 m.kr. Það er því ljóst að framlög til afreksíþrótta standa engan vegin undir þeim kostnaði sem fylgir því að eiga íþróttafólk í fremstu röð á heimsmælikvarða. Íslenskt afreksíþróttafólk eru mikilvægar fyrirmyndir fyrir íslenska æsku og þjóðfélagið í heild sinni. Þegar vel gengur styðja Íslendingar vel við sína fremstu íþróttamenn en þegar á móti blæs er stutt í gagnrýnisraddir. Á erlendri grundu er íslenskt íþróttafólk sendiherrar lands síns og eru með í að kynna landið fyrir öðrum þjóðum. Til framtíðar er mikilvægt að hlúa enn betur að þessu fólki með því að gefa því tækifæri á að taka þátt í verðugum verkefnum og styðja við bakið á því með fræðslu og faglegri þekkingu sem og auknu fjármagni. Ólafur Rafnsson forseti ÍSÍ, Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ, Friðrik Einarsson formaður afrekssviðs ÍSÍ , Örn Andrésson formaður Afrekssjóð ÍSÍ og Andri Stefánsson sviðsstjóri Afrekssviðs ÍSÍ kynntu úthlutun ÍSÍ að viðstöddum forsvarsmönnum viðkomandi sérsambanda ÍSÍ."
Innlendar Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Sjá meira